Nýr veruleiki í vaktavinnu – Betri vinnutími Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar 20. október 2022 09:32 Eftir nær 40 ára baráttu vaktavinnufólks fyrir styttri vinnuviku náðist mikill áfangasigur við gerð síðustu kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði um að full vinna vaktavinnufólks yrði 32 tímar á viku hjá þeim sem vinna allan sólarhringinn allan ársins hring. Það felur í sér að vinnuvikan var í raun stytt um einn dag í viku og þannig má segja að vinnuvika vaktavinnufólks sé 4 dagar. Í kjarasamningunum var samið um Betri vinnutíma sem fólst einkum í því að fjölga vaktaálagstegundum, vægi vakta utan dagvinnumarka var aukið og greiddur sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölbreytileika vakta og tíðni mætinga starfsfólks. Meginmarkmiðið í breytingum á launafyrirkomulagi og vinnutíma var að tryggja að þau sem ganga þyngstu vaktirnar fái mestu umbunina. Breytingarnar eru til þess fallnar að koma betur til móts við þarfir vaktavinnufólks og minnka skaðleg áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og öryggi. Vinnuumhverfi fólks er mjög fjölbreytt eftir því hvar starfað er, s.s. í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, löggæslu, tollgæslu, slökkviliðum o.s.frv., en tryggja þarf að allt starfsfólk vinni við öruggar aðstæður. Þar skiptir miklu máli að starfsfólk hafi fengið 11 klukkustunda hvíld á sólarhring og tíma til að ná upp orku eftir síðustu vakt. Þá er lagt upp með að aldrei verði unnið lengur en sjö daga í röð. Ef við berum þetta saman við dagvinnufólk þá vinnur það aldrei meira en 5 daga í einu, það er tveggja daga helgarfrí og almennt er 16 tíma hvíld á milli vinnudaga. Vaktavinnufólk hagar gjarnan vinnu sinni þannig að þau vinna langa vinnudaga í lotu til að eiga svo lengra frí á milli vakta. Rannsóknir sýna að því lengur sem vaktavinnufólk vinnur því lengur er það að jafna sig og nær því ekki að njóta sín í löngum fríum. Rannsóknir sýna einnig að langar vaktir ganga nærri heilsu vaktavinnufólks og að öryggisvitund fer dvínandi, sem getur aukið hættu á mistökum og slysum. Í Betri vinnutíma er miðað við að vaktir séu almennt ekki lengri en átta klukkustundir. Jafnframt er miðað við að starfsfólk standi ekki fleiri en þrjár næturvaktir á viku, helst bara tvær. Meirihluti starfsfólks í vaktavinnu hefur almennt kosið að vera í hlutastarfi en valið er einnig mjög kynjað. Stóru kvennastéttirnar hafa að jafnaði kosið að vera í hlutastörfum vegna þess hve þung störfin eru en sömuleiðis vegna krafna um samþættingu vinnu og einkalífs. Aftur á móti hafa karlastéttirnar almennt unnið rúmlega fullt starf. Þannig myndast mikill munur á vinnutíma og þar með launum kvenna og karla sem ýtir undir launamun kynjanna. Meðal markmiða Betri vinnutíma var að vinna gegn þessu og stuðla að aukningu á starfshlutfalli þeirra sem voru í hlutastarfi. Það markmið hefur gengið eftir sem felur í sér að laun stórra kvennastétta hafa hækkað þar sem þær vinna jafn mikið og fyrir kerfisbreytingarnar. Það er í raun ótrúlegt að þessar breytingar hafi ekki átt sér stað mun fyrr út frá augljósum gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og atvinnurekenda, því mun minni kostnaður atvinnurekenda felst í styttri vinnuviku hjá starfsfólki sem vinnur jafn mikið og áður en hækkar starfshlutfall sitt en þeim sem vinna fullt starf. Varðandi upplifun vaktavinnufólks af breytingum verður ekki litið fram hjá því að þegar samið var um styttri vinnuviku höfðu aðhaldsaðgerðir og niðurskurður síðustu áratuga haft verulega skaðleg áhrif á starfsumhverfi vaktavinnufólks og líðan starfi. Afleiðingar þessa eru skortur á starfsfólki, óhóflegt álag og mikil starfsmannavelta. Í ofanálag jókst gífurlega álag á starfsfólk almannaþjónustunnar vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar sem hefur á heimsvísu leitt til krafna um verulegar breytingar á starfsumhverfi og að mörg hafa velt því fyrir sér að finna annað og álagsminna starf. Þetta hefur ótvírætt haft áhrif á upplifun starfsfólks af breytingu á vinnutíma því að breytingin kallaði á aukinn mannskap. Mikið álag á stjórnendum margra starfseininga á innleiðingartímanum veldur því að þeim hefur gengið illa að fóta sig í nýju vaktaumhverfi og ná þeim markmiðum sem voru höfð að leiðarljósi við kerfisbreytinguna, sem eru jafnvægi vinnu og einkalífs, öryggi og heilsa. Þannig er enn þörf á auknum stuðningi við stjórnendur, fræðslu um skipulag vaktavinnu og hvernig megi vinna betur að því að ná fram þessum markmiðum breytinganna. Hins vegar sýnir reynslan að styttri vinnuvika er að ná markmiðum sínum og er í samræmi við áætlaðan kostnað þar sem mönnun er í jafnvægi og stjórnendur hafa þá þekkingu og bjargir sem þarf til að innleiða breytingarnar. Það sýnir að kerfisbreytingin gengur upp á öllum þessum ólíku vinnustöðum ríkis og sveitarfélaga. Í komandi kjarasamningum verður áhersla lögð á að skoða hvað má betur fara til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með Betri vinnutíma. Áherslur BSRB munu snúa að því að standa vörð um þau leiðarljós að öryggi starfsfólks og skjólstæðinga verði aukið, vaktavinna verði eftirsóknarverðari, vinnutími og laun taki mið af vaktabyrði og verðmæti staðins tíma. Auk þess að bæta andlega, líkamlega og félagslega heilsu starfsfólks í vaktavinnu og auka stöðugleika í starfsmannahaldi. Höfundur er 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Eftir nær 40 ára baráttu vaktavinnufólks fyrir styttri vinnuviku náðist mikill áfangasigur við gerð síðustu kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði um að full vinna vaktavinnufólks yrði 32 tímar á viku hjá þeim sem vinna allan sólarhringinn allan ársins hring. Það felur í sér að vinnuvikan var í raun stytt um einn dag í viku og þannig má segja að vinnuvika vaktavinnufólks sé 4 dagar. Í kjarasamningunum var samið um Betri vinnutíma sem fólst einkum í því að fjölga vaktaálagstegundum, vægi vakta utan dagvinnumarka var aukið og greiddur sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölbreytileika vakta og tíðni mætinga starfsfólks. Meginmarkmiðið í breytingum á launafyrirkomulagi og vinnutíma var að tryggja að þau sem ganga þyngstu vaktirnar fái mestu umbunina. Breytingarnar eru til þess fallnar að koma betur til móts við þarfir vaktavinnufólks og minnka skaðleg áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og öryggi. Vinnuumhverfi fólks er mjög fjölbreytt eftir því hvar starfað er, s.s. í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, löggæslu, tollgæslu, slökkviliðum o.s.frv., en tryggja þarf að allt starfsfólk vinni við öruggar aðstæður. Þar skiptir miklu máli að starfsfólk hafi fengið 11 klukkustunda hvíld á sólarhring og tíma til að ná upp orku eftir síðustu vakt. Þá er lagt upp með að aldrei verði unnið lengur en sjö daga í röð. Ef við berum þetta saman við dagvinnufólk þá vinnur það aldrei meira en 5 daga í einu, það er tveggja daga helgarfrí og almennt er 16 tíma hvíld á milli vinnudaga. Vaktavinnufólk hagar gjarnan vinnu sinni þannig að þau vinna langa vinnudaga í lotu til að eiga svo lengra frí á milli vakta. Rannsóknir sýna að því lengur sem vaktavinnufólk vinnur því lengur er það að jafna sig og nær því ekki að njóta sín í löngum fríum. Rannsóknir sýna einnig að langar vaktir ganga nærri heilsu vaktavinnufólks og að öryggisvitund fer dvínandi, sem getur aukið hættu á mistökum og slysum. Í Betri vinnutíma er miðað við að vaktir séu almennt ekki lengri en átta klukkustundir. Jafnframt er miðað við að starfsfólk standi ekki fleiri en þrjár næturvaktir á viku, helst bara tvær. Meirihluti starfsfólks í vaktavinnu hefur almennt kosið að vera í hlutastarfi en valið er einnig mjög kynjað. Stóru kvennastéttirnar hafa að jafnaði kosið að vera í hlutastörfum vegna þess hve þung störfin eru en sömuleiðis vegna krafna um samþættingu vinnu og einkalífs. Aftur á móti hafa karlastéttirnar almennt unnið rúmlega fullt starf. Þannig myndast mikill munur á vinnutíma og þar með launum kvenna og karla sem ýtir undir launamun kynjanna. Meðal markmiða Betri vinnutíma var að vinna gegn þessu og stuðla að aukningu á starfshlutfalli þeirra sem voru í hlutastarfi. Það markmið hefur gengið eftir sem felur í sér að laun stórra kvennastétta hafa hækkað þar sem þær vinna jafn mikið og fyrir kerfisbreytingarnar. Það er í raun ótrúlegt að þessar breytingar hafi ekki átt sér stað mun fyrr út frá augljósum gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og atvinnurekenda, því mun minni kostnaður atvinnurekenda felst í styttri vinnuviku hjá starfsfólki sem vinnur jafn mikið og áður en hækkar starfshlutfall sitt en þeim sem vinna fullt starf. Varðandi upplifun vaktavinnufólks af breytingum verður ekki litið fram hjá því að þegar samið var um styttri vinnuviku höfðu aðhaldsaðgerðir og niðurskurður síðustu áratuga haft verulega skaðleg áhrif á starfsumhverfi vaktavinnufólks og líðan starfi. Afleiðingar þessa eru skortur á starfsfólki, óhóflegt álag og mikil starfsmannavelta. Í ofanálag jókst gífurlega álag á starfsfólk almannaþjónustunnar vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar sem hefur á heimsvísu leitt til krafna um verulegar breytingar á starfsumhverfi og að mörg hafa velt því fyrir sér að finna annað og álagsminna starf. Þetta hefur ótvírætt haft áhrif á upplifun starfsfólks af breytingu á vinnutíma því að breytingin kallaði á aukinn mannskap. Mikið álag á stjórnendum margra starfseininga á innleiðingartímanum veldur því að þeim hefur gengið illa að fóta sig í nýju vaktaumhverfi og ná þeim markmiðum sem voru höfð að leiðarljósi við kerfisbreytinguna, sem eru jafnvægi vinnu og einkalífs, öryggi og heilsa. Þannig er enn þörf á auknum stuðningi við stjórnendur, fræðslu um skipulag vaktavinnu og hvernig megi vinna betur að því að ná fram þessum markmiðum breytinganna. Hins vegar sýnir reynslan að styttri vinnuvika er að ná markmiðum sínum og er í samræmi við áætlaðan kostnað þar sem mönnun er í jafnvægi og stjórnendur hafa þá þekkingu og bjargir sem þarf til að innleiða breytingarnar. Það sýnir að kerfisbreytingin gengur upp á öllum þessum ólíku vinnustöðum ríkis og sveitarfélaga. Í komandi kjarasamningum verður áhersla lögð á að skoða hvað má betur fara til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með Betri vinnutíma. Áherslur BSRB munu snúa að því að standa vörð um þau leiðarljós að öryggi starfsfólks og skjólstæðinga verði aukið, vaktavinna verði eftirsóknarverðari, vinnutími og laun taki mið af vaktabyrði og verðmæti staðins tíma. Auk þess að bæta andlega, líkamlega og félagslega heilsu starfsfólks í vaktavinnu og auka stöðugleika í starfsmannahaldi. Höfundur er 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar stéttarfélags.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar