Birgir Steinn brotinn og frá í nokkrar vikur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2022 11:22 Birgir Steinn Jónsson hefur verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar síðan hann kom til Gróttu 2020. vísir/hulda margrét Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, handarbrotnaði á æfingu liðsins á mánudaginn og verður frá keppni næstu vikurnar. „Ég var bara á æfingu og lenti illa á höndinni með þeim afleiðingum að lítið bein í henni brotnaði. Þetta var bara slys,“ sagði Birgir við Vísi í dag. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið hann missir úr. „Ég verð í gifsi í 3-4 vikur og svo kemur þetta í ljós. Ég hugsa að þetta séu 5-6 vikur en það fer allt eftir því hversu vel gengur.“ Birgir vonast til að ná einhverjum leikjum með Gróttu áður en hið venjubundna stórmótshlé verður gert á Olís-deildinni. En á meðan þurfa Seltirningar að spjara sig án hans og Birgir hefur fulla trú á að það takist. „Við erum með hörku flott lið. Þótt það sé súrt að vera ekki með hef ég fulla trú á þessu liði. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Birgir hefur skorað þrettán mörk í fjórum leikjum í Olís-deildinni í vetur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að Grótta hafi byrjað tímabilið ágætlega er Birgir með báða fætur kyrfilega á jörðinni og tók út úr klisjubankanum, aðspurður um markmið Seltirninga í vetur. „Við erum bara á ákveðinni vegferð. Ég veit þú vilt fá eitthvað en ég ætla bara að nota klisjurnar. Það er bara einn leikur í einu. Mér finnst við vera með það gott lið, jafnvel þótt ég sé ekki með, til að vinna öll lið í deildinni. En við getum líka tapað fyrir öllum liðum á vondum degi,“ sagði Birgir. Hann er á sínu þriðja tímabili hjá Gróttu. Samstarfið hefur verið farsælt fyrir báða aðila og Birgir kveðst ánægður á Nesinu. „Mér líður vel hérna, við fáum topp þjálfun og hérna er gott fólk. Stemmningin er góð og mætingin flott,“ sagði Birgir sem verður í stúkunni í nýja íþróttahúsinu í Úlfarsárdal á föstudaginn þegar Grótta sækir Fram heim. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Olís-deild karla Grótta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
„Ég var bara á æfingu og lenti illa á höndinni með þeim afleiðingum að lítið bein í henni brotnaði. Þetta var bara slys,“ sagði Birgir við Vísi í dag. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið hann missir úr. „Ég verð í gifsi í 3-4 vikur og svo kemur þetta í ljós. Ég hugsa að þetta séu 5-6 vikur en það fer allt eftir því hversu vel gengur.“ Birgir vonast til að ná einhverjum leikjum með Gróttu áður en hið venjubundna stórmótshlé verður gert á Olís-deildinni. En á meðan þurfa Seltirningar að spjara sig án hans og Birgir hefur fulla trú á að það takist. „Við erum með hörku flott lið. Þótt það sé súrt að vera ekki með hef ég fulla trú á þessu liði. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Birgir hefur skorað þrettán mörk í fjórum leikjum í Olís-deildinni í vetur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að Grótta hafi byrjað tímabilið ágætlega er Birgir með báða fætur kyrfilega á jörðinni og tók út úr klisjubankanum, aðspurður um markmið Seltirninga í vetur. „Við erum bara á ákveðinni vegferð. Ég veit þú vilt fá eitthvað en ég ætla bara að nota klisjurnar. Það er bara einn leikur í einu. Mér finnst við vera með það gott lið, jafnvel þótt ég sé ekki með, til að vinna öll lið í deildinni. En við getum líka tapað fyrir öllum liðum á vondum degi,“ sagði Birgir. Hann er á sínu þriðja tímabili hjá Gróttu. Samstarfið hefur verið farsælt fyrir báða aðila og Birgir kveðst ánægður á Nesinu. „Mér líður vel hérna, við fáum topp þjálfun og hérna er gott fólk. Stemmningin er góð og mætingin flott,“ sagði Birgir sem verður í stúkunni í nýja íþróttahúsinu í Úlfarsárdal á föstudaginn þegar Grótta sækir Fram heim. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Olís-deild karla Grótta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira