„Genginn er nú okkar dáðasti darlingur“ Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2022 18:16 Hinn mjög svo vinsæli Svavar Pétur, Prins Póló, hefur yfirgefið sviðið. Hann var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag. vísir/vilhelm Fjöllistamaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, sem betur var þekktur undir listamannsnafninu Prins Póló, var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag. Svavar Pétur var einstaklega vel liðinn maður, vinsæll svo af bar og var kirkjan troðfull eins og vænta mátti. Þar var saman komin heil kynslóð listamanna og skemmtikrafta sem kvaddi einn sinn allra besta mann. En Svavar Pétur var þeirrar náttúru að geta ljúflega sameinað fjölmarga einstaklinga við listsköpun og tónlistarflutning. Vinir Svavars Péturs, þau Valdimar og Sigríður Thorlacius sungu einsöng við athöfnina. Tónlistin í Hallgrímskirkju var einkar falleg í dag þegar vinir og fjölskylda Svavars Péturs komu saman til að kveðja þennan vinsæla mann.vísir/vilhelm „Genginn er nú okkar dáðasti darlingur,“ skrifar Kristján Freyr trymbill með meiru, sem starfaði með Svavari Pétri í fjölmörgum verkefnum, í minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng listmanninn en stór kór samansettur af samstarfsfólki og vinum Svavars Péturs söng við athöfnina.vísir/vilhelm Eins og fram kemur í formála viðtals við Svavar Pétur sem birtist á Vísi fyrir um ári hefur hann, sem skilgreindi sig sjálfur sem hlédrægan „intróvert“, verið einn vinsælasti listamaður landsins um árabil. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og „hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við.“ Harmurinn í Hallgrímskirkju í dag var mikill enda var Svavar Pétur aðeins 45 ára gamall þegar hann andaðist 29. september – fæddur 26. apríl 1977. Hann kveður því á besta aldri. Eiginkona Svavars er Berglind Häsler og börn þeirra eru Hrólfur Steinn og Aldís Rúna en fyrir átti Berglind dótturina Elísu Egilsdóttur. Við jarðarförina var flutt tónlist eftir Svavar Pétur og var til þess tekið hversu fallega var útsett og hversu fallega hljómaði. Útsetningar önnuðust þeir Ingi Garðar Erlendsson, Björn Kristjánsson og Benedikt H. Hermannsson. Einsöngvarar voru þau Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius en lögin fluttu einnig auk hljómsveitar stór kór undir stjórn Björns Thorarensen sem samansettur var af þekktu tónlistarfólki, samstarfsmönnum og vinum Svavars í gegnum tíðina svo sem úr Baggalúti, Rúnk, Amiinu, Múm og Moses Hightower. Þá lék einnig blásturssveit en Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng. Á kistunni var svo stór kóróna, einkennismerki Svavars Péturs sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Kista Svavars Péturs borin úr Hallgrímskirkju.vísir/vilhelm Andlát Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Svavar Pétur er látinn Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri. 29. september 2022 16:06 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29. september 2022 22:32 „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Svavar Pétur var einstaklega vel liðinn maður, vinsæll svo af bar og var kirkjan troðfull eins og vænta mátti. Þar var saman komin heil kynslóð listamanna og skemmtikrafta sem kvaddi einn sinn allra besta mann. En Svavar Pétur var þeirrar náttúru að geta ljúflega sameinað fjölmarga einstaklinga við listsköpun og tónlistarflutning. Vinir Svavars Péturs, þau Valdimar og Sigríður Thorlacius sungu einsöng við athöfnina. Tónlistin í Hallgrímskirkju var einkar falleg í dag þegar vinir og fjölskylda Svavars Péturs komu saman til að kveðja þennan vinsæla mann.vísir/vilhelm „Genginn er nú okkar dáðasti darlingur,“ skrifar Kristján Freyr trymbill með meiru, sem starfaði með Svavari Pétri í fjölmörgum verkefnum, í minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng listmanninn en stór kór samansettur af samstarfsfólki og vinum Svavars Péturs söng við athöfnina.vísir/vilhelm Eins og fram kemur í formála viðtals við Svavar Pétur sem birtist á Vísi fyrir um ári hefur hann, sem skilgreindi sig sjálfur sem hlédrægan „intróvert“, verið einn vinsælasti listamaður landsins um árabil. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og „hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við.“ Harmurinn í Hallgrímskirkju í dag var mikill enda var Svavar Pétur aðeins 45 ára gamall þegar hann andaðist 29. september – fæddur 26. apríl 1977. Hann kveður því á besta aldri. Eiginkona Svavars er Berglind Häsler og börn þeirra eru Hrólfur Steinn og Aldís Rúna en fyrir átti Berglind dótturina Elísu Egilsdóttur. Við jarðarförina var flutt tónlist eftir Svavar Pétur og var til þess tekið hversu fallega var útsett og hversu fallega hljómaði. Útsetningar önnuðust þeir Ingi Garðar Erlendsson, Björn Kristjánsson og Benedikt H. Hermannsson. Einsöngvarar voru þau Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius en lögin fluttu einnig auk hljómsveitar stór kór undir stjórn Björns Thorarensen sem samansettur var af þekktu tónlistarfólki, samstarfsmönnum og vinum Svavars í gegnum tíðina svo sem úr Baggalúti, Rúnk, Amiinu, Múm og Moses Hightower. Þá lék einnig blásturssveit en Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng. Á kistunni var svo stór kóróna, einkennismerki Svavars Péturs sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Kista Svavars Péturs borin úr Hallgrímskirkju.vísir/vilhelm
Andlát Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Svavar Pétur er látinn Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri. 29. september 2022 16:06 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29. september 2022 22:32 „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Svavar Pétur er látinn Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri. 29. september 2022 16:06
„Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31
Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29. september 2022 22:32
„Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58