Sagt var frá málinu í Morgunblaðinu í gær, en bæjarstjórinn Ásdís Kristjánsdóttir segir að íbúar þurfi ekki að óttast að geta ekki losað sorpið eftir lokun stöðvarinnar enda standi til að fjölga grenndarstöðvum í hverfum bæjarins fram til ársins 2024.
Ásdís segir að móttökustöðin við Dalveg hafi um árabil bæði skapað umferðaröngþveiti og slysahættu.
Þar sem bráðabirgðaleyfi hafi fengist á sínum tíma þurfi það ekki að koma forsvarsmönnum Sorpu á óvart að loka eigi stöðinni. Þá sé fyrirvarinn sem bæjaryfirvöld veiti einnig góður.