Darwin Nunez er sá fljótasti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2022 10:00 Liverpool framherjinn Darwin Nunez er eldsnöggur eins og hann sýndi í leiknum á móti West Ham. AP/Jon Super Ef einhver leikmaður Liverpool hefur verið gerður að blórböggli fyrir slaka byrjun liðsins þá er það nýi framherjinn Darwin Nunez. Liverpool borgaði metfé fyrir Úrúgvæmanninn sem fékk það risastóra verkefni að fylla í skarð Sadio Mane. Það er náttúrulega afar erfitt ekki síst þegar þín staða er ekki alveg á sama stað á vellinum. Nunez hefur heldur ekki gert mikið í samanburði við Erling Braut Haaland sem erkifjendurnir í Manchester City keyptu á sama tíma enda hefur Norðmaðurinn raðað inn mörkum. Darwin Nunez is now the FASTEST player to ever play in the Premier League pic.twitter.com/leBa9q0M3u— SPORTbible (@sportbible) October 20, 2022 Hinn 23 ára gamli Nunez er þó samt búinn að skora fimm mörk í tólf leikjum á leiktíðinni og hann tryggði Liverpool liðinu dýrmætan 1-0 sigur á West Ham í vikunni. Hann hefur nú skorað í þremur síðustu byrjunarliðsleikjum sínum í deild og Meistaradeild á móti Arsenal, Rangers og West Ham. Sigurmarkið hans á móti West Ham var það fyrsta sem hann skorað á Anfield sem leikmaður Liverpool. Nunez hefur einnig tekist að setja nýtt hraðamet í ensku úrvalsdeildinni á þessum fyrstu vikum sínum í enska boltanum. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Nunez mældist á 38 kílómetra hraða í leiknum á móti Hammers og bætti þar met Kyle Walker. Walker hafði verið sá fljótasti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann mældist á 37,802 kílómetra hraða í leik með Manchester City árið 2020. Núna er Nunez sá fljótast í sögunni eða frá því að menn fóru að mæla hraða á mönnum á þessari öld. Nunez var sá næstfljótasti í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þegar hann mældist á 36,5 kílómetra hraða í leik með Benfica. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Liverpool borgaði metfé fyrir Úrúgvæmanninn sem fékk það risastóra verkefni að fylla í skarð Sadio Mane. Það er náttúrulega afar erfitt ekki síst þegar þín staða er ekki alveg á sama stað á vellinum. Nunez hefur heldur ekki gert mikið í samanburði við Erling Braut Haaland sem erkifjendurnir í Manchester City keyptu á sama tíma enda hefur Norðmaðurinn raðað inn mörkum. Darwin Nunez is now the FASTEST player to ever play in the Premier League pic.twitter.com/leBa9q0M3u— SPORTbible (@sportbible) October 20, 2022 Hinn 23 ára gamli Nunez er þó samt búinn að skora fimm mörk í tólf leikjum á leiktíðinni og hann tryggði Liverpool liðinu dýrmætan 1-0 sigur á West Ham í vikunni. Hann hefur nú skorað í þremur síðustu byrjunarliðsleikjum sínum í deild og Meistaradeild á móti Arsenal, Rangers og West Ham. Sigurmarkið hans á móti West Ham var það fyrsta sem hann skorað á Anfield sem leikmaður Liverpool. Nunez hefur einnig tekist að setja nýtt hraðamet í ensku úrvalsdeildinni á þessum fyrstu vikum sínum í enska boltanum. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Nunez mældist á 38 kílómetra hraða í leiknum á móti Hammers og bætti þar met Kyle Walker. Walker hafði verið sá fljótasti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann mældist á 37,802 kílómetra hraða í leik með Manchester City árið 2020. Núna er Nunez sá fljótast í sögunni eða frá því að menn fóru að mæla hraða á mönnum á þessari öld. Nunez var sá næstfljótasti í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þegar hann mældist á 36,5 kílómetra hraða í leik með Benfica. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc)
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira