Xavi skilur ekki af hverju Barca fólkið púar á Pique Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2022 13:00 Xavi Hernandez gefur Gerard Pique skilaboð í Evrópuleik þar sem miðvörðurinn bar fyrirliðabandið. Getty/Pedro Salado Þjálfari Barcelona, Xavi Hernandez, er ein mesta goðsögnin í sögu félagsins frá einstökum tímum sínum sem leikmaður liðsins. Hann er gapandi yfir meðferðinni sem önnur goðsögn félagsins er að fá þessa dagana. Barcelona rétti aðeins úr kútnum með 3-0 sigri á Villarreal í spænsku deildinni í gær. Á 78. mínútu leiksins kom hinn 35 ára gamli Gerard Pique inn á sem varamaður fyrir Jules Kounde. Margir stuðningsmenn Barcelona tóku þá upp á því að púa á Pique. Xavi defends Pique after Barça fans whistle him. Says he s been great in the dressing room & attitude exemplary despite falling out of favour https://t.co/2zQmFYU5EM— Samuel Marsden (@samuelmarsden) October 20, 2022 Annar hluti vallarins reyndi að grípa inn og hylla miðvörðinn og fögnuðu þau í hvert skipti sem hann fékk boltann. „Ég bað um samstöðu á undirbúningstímabilinu. Nú er tími til að standa saman og þá er ég að tala um liðið, starfsmennina, stjórnina, stuðningmennina og fjölmiðlana,“ sagði Xavi á blaðamannafundi eftir leikinn. „Hvort sem hann spilar eða ekki þá er það eina sem ég bið Pique um að hann sé fyrirmynd í klefanum. Hann er skínandi fyrirmynd,“ sagði Xavi. „Ég er að tala um þetta því hann á það skilið. Hann hefur aldrei sýnt slæmt hugarfar þegar hann fær ekki að spila. Hann er fyrirmynd sem fyrirliði og stuðningsmennirnir ættu að vita það,“ sagði Xavi. FC Barcelona Most Appearances7 7 8 - Lionel Messi 7 6 7 - Xavi 6 9 0 - Sergio Busquets 6 7 4 - Andrés Iniesta 6 1 2 - Gerard Piqué 5 9 3 - Carles Puyol 5 4 9 - Migueli 5 3 5 - Víctor Valdés pic.twitter.com/PTqchoZIlM— Yanek Stats (@yanekstats) October 18, 2022 Pique hefur verið fastamaður í vörn Barcelona liðsins síðan að hann kom frá Manchester United árið 2008. Hann hefur unnið átta spænska meistaratitla með félaginu og Meistaradeildina þrisvar sinnum. Hann missti sætið sitt í liðinu á þessu tímabili og hefur aðeins byrjað fjóra af fjórtán leikjum í öllum keppnum. Hans mistök leiddu af sér tvö mörk í 3-3 jafntefli á móti Internazionale í Meistaradeildinni en þau úrslit fóru langt með að kosta spænska liðið sæti í sextán liða úrslitunum. „Ég veit það ekki og hef ekki áhuga á því. Hann er frábær fyrirmynd fyrir allan klefann og æfir mjög vel. Það er jákvætt,“ sagði Xavi þegar hann var spurður um það hvort stuðningsmennirnir væru að púa á vegna mistakanna á móti Inter. Spænski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira
Barcelona rétti aðeins úr kútnum með 3-0 sigri á Villarreal í spænsku deildinni í gær. Á 78. mínútu leiksins kom hinn 35 ára gamli Gerard Pique inn á sem varamaður fyrir Jules Kounde. Margir stuðningsmenn Barcelona tóku þá upp á því að púa á Pique. Xavi defends Pique after Barça fans whistle him. Says he s been great in the dressing room & attitude exemplary despite falling out of favour https://t.co/2zQmFYU5EM— Samuel Marsden (@samuelmarsden) October 20, 2022 Annar hluti vallarins reyndi að grípa inn og hylla miðvörðinn og fögnuðu þau í hvert skipti sem hann fékk boltann. „Ég bað um samstöðu á undirbúningstímabilinu. Nú er tími til að standa saman og þá er ég að tala um liðið, starfsmennina, stjórnina, stuðningmennina og fjölmiðlana,“ sagði Xavi á blaðamannafundi eftir leikinn. „Hvort sem hann spilar eða ekki þá er það eina sem ég bið Pique um að hann sé fyrirmynd í klefanum. Hann er skínandi fyrirmynd,“ sagði Xavi. „Ég er að tala um þetta því hann á það skilið. Hann hefur aldrei sýnt slæmt hugarfar þegar hann fær ekki að spila. Hann er fyrirmynd sem fyrirliði og stuðningsmennirnir ættu að vita það,“ sagði Xavi. FC Barcelona Most Appearances7 7 8 - Lionel Messi 7 6 7 - Xavi 6 9 0 - Sergio Busquets 6 7 4 - Andrés Iniesta 6 1 2 - Gerard Piqué 5 9 3 - Carles Puyol 5 4 9 - Migueli 5 3 5 - Víctor Valdés pic.twitter.com/PTqchoZIlM— Yanek Stats (@yanekstats) October 18, 2022 Pique hefur verið fastamaður í vörn Barcelona liðsins síðan að hann kom frá Manchester United árið 2008. Hann hefur unnið átta spænska meistaratitla með félaginu og Meistaradeildina þrisvar sinnum. Hann missti sætið sitt í liðinu á þessu tímabili og hefur aðeins byrjað fjóra af fjórtán leikjum í öllum keppnum. Hans mistök leiddu af sér tvö mörk í 3-3 jafntefli á móti Internazionale í Meistaradeildinni en þau úrslit fóru langt með að kosta spænska liðið sæti í sextán liða úrslitunum. „Ég veit það ekki og hef ekki áhuga á því. Hann er frábær fyrirmynd fyrir allan klefann og æfir mjög vel. Það er jákvætt,“ sagði Xavi þegar hann var spurður um það hvort stuðningsmennirnir væru að púa á vegna mistakanna á móti Inter.
Spænski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira