Eygló vann gull í öllum greinum, snörun, jafnhendingu og samanlögðu.
„Eygló bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur, en sú sem varð í 2. sæti var 12kg undir Eygló í samanlögðum árangri. Þess má geta að Eygló heldur nú öllum íslandsmetum í U20, U23 og Senior í 71 kg og 76 kg flokki kvenna. Einnig heldur hún norðurlandametum U20 í snörun bæði í 71 kg flokki og 76 kg flokki,“ er skrifað í tilkynningu Lyftingasambandi Íslands í kjölfar sigurs Eyglóar.
Brynjar Logi Halldórsson keppti einnig á mótinu en hann tvíbætti Íslandsmetið í snörun. Byrnjar lyfti 132 kg áður en hann lyfti svo 135 kg stuttu síðar. Brynjar bætti einnig eigið Íslandsmet í jafnhendingu þegar hann náði 156 kg.
