„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Snorri Másson skrifar 22. október 2022 14:43 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, segir fundahöld fram undan um framtíðarskipan mála við Kirkjufell. Fjallið er orðið mjög vinsælt á meðal ferðamanna en hættulegt yfirferðar. Þrír hafa látist á fjórum árum við að fara upp fjallið. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. Banaslys sem varð á fjallinu Kirkjufelli í Grundarfirði í vikunni hefur enn á ný vakið umræðu um hættur svæðisins fyrir ferðamenn. Allir sem látist hafa í fjallinu á undanförnum árum hafa verið erlendir ferðamenn. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar segir stöðuna óviðunandi við Kirkjufell, sem hefur á allra síðustu árum orðið gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. „Það er mjög flókið að vera allt í einu með stað þar sem hver maður sér að þetta er orðið virkilega alvarlegt með þriðja dauðsfallinu á aðeins fjórum árum. Þetta er á pari við það sem við höfum verið að fást við og hlusta á í fréttum eins og frá Reynisfjöru. Við verðum einhvern veginn að tækla það með þeim ráðum að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að una við,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. En hvað er til ráða? Það er ekki alfarið í höndum yfirvalda, heldur er landið sem Kirkjufell stendur á í eigu þriggja landeigenda. Bæjarstjórinn segir landeigendur leiða ferlið fram undan en bærinn styðji við þá. „Núna eftir helgina munu landeigendur setjast niður með fulltrúum frá bænum og ferðamálastjóra og fulltrúum úr björgunargeirunum. Fara yfir þessi mál og taka ákvörðun sem verður þá hvort eigi að gera eitthvað strax til skemmri tíma og hver er langtímasýnin um stýringu og viðbrögð,“ segir Björg. Skoðað verður hvort raunhæft sé að loka fjallinu alveg. Ferðamálastjóri hefur sagt að það kunni að vera lausnin ef ekki er hægt að tryggja öryggi fólks í fjallinu að vetri til. Bæjarstjórinn telur þó hæpið að girða allt svæðið af og elta uppi fólk sem gerir tilraunir til að fara upp á fjallið. Annað í stöðunni sé að stýra umferð annað um svæðið, þannig að fólk geti notið fjallsins án þess að þurfa að klífa það við hættulegar aðstæður. Lausnin verði líklega samspil ýmissa þátta. Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Banaslys sem varð á fjallinu Kirkjufelli í Grundarfirði í vikunni hefur enn á ný vakið umræðu um hættur svæðisins fyrir ferðamenn. Allir sem látist hafa í fjallinu á undanförnum árum hafa verið erlendir ferðamenn. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar segir stöðuna óviðunandi við Kirkjufell, sem hefur á allra síðustu árum orðið gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. „Það er mjög flókið að vera allt í einu með stað þar sem hver maður sér að þetta er orðið virkilega alvarlegt með þriðja dauðsfallinu á aðeins fjórum árum. Þetta er á pari við það sem við höfum verið að fást við og hlusta á í fréttum eins og frá Reynisfjöru. Við verðum einhvern veginn að tækla það með þeim ráðum að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að una við,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. En hvað er til ráða? Það er ekki alfarið í höndum yfirvalda, heldur er landið sem Kirkjufell stendur á í eigu þriggja landeigenda. Bæjarstjórinn segir landeigendur leiða ferlið fram undan en bærinn styðji við þá. „Núna eftir helgina munu landeigendur setjast niður með fulltrúum frá bænum og ferðamálastjóra og fulltrúum úr björgunargeirunum. Fara yfir þessi mál og taka ákvörðun sem verður þá hvort eigi að gera eitthvað strax til skemmri tíma og hver er langtímasýnin um stýringu og viðbrögð,“ segir Björg. Skoðað verður hvort raunhæft sé að loka fjallinu alveg. Ferðamálastjóri hefur sagt að það kunni að vera lausnin ef ekki er hægt að tryggja öryggi fólks í fjallinu að vetri til. Bæjarstjórinn telur þó hæpið að girða allt svæðið af og elta uppi fólk sem gerir tilraunir til að fara upp á fjallið. Annað í stöðunni sé að stýra umferð annað um svæðið, þannig að fólk geti notið fjallsins án þess að þurfa að klífa það við hættulegar aðstæður. Lausnin verði líklega samspil ýmissa þátta.
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15