Fótbolti

„Ekki viss um að við höfum gert nóg til að vinna“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Graham Potter er ekki viss um að sýnir menn hefi gert nógu mikið til að vinna í kvöld.
Graham Potter er ekki viss um að sýnir menn hefi gert nógu mikið til að vinna í kvöld. Marc Atkins/Getty Images

Graham Potter, nýráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, var eðlilega svekktur eftir að liðið missti frá sér sigurinn gegn Manchester United í kvöld. Hann segir þó að hans menn hafi líklega ekki gert nógu mikið til að vinna leikinn.

Jorginho kom heimamönnum í Chelsea yfir gegn United með marki af vítapunktinum þegar um þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Gestirnir í United gáfust þó ekki upp og uppskáru jöfnunarmark á fjórðu mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

„Þetta eru vonbrigði af því að við vorum 1-0 yfir undir lokin, en ef við horfum á leikinn í heild þá er stig á lið líklega sanngjarnt og ég er ekki viss um að við höfum gert nóg til að vinna,“ sagði Potter að leikslokum.

„Það var mikil barátta í þessari frammistöðu og við bættum leik okkar mikið eftir fyrsta hálftíman þannig við tökum því sem við getum fengið.“

„Við náðum ekki nógu mikilli stjórn á miðsvæðinu. Strákarnir gáfu allt sem þeir áttu og ég sá miklar bætingar á ýmsum sviðum, en við vorum að mæta mjög góðu liði.“

„Mér fannst leikmennirnir sýna mjög gott hugarfar á vellinum í dag og þeir gáfu allt sem þeir áttu í erfiðum leik í miðri leikjahrinu. Strákarnir skildu allt eftir á vellinum,“ sagði Potter að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×