Fótbolti

Valgeir og félagar stigu stórt skref í átt að titlinum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Valgeir Lunddal Friðriksson.
Valgeir Lunddal Friðriksson. vísir/Getty

Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar í Hacken eru komnir með aðra höndina á sænska meistaratitilinn eftir 2-1 sigur á Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Valgeir lék allan leikinn í hægri bakverðinum hjá Hacken sem komst í 2-0 forystu áður en gestirnir frá Malmö náðu að minnka muninn undir lok leiks.

Sigur Hacken þýðir að liðið hefur nú níu stiga forystu á Djurgarden sem á þrjá leiki eftir.

Djurgarden fær Sundsvall í heimsókn á morgun og geta Valgeir og félagar því orðið meistarar í sófanum heima, takist Djurgarden ekki að innbyrða þrjú stig gegn Sundsvall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×