„Á þessum aldri er erfitt að sjá svona langt í burtu frá sér“ Sindri Már Fannarsson skrifar 23. október 2022 20:15 Ágúst Gylfason. Vísir/Bára Dröfn Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með margt í spilamennsku síns liðs, þrátt fyrir 0-3 tap gegn KA í Bestu deild karla í kvöld. „Við komum verulega sterkir inn í leikinn. Stjórnuðum fyrstu 10-15 mínúturnar og áttum góð upphlaup. Við áttum að skora, að mínu viti, alla vega eitt eða tvö mörk. KA-menn voru þéttir til baka og setja mark á okkur, koma sér í þægilega stöðu. Það er erfitt að sækja á móti KA-liðinu þegar þeir eru komnir yfir.“ „Þeir voru þéttir fyrir og svo gerist hérna moment þar sem við missum mann af velli og við breytum aðeins í hálfleik. Við komum sterkir inn í seinni háfleikinn hjá mér, þéttir og kraftur í okkur aftur, eins og í byrjun fyrri hálfleiks. Svo bara verður þetta erfitt kvöld fyrir okkur og við fengum reyndar mjög gott færi í stöðunni 0-1, í seinni hálfleik. En svo var þetta erfitt kvöld og heilt yfir kannski sanngjarn sigur,“ sagði Ágúst að leik loknum. Daníel Laxdal fékk rautt spjald fyrir að ráðast á Elfar Árna Aðalsteinsson, leikmann KA. Ágúst segist ekki hafa séð atvikið nógu vel. „Þetta er alveg hinu megin í horninu, þetta er soldið langt að sjá. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá er erfitt að sjá svona langt í burtu frá sér. En það var eitthvað uppþot og læti þarna sem að gerðu það að verkum að við fengum rautt spjald og gult held ég líka í kjölfarið en auðvitað hefði ég viljað sjá einhvern KA-mann fara í svörtu bókina líka en ég þarf að skoða þetta betur,“ Aðspurður hafði Ágúst þetta að segja um dómgæslu leiksins. „Kannski ekki alveg sérstaklega góð en svona er þetta bara.“ Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Stjarnan - KA | Geta bæði enn bætt stöðu sína KA vann þægilegan sigur á Stjörnunni í 26.umferð Bestu deildarinnar í fótbolta í dag. 23. október 2022 18:59 Sjáðu slagsmálin í leik Stjörnunnar og KA Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og KA í Bestu deildinni í fótbolta í dag. 23. október 2022 18:42 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
„Við komum verulega sterkir inn í leikinn. Stjórnuðum fyrstu 10-15 mínúturnar og áttum góð upphlaup. Við áttum að skora, að mínu viti, alla vega eitt eða tvö mörk. KA-menn voru þéttir til baka og setja mark á okkur, koma sér í þægilega stöðu. Það er erfitt að sækja á móti KA-liðinu þegar þeir eru komnir yfir.“ „Þeir voru þéttir fyrir og svo gerist hérna moment þar sem við missum mann af velli og við breytum aðeins í hálfleik. Við komum sterkir inn í seinni háfleikinn hjá mér, þéttir og kraftur í okkur aftur, eins og í byrjun fyrri hálfleiks. Svo bara verður þetta erfitt kvöld fyrir okkur og við fengum reyndar mjög gott færi í stöðunni 0-1, í seinni hálfleik. En svo var þetta erfitt kvöld og heilt yfir kannski sanngjarn sigur,“ sagði Ágúst að leik loknum. Daníel Laxdal fékk rautt spjald fyrir að ráðast á Elfar Árna Aðalsteinsson, leikmann KA. Ágúst segist ekki hafa séð atvikið nógu vel. „Þetta er alveg hinu megin í horninu, þetta er soldið langt að sjá. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá er erfitt að sjá svona langt í burtu frá sér. En það var eitthvað uppþot og læti þarna sem að gerðu það að verkum að við fengum rautt spjald og gult held ég líka í kjölfarið en auðvitað hefði ég viljað sjá einhvern KA-mann fara í svörtu bókina líka en ég þarf að skoða þetta betur,“ Aðspurður hafði Ágúst þetta að segja um dómgæslu leiksins. „Kannski ekki alveg sérstaklega góð en svona er þetta bara.“
Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Stjarnan - KA | Geta bæði enn bætt stöðu sína KA vann þægilegan sigur á Stjörnunni í 26.umferð Bestu deildarinnar í fótbolta í dag. 23. október 2022 18:59 Sjáðu slagsmálin í leik Stjörnunnar og KA Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og KA í Bestu deildinni í fótbolta í dag. 23. október 2022 18:42 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Í beinni: Stjarnan - KA | Geta bæði enn bætt stöðu sína KA vann þægilegan sigur á Stjörnunni í 26.umferð Bestu deildarinnar í fótbolta í dag. 23. október 2022 18:59
Sjáðu slagsmálin í leik Stjörnunnar og KA Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og KA í Bestu deildinni í fótbolta í dag. 23. október 2022 18:42