Mundi varla eftir því að hafa skorað síðustu tvö mörkin gegn Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2022 09:01 Ómar Ingi Magnússon nýtti öll sjö vítaköst sín gegn Barcelona. getty/Frederic Scheidemann Það var þreyttur en sæll Ómar Ingi Magnússon sem ræddi við blaðamann Vísis daginn eftir að Magdeburg varði heimsmeistaratitil félagsliða í handbolta með sigri á Barcelona eftir framlengingu, 41-39. Ómar skoraði tólf mörk og var markahæstur á vellinum í úrslitaleiknum í fyrradag. Hann skoraði meðal annars síðustu tvö mörk Magdeburg í leiknum. „Það er fyrst og fremst geggjað að vinna og að verja titilinn finnst mér sterkt. Að vinna Barcelona í úrslitaleiknum tvö ár í röð. Þeir eru með hörkulið og þetta var hörkuleikur. Aðalmálið var að vinna,“ sagði Ómar, nýkominn heim til Þýskalands frá Sádí-Arabíu þar sem HM fór fram. Magdeburg var sterkari aðilinn framan af og komst mest sex mörkum yfir. En Barcelona breytti um vörn í upphafi seinni hálfleiks, komst inn í leikinn og jafnaði. Lokamínúturnar og framlengingin voru svo æsispennandi en þýsku meistararnir höfðu sigur. „Þeir breyttu um vörn og þá þurftum við aðeins að breyta um takt og finna nýjar lausnir. Síðan kom smá þreyta í okkur út af okkar leikstíl. Þetta verður erfiðara og erfiðara þegar líður á leiki og við vorum mestmegnis að spila á sömu mönnunum,“ sagði Ómar sem spilaði 68 mínútur í leiknum í fyrradag. Eina hvíldin sem Selfyssingurinn fékk var þegar hann var rekinn út af í seinni hálfleik. Sem fyrr sagði skoraði Ómar síðustu tvö mörk leiksins. Hann kannaðist þó varla við það þegar það var hermt upp á hann. „Jafnvel, ég man það ekki. Þetta er í svolítilli móðu,“ sagði Ómar. Ómar hefur unnið fjóra titla með Magdeburg.getty/Gregor Fischer Athygli vakti að þegar Magdeburg lenti í vandræðum með framliggjandi vörn Barcelona gerði Bennet Wiegert ekki breytingar á liðsskipan. Ómar og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru inni á allan tímann en Michael Damgaard og Philip Weber skiptu stöðu vinstri skyttu með sér. „Okkur þykir vænt um það. Við Gísli fáum mikið traust og erum mjög frjálsir,“ sagði Ómar. Gísli átti einnig stórleik; skoraði sex mörk og gaf átta stoðsendingar. Ómar lék ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur í undankeppni EM 2024 fyrr í mánuðinum vegna persónulegra ástæðna. Seinna gaf Magdeburg það út að hann hefði gengist undir ítarlega læknisrannsókn. Niðurstöður þeirra voru jákvæðar. Aðspurður vildi Ómar ekki tjá sig um hvað hafi verið að hrjá hann. Hann fer þó fljótlega í fyrirbyggjandi aðgerð en ætti ekki að missa af nema einum leik vegna hennar. „Það var allt í góðu. Ég vil ekki fara út í öll smáatriði en þetta var ekkert alvarlegt.“ Ómar og félagar í Magdeburg urðu þýskir meistarar á síðasta tímabili og taka því þátt í Meistaradeild Evrópu í vetur. „Þetta er frábært tækifæri, að spila fleiri erfiða leiki,“ sagði Ómar. „Við ætlum okkur langt og getum unnið öll lið. En við getum líka tapað fyrir öllum.“ Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Ómar skoraði tólf mörk og var markahæstur á vellinum í úrslitaleiknum í fyrradag. Hann skoraði meðal annars síðustu tvö mörk Magdeburg í leiknum. „Það er fyrst og fremst geggjað að vinna og að verja titilinn finnst mér sterkt. Að vinna Barcelona í úrslitaleiknum tvö ár í röð. Þeir eru með hörkulið og þetta var hörkuleikur. Aðalmálið var að vinna,“ sagði Ómar, nýkominn heim til Þýskalands frá Sádí-Arabíu þar sem HM fór fram. Magdeburg var sterkari aðilinn framan af og komst mest sex mörkum yfir. En Barcelona breytti um vörn í upphafi seinni hálfleiks, komst inn í leikinn og jafnaði. Lokamínúturnar og framlengingin voru svo æsispennandi en þýsku meistararnir höfðu sigur. „Þeir breyttu um vörn og þá þurftum við aðeins að breyta um takt og finna nýjar lausnir. Síðan kom smá þreyta í okkur út af okkar leikstíl. Þetta verður erfiðara og erfiðara þegar líður á leiki og við vorum mestmegnis að spila á sömu mönnunum,“ sagði Ómar sem spilaði 68 mínútur í leiknum í fyrradag. Eina hvíldin sem Selfyssingurinn fékk var þegar hann var rekinn út af í seinni hálfleik. Sem fyrr sagði skoraði Ómar síðustu tvö mörk leiksins. Hann kannaðist þó varla við það þegar það var hermt upp á hann. „Jafnvel, ég man það ekki. Þetta er í svolítilli móðu,“ sagði Ómar. Ómar hefur unnið fjóra titla með Magdeburg.getty/Gregor Fischer Athygli vakti að þegar Magdeburg lenti í vandræðum með framliggjandi vörn Barcelona gerði Bennet Wiegert ekki breytingar á liðsskipan. Ómar og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru inni á allan tímann en Michael Damgaard og Philip Weber skiptu stöðu vinstri skyttu með sér. „Okkur þykir vænt um það. Við Gísli fáum mikið traust og erum mjög frjálsir,“ sagði Ómar. Gísli átti einnig stórleik; skoraði sex mörk og gaf átta stoðsendingar. Ómar lék ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur í undankeppni EM 2024 fyrr í mánuðinum vegna persónulegra ástæðna. Seinna gaf Magdeburg það út að hann hefði gengist undir ítarlega læknisrannsókn. Niðurstöður þeirra voru jákvæðar. Aðspurður vildi Ómar ekki tjá sig um hvað hafi verið að hrjá hann. Hann fer þó fljótlega í fyrirbyggjandi aðgerð en ætti ekki að missa af nema einum leik vegna hennar. „Það var allt í góðu. Ég vil ekki fara út í öll smáatriði en þetta var ekkert alvarlegt.“ Ómar og félagar í Magdeburg urðu þýskir meistarar á síðasta tímabili og taka því þátt í Meistaradeild Evrópu í vetur. „Þetta er frábært tækifæri, að spila fleiri erfiða leiki,“ sagði Ómar. „Við ætlum okkur langt og getum unnið öll lið. En við getum líka tapað fyrir öllum.“
Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti