Iniesta: Oft var besti tími dagsins þegar ég gleypti pillu og lagðist í rúmið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2022 10:30 Andres Iniesta kvaddi spænska landsliðið á HM 2018 eftir að hafa spilað 131 landsleik. EPA-EFE/ARMANDO BABANI Spænska knattspyrnugoðsögnin Andrés Iniesta sagði frá glímu sinni við þunglyndi í hlaðvarpsþættinum „The Wild Project“ og það var frekar sláandi að hlusta á eina af stærstu stjörnum sinnar kynslóðar tala um andlega glímu sína utan vallar. Iniesta er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og með spænska landsliðinu en þessi 38 ára gamli miðjumaður er enn að spila fótbolta í Japan með liði Vissel Kobe. Iniesta var í 22 ár hjá Barcelona og vann 35 titla með félaginu en fór til Japans árið 2018 og hefur nú spilað yfir hundrað leiki fyrir Vissel Kobe. Andrés Iniesta: "When I was struggling with depression, my most enjoyable part of the day was when I took my pill and went to sleep at night. You lose joy from life, from everything. I hugged my wife, but it felt like hugging a pillow. You feel nothing." pic.twitter.com/jT1kdQo4Nq— Football Tweet (@Football__Tweet) October 22, 2022 Í viðtalinu talaði Iniesta um þunglyndi sitt og það oft hafi besti tími dagsins verið þegar hann gleypti pillu og lagðist í rúmið. „Ég fer enn í sálfræðimeðferð til að friða hugann. Ég nýt þess að hlusta á fagfólk tala um andlega heilsu og þunglyndi. Þú segir við sjálfan þig: Þetta er ekki þú, þetta er líkaminn þinn en þú átt ekkert líf, upplifir enga gleði og hefur enga orku,“ sagði Andrés Iniesta. „Þegar ég var að glíma við þunglyndi þá var oft ánægjulegasti tími dagsins þegar ég gleypti pilluna mína og lagðist í rúmið. Þú tapar lífsgleðinni og allri ánægju í þínu lífi. Ég faðmaði konuna mína en mér fannst ég vera að faðma kodda. Þú finnur ekkert,“ sagði Iniesta. Iniesta viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa Barcelona og aðlagast nýjum aðstæðum í Japan. Iniesta, sobre su depresión "No podía estar ni media hora sobre el césped y Guardiola me ayudó"https://t.co/kEcZP0vhH0— Deportes Cuatro (@DeportesCuatro) October 20, 2022 „Þetta er ekki spurning um efnislega hluti. Ég hefði getað átt alla bíla í heimi og allt sem mig langaði í en það væri samt erfitt að eiga við hlutina í daglega lífinu,“ sagði Iniesta. Samningur hans við Vissel Kobe rennur út sumarið 2024. Þá verður hann orðinn fertugur og sér fyrir sér heimkomu til Katalóníu. „Ég vil snúa aftur til Barcelona sem annaðhvort þjálfari eða íþróttastjóri,“ sagði Iniesta. Andrés Iniesta spilaði alls 674 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum frá 2002 til 2018. Hann varð níu sinnum spænskur meistari með félaginu, sex sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Hann vann líka þrjá stóra titla með spænska landsliðinu, tvo Evrópumeistaratitla og svo heimsmeistaratitilinn 2010 þar sem Iniesta skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum. Spænski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Iniesta er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og með spænska landsliðinu en þessi 38 ára gamli miðjumaður er enn að spila fótbolta í Japan með liði Vissel Kobe. Iniesta var í 22 ár hjá Barcelona og vann 35 titla með félaginu en fór til Japans árið 2018 og hefur nú spilað yfir hundrað leiki fyrir Vissel Kobe. Andrés Iniesta: "When I was struggling with depression, my most enjoyable part of the day was when I took my pill and went to sleep at night. You lose joy from life, from everything. I hugged my wife, but it felt like hugging a pillow. You feel nothing." pic.twitter.com/jT1kdQo4Nq— Football Tweet (@Football__Tweet) October 22, 2022 Í viðtalinu talaði Iniesta um þunglyndi sitt og það oft hafi besti tími dagsins verið þegar hann gleypti pillu og lagðist í rúmið. „Ég fer enn í sálfræðimeðferð til að friða hugann. Ég nýt þess að hlusta á fagfólk tala um andlega heilsu og þunglyndi. Þú segir við sjálfan þig: Þetta er ekki þú, þetta er líkaminn þinn en þú átt ekkert líf, upplifir enga gleði og hefur enga orku,“ sagði Andrés Iniesta. „Þegar ég var að glíma við þunglyndi þá var oft ánægjulegasti tími dagsins þegar ég gleypti pilluna mína og lagðist í rúmið. Þú tapar lífsgleðinni og allri ánægju í þínu lífi. Ég faðmaði konuna mína en mér fannst ég vera að faðma kodda. Þú finnur ekkert,“ sagði Iniesta. Iniesta viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa Barcelona og aðlagast nýjum aðstæðum í Japan. Iniesta, sobre su depresión "No podía estar ni media hora sobre el césped y Guardiola me ayudó"https://t.co/kEcZP0vhH0— Deportes Cuatro (@DeportesCuatro) October 20, 2022 „Þetta er ekki spurning um efnislega hluti. Ég hefði getað átt alla bíla í heimi og allt sem mig langaði í en það væri samt erfitt að eiga við hlutina í daglega lífinu,“ sagði Iniesta. Samningur hans við Vissel Kobe rennur út sumarið 2024. Þá verður hann orðinn fertugur og sér fyrir sér heimkomu til Katalóníu. „Ég vil snúa aftur til Barcelona sem annaðhvort þjálfari eða íþróttastjóri,“ sagði Iniesta. Andrés Iniesta spilaði alls 674 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum frá 2002 til 2018. Hann varð níu sinnum spænskur meistari með félaginu, sex sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Hann vann líka þrjá stóra titla með spænska landsliðinu, tvo Evrópumeistaratitla og svo heimsmeistaratitilinn 2010 þar sem Iniesta skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum.
Spænski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira