Dyngjan gefst upp og lokar áfangaheimili sínu Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2022 15:55 Áfangaheimili Dyngjunnar, hið eina sinnar tegundar sem tekur á móti og veitir konum athvarf sem koma úr vímuefnameðferð og eiga hvergi höfði sínu að halla, mun að öllu óbreyttu hætta starfsemi um næstu áramót. Í tilkynningu frá stjórn segir að um afar þungbæra ákvörðun sé að ræða en heimilið hefur verið starfrækt allt frá árinu 1988. Ástæðan er slæm fjárhagsstaða og ekki varð það til að bæta úr skák þegar upp kom grunur um misferli fyrrverandi forstöðukonu heimilisins. Vísir hefur fjallað ítarlega um það mál. „Seint í vor fékk stjórn ábendingar um misræmi í bókhaldi sem brugðist var við snarlega. Við ítarlega skoðun vaknaði grunur um að fjármunum félagsins hafi verið ráðstafað í annað en rekstur heimilisins. Einnig kom í ljós að fjárhagsstaða félagsins var mun alvarlegri en stjórn Dyngjunnar hafði vitneskju um,“ segir í tilkynningunni sem stjórnin sendir frá sér nú. Málaferlin ríða starfseminni á slig Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið sýnd nægileg aðgæsla og aðhald í fjármálum undanfarin árin og fyrrverandi forstöðukona hafi ekki aflað styrkja í eins miklum mæli og æskilegt hefði verið. Eins og Vísir hefur greint frá var ætlunin að sækja forstöðukonuna til saka en hún setti fram gagnkröfur. Málaferlin virðast nú hafa riðið starfseminni endanlega á slig. „Stjórn Dyngjunnar telur að kröfur fyrrverandi forstöðukonu á hendur Dyngjunni og stjórnarformanni hennar séu tilhæfulausar og hefur verið stefnt fyrir dómstóla, þar sem brugðist verður við þeim, auk þess sem málið verður sett í kæruferli hjá lögreglu. Ljóst er að félagið stendur aldrei undir þeim skuldbindingum, félli mál forstöðukonunnar henni í vil.“ Breytt og í raun vonlaus rekstrarstaða Þannig liggja nú fyrir breyttar staða gagnvart viðkvæmum rekstri. Styrktaraðilum hefur fækkað til muna og forsendur fyrir rekstri eins og verið hefur eru brostnar. Stjórnin mun leita allra leiða til að fá aðra aðila að rekstri áfangaheimilisins en að öllu óbreyttu mun því verða lokað um næstu áramót. „Það sem tekur við nú er að tryggja dvalarstað fyrir núverandi skjólstæðinga og verður það gert í samstarfi við Reykjavíkurborg, og fleiri sem að rekstrinum koma. Stjórn Dyngjunnar harmar að þessi staða sé orðin að raunveruleika. Hún vill jafnframt koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem stutt hafa við starfið í gegnum tíðina, sem sjálfboðaliðar, styrktaraðilar eða starfsmenn,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Fjármál heimilisins Félagasamtök Fíkn Dómsmál Tengdar fréttir Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. 7. september 2022 13:05 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Í tilkynningu frá stjórn segir að um afar þungbæra ákvörðun sé að ræða en heimilið hefur verið starfrækt allt frá árinu 1988. Ástæðan er slæm fjárhagsstaða og ekki varð það til að bæta úr skák þegar upp kom grunur um misferli fyrrverandi forstöðukonu heimilisins. Vísir hefur fjallað ítarlega um það mál. „Seint í vor fékk stjórn ábendingar um misræmi í bókhaldi sem brugðist var við snarlega. Við ítarlega skoðun vaknaði grunur um að fjármunum félagsins hafi verið ráðstafað í annað en rekstur heimilisins. Einnig kom í ljós að fjárhagsstaða félagsins var mun alvarlegri en stjórn Dyngjunnar hafði vitneskju um,“ segir í tilkynningunni sem stjórnin sendir frá sér nú. Málaferlin ríða starfseminni á slig Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið sýnd nægileg aðgæsla og aðhald í fjármálum undanfarin árin og fyrrverandi forstöðukona hafi ekki aflað styrkja í eins miklum mæli og æskilegt hefði verið. Eins og Vísir hefur greint frá var ætlunin að sækja forstöðukonuna til saka en hún setti fram gagnkröfur. Málaferlin virðast nú hafa riðið starfseminni endanlega á slig. „Stjórn Dyngjunnar telur að kröfur fyrrverandi forstöðukonu á hendur Dyngjunni og stjórnarformanni hennar séu tilhæfulausar og hefur verið stefnt fyrir dómstóla, þar sem brugðist verður við þeim, auk þess sem málið verður sett í kæruferli hjá lögreglu. Ljóst er að félagið stendur aldrei undir þeim skuldbindingum, félli mál forstöðukonunnar henni í vil.“ Breytt og í raun vonlaus rekstrarstaða Þannig liggja nú fyrir breyttar staða gagnvart viðkvæmum rekstri. Styrktaraðilum hefur fækkað til muna og forsendur fyrir rekstri eins og verið hefur eru brostnar. Stjórnin mun leita allra leiða til að fá aðra aðila að rekstri áfangaheimilisins en að öllu óbreyttu mun því verða lokað um næstu áramót. „Það sem tekur við nú er að tryggja dvalarstað fyrir núverandi skjólstæðinga og verður það gert í samstarfi við Reykjavíkurborg, og fleiri sem að rekstrinum koma. Stjórn Dyngjunnar harmar að þessi staða sé orðin að raunveruleika. Hún vill jafnframt koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem stutt hafa við starfið í gegnum tíðina, sem sjálfboðaliðar, styrktaraðilar eða starfsmenn,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar.
Fjármál heimilisins Félagasamtök Fíkn Dómsmál Tengdar fréttir Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. 7. september 2022 13:05 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. 7. september 2022 13:05