Kæmi Bjarna á óvart ef landsfundur sæi ástæðu til að skipta honum út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2022 09:20 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það kæmi sér á óvart ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins sæi ástæðu til að skipta um forystu flokksins á þessum tímapunkti kjörtímabilsins. Þetta sagði Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun spurður um mögulegt mótframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Guðlaugur, sem gegnir embætti umhverfis-,orku-, og loftslagsmálaráðherra í ríkisstjórninni væri að íhuga framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Kosið verður um forystu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 4. til 6. nóvember næstkomandi. Bjarni sækist þar eftir endurkjöri. Hann var spurður út í mögulegt mótframboð Guðlaugs Þórs í Bítinu í morgun. „Hann hefur nú ekkert gefið það út enn þá,“ svaraði Bjarni. Hann er að skoða það? „Jájá, ég sé fréttir. Það er reyndar þannig hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum að það geta allir verið í framboði. Það eru eiginlega allir í framboði sem að bara að lyfta upp hönd á fundunum,“ sagði Bjarni enn fremur sem bætti við að hann tæki því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera endurkjörinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði þó að það myndi koma sér á óvart ef ákveðið yrði að skipta um forystu flokksins þegar aðeins eitt ár er liðið af núverandi kjörtímabili. „Mér finnst hins vegar núna, við erum að hefja þetta kjörtímabil, það er eitt ár búið og það er mikið eftir. Það kæmi mér á óvart, ég verð nú að segja það bara alveg hreint út, ef að menn sæju ástæðu til þess að fara að skipta um forystu flokksins á þessum tímapunkti. Það eru hlutir sem mér finnst kannski eiga frekar heima þegar menn eru að fara inn í kosningar og menn segja: „Heyrðu, nú vil ég leiða flokkinn í kosningum og ganga til samtals við kjósendur,“ sagði Bjarni. Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Segja Guðlaug Þór velta því fyrir sér að sækjast eftir formannsembættinu Samkvæmt áreiðanlegum heimildum veltir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, því nú fyrir sér að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. 26. október 2022 06:45 Bjarni staðfestir að hann sækist eftir endurkjöri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi hans í nóvember. 4. ágúst 2022 13:51 Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Þetta sagði Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun spurður um mögulegt mótframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Guðlaugur, sem gegnir embætti umhverfis-,orku-, og loftslagsmálaráðherra í ríkisstjórninni væri að íhuga framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Kosið verður um forystu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 4. til 6. nóvember næstkomandi. Bjarni sækist þar eftir endurkjöri. Hann var spurður út í mögulegt mótframboð Guðlaugs Þórs í Bítinu í morgun. „Hann hefur nú ekkert gefið það út enn þá,“ svaraði Bjarni. Hann er að skoða það? „Jájá, ég sé fréttir. Það er reyndar þannig hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum að það geta allir verið í framboði. Það eru eiginlega allir í framboði sem að bara að lyfta upp hönd á fundunum,“ sagði Bjarni enn fremur sem bætti við að hann tæki því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera endurkjörinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði þó að það myndi koma sér á óvart ef ákveðið yrði að skipta um forystu flokksins þegar aðeins eitt ár er liðið af núverandi kjörtímabili. „Mér finnst hins vegar núna, við erum að hefja þetta kjörtímabil, það er eitt ár búið og það er mikið eftir. Það kæmi mér á óvart, ég verð nú að segja það bara alveg hreint út, ef að menn sæju ástæðu til þess að fara að skipta um forystu flokksins á þessum tímapunkti. Það eru hlutir sem mér finnst kannski eiga frekar heima þegar menn eru að fara inn í kosningar og menn segja: „Heyrðu, nú vil ég leiða flokkinn í kosningum og ganga til samtals við kjósendur,“ sagði Bjarni.
Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Segja Guðlaug Þór velta því fyrir sér að sækjast eftir formannsembættinu Samkvæmt áreiðanlegum heimildum veltir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, því nú fyrir sér að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. 26. október 2022 06:45 Bjarni staðfestir að hann sækist eftir endurkjöri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi hans í nóvember. 4. ágúst 2022 13:51 Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Segja Guðlaug Þór velta því fyrir sér að sækjast eftir formannsembættinu Samkvæmt áreiðanlegum heimildum veltir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, því nú fyrir sér að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. 26. október 2022 06:45
Bjarni staðfestir að hann sækist eftir endurkjöri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi hans í nóvember. 4. ágúst 2022 13:51
Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent