Samsung-erfinginn formlega orðinn forstjóri Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2022 07:42 Lee Jae-yong hefur í raun stýrt Samsung frá árinu 2014. EPA Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur formlega skipað Lee Jae-yong, sem hefur áður hlotið dóm fyrir mútur og fjársvik, í embætti forstjóra fyrirtækisins. Lee hefur um árabil verið æðsti stjórnandi fyrirtækisins á bakvið tjöldin. Má segja að skipunin sé táknræn þar sem með því að setjast formlega í stól forstjóra mun hann taka við þeirri stöðu sem bæði faðir hans og afi hafa áður gegnt. Afi Lee, Lee Byung-Chull, stofnaði Samsung í Seúl árið 1969. Samsung er nú stærsti farsímaframleiðandi heims. Lee var dæmdur fyrir mútur og fjársvik árið 2017. Var hann dæmdur til fangelsisvistar í tvígang fyrir að hafa mútað fyrrverandi forsetum landsins. Lee fékk reynslulausn úr fangelsi í ágúst á síðasta ári eftir að hafa afplánað 207 daga í fangelsi. Moon Jae-in, þáverandi forseti, sagði af því tilefni að lausn Lee væri í þágu þjóðarhagsmuna og óskaði hann jafnframt eftir skilningi almennings. Yoon Suk-yeol, núverandi forseti, náðaði svo Lee í ágúst síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá stjórn félagsins, þar sem tilkynnt er um skipun hins 54 ára Lee, er rætt um óvissu á alþjóðlegum mörkuðum og þörfinni fyrir ábyrgð innan fyrirtækisins og stöðugleika. Með skipuninni verður Lee formlega æðsti stjórnandi tæknirisans, en hann hefur í raun gegnt slíkri stöðu síðan 2014 þegar hann tók við af föður sínum Lee Kun-hee þegar sá veiktist. Hann lést árið 2020. Suður-Kórea Samsung Tengdar fréttir Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. 12. ágúst 2022 11:58 Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. 13. ágúst 2021 08:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lee hefur um árabil verið æðsti stjórnandi fyrirtækisins á bakvið tjöldin. Má segja að skipunin sé táknræn þar sem með því að setjast formlega í stól forstjóra mun hann taka við þeirri stöðu sem bæði faðir hans og afi hafa áður gegnt. Afi Lee, Lee Byung-Chull, stofnaði Samsung í Seúl árið 1969. Samsung er nú stærsti farsímaframleiðandi heims. Lee var dæmdur fyrir mútur og fjársvik árið 2017. Var hann dæmdur til fangelsisvistar í tvígang fyrir að hafa mútað fyrrverandi forsetum landsins. Lee fékk reynslulausn úr fangelsi í ágúst á síðasta ári eftir að hafa afplánað 207 daga í fangelsi. Moon Jae-in, þáverandi forseti, sagði af því tilefni að lausn Lee væri í þágu þjóðarhagsmuna og óskaði hann jafnframt eftir skilningi almennings. Yoon Suk-yeol, núverandi forseti, náðaði svo Lee í ágúst síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá stjórn félagsins, þar sem tilkynnt er um skipun hins 54 ára Lee, er rætt um óvissu á alþjóðlegum mörkuðum og þörfinni fyrir ábyrgð innan fyrirtækisins og stöðugleika. Með skipuninni verður Lee formlega æðsti stjórnandi tæknirisans, en hann hefur í raun gegnt slíkri stöðu síðan 2014 þegar hann tók við af föður sínum Lee Kun-hee þegar sá veiktist. Hann lést árið 2020.
Suður-Kórea Samsung Tengdar fréttir Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. 12. ágúst 2022 11:58 Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. 13. ágúst 2021 08:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. 12. ágúst 2022 11:58
Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. 13. ágúst 2021 08:01