„Áunninn athyglisbrestur er ekki til“ Stefán Árni Pálsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 27. október 2022 10:30 Anna Tara hefur rannsakað ADHD meira en flestir hér á landi. Á samfélagsmiðlum á borð við TikTok er að finna fjöldann allan af myndböndum þar sem einkennum ADHD er lýst. Þegar leitað er að myllumerkinu ADHD má sjá að slík myndbönd hafa fengið yfir 16 milljarða áhorfa. Margir samsama sig við slík myndbönd og telja einkennin eiga við um sig. Oft eru talin upp mjög almenn einkenni í myndböndunum sem geta bæði átt við einstaklinga sem eru með ADHD og ekki. Fjallað var um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið en þar var rætt við Svanhildi Hólm Valsdóttur og Önnu Töru. Þegar ADHD ber á góma er oft talað um að flest okkar getum verið gleymin og utan við okkur en er áunninn athyglisbrestur til? „Áunninn athyglisbrestur er ekki til,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. Hún segir einnig að skjánotkun geti ekki valdið athyglisbresti en að einstaklingar með ADHD séu líklegri til að vera með meiri og hraðari skjánotkun til þess að sækja í örvun. Anna Tara segir að vinsæl TikTok myndbönd þar sem einkennum ADHD eru gerð skil geri meira gagn en ógagn og geti hjálpað einstaklingum með ógreint ADHD að átta sig á því hver einkennin eru. „Það á enginn að vera að greina sig sjálfur, þig getur grunað en svo áttu að fara til fagaðila,“ segir hún en bætir þó við að henni þyki fagaðilar hér á landi ekki alltaf hafa nægilega menntun til þess að annast ADHD greiningar. Hún telur aukna umræðu vera af hinu góða en hún segir skilninginn á ADHD ekki nægilegan og að umræðan einkennist af skort á samúð. „Það er alltaf eins og fólk sé að væla yfir engu og fólk skilur ekki hvað ADHD getur verið hamlandi,“ segir hún. Það geti fært fólki aukin lífsgæði að fá meðferð við röskuninni. Mjög dýrt Anna Tara segir að þrátt fyrir aukna vitund um ADHD og aukningu í ADHD greiningum fullorðinna sé þó langt í land. „Heldur betur ef þú vilt hafa minni samfélagslegan kostnað, því það er mjög dýrt að meðhöndla ekki ADHD, og ef þér er annt um vellíðan fólks og börnin þeirra, að þau eigi öll sem best lífsgæði, þá ætti hjálpin að koma strax,“ segir Anna Tara. Hér á landi er ekki til nein tölfræði um hversu margir eru greindir með ADHD heldur einungis tölfræði um það hversu margir taki lyf. Anna Tara gagnrýnir það harðlega að umræðan snúist einungis um lyfjanotkun og kallar eftir tölum um greiningar. „Mér finnst ekki hægt að bera saman lyfjanotkun milli landa ef við erum ekki með tölur um greiningar,“ segir Anna Tara og segir að ef fleiri Íslendingar taki lyf sé það til marks um það að við séum að sinna málaflokknum betur en nágrannalönd okkar. Rætt er við Önnu Töru í innslaginu hér að neðan en viðtalið við hana hefst þegar um sjö mínútur eru liðnar af þættinum. Ísland í dag Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Margir samsama sig við slík myndbönd og telja einkennin eiga við um sig. Oft eru talin upp mjög almenn einkenni í myndböndunum sem geta bæði átt við einstaklinga sem eru með ADHD og ekki. Fjallað var um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið en þar var rætt við Svanhildi Hólm Valsdóttur og Önnu Töru. Þegar ADHD ber á góma er oft talað um að flest okkar getum verið gleymin og utan við okkur en er áunninn athyglisbrestur til? „Áunninn athyglisbrestur er ekki til,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. Hún segir einnig að skjánotkun geti ekki valdið athyglisbresti en að einstaklingar með ADHD séu líklegri til að vera með meiri og hraðari skjánotkun til þess að sækja í örvun. Anna Tara segir að vinsæl TikTok myndbönd þar sem einkennum ADHD eru gerð skil geri meira gagn en ógagn og geti hjálpað einstaklingum með ógreint ADHD að átta sig á því hver einkennin eru. „Það á enginn að vera að greina sig sjálfur, þig getur grunað en svo áttu að fara til fagaðila,“ segir hún en bætir þó við að henni þyki fagaðilar hér á landi ekki alltaf hafa nægilega menntun til þess að annast ADHD greiningar. Hún telur aukna umræðu vera af hinu góða en hún segir skilninginn á ADHD ekki nægilegan og að umræðan einkennist af skort á samúð. „Það er alltaf eins og fólk sé að væla yfir engu og fólk skilur ekki hvað ADHD getur verið hamlandi,“ segir hún. Það geti fært fólki aukin lífsgæði að fá meðferð við röskuninni. Mjög dýrt Anna Tara segir að þrátt fyrir aukna vitund um ADHD og aukningu í ADHD greiningum fullorðinna sé þó langt í land. „Heldur betur ef þú vilt hafa minni samfélagslegan kostnað, því það er mjög dýrt að meðhöndla ekki ADHD, og ef þér er annt um vellíðan fólks og börnin þeirra, að þau eigi öll sem best lífsgæði, þá ætti hjálpin að koma strax,“ segir Anna Tara. Hér á landi er ekki til nein tölfræði um hversu margir eru greindir með ADHD heldur einungis tölfræði um það hversu margir taki lyf. Anna Tara gagnrýnir það harðlega að umræðan snúist einungis um lyfjanotkun og kallar eftir tölum um greiningar. „Mér finnst ekki hægt að bera saman lyfjanotkun milli landa ef við erum ekki með tölur um greiningar,“ segir Anna Tara og segir að ef fleiri Íslendingar taki lyf sé það til marks um það að við séum að sinna málaflokknum betur en nágrannalönd okkar. Rætt er við Önnu Töru í innslaginu hér að neðan en viðtalið við hana hefst þegar um sjö mínútur eru liðnar af þættinum.
Ísland í dag Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið