Í einum hluta bókarinnar er Matthew að lýsa vináttu sinni við River Pheonix sem lést af völdum fíkniefna. „River var fallegur maður, að innan sem utan, of fallegur fyrir þennan heim, kom í ljós. Það virðast alltaf vera virkilega hæfileikaríku strákarnir sem falla frá. Hvers vegna deyja hugsuðir eins og River Phoenix og Heath Ledger, en Keanu Reeves gengur enn á meðal okkar?“ Spurði leikarinn sig í skrifunum.
Nefnir Keanu tvisvar
Hann nefndi Keanu aftur þegar hann rifjaði upp dauða grínistans Chris Farley sem lést einnig eftir of stóran skammt af eiturlyfjum. Hann segir sjúkdóm Chris hafa þróast hraðar en sinn eigin. „Plús það að ég var með heilbrigðan ótta gagnvart orðinu heróín, ótti sem hann var ekki með,“ segir hann. „Ég kýldi gat í vegginn á búningsherbergi Jennifer Aniston þegar ég komst að því. Keanu Reeves gengur á meðal okkar.“
Nú hefur hann beðist afsökunar og segist vera mikill aðdáandi Keanu. „Ég valdi bara eitthvað nafn. Ég biðst afsökunar. Ég hefði átt að nota mitt eigið nafn í staðin,“ sagði Matthew yfirlýsingu til People.
Hér að neðan má sjá brot af því sem hefur birst á Twitter í kjölfar ummælanna.
Imagine kicking off your goodwill tour with Keanu Reeves should be dead.
— Evan Dickson (@EvanDickson) October 26, 2022
The world teaming up to annihilate Matthew Perry in defense of Keanu Reeves pic.twitter.com/GkUcouWT8o
— Sven (@dogemanx) October 26, 2022
personally thrilled that keanu reeves walks among us
— rachel zegler (she/her/hers) (@rachelzegler) October 26, 2022
Come on...
— Lynda Carter (@RealLyndaCarter) October 26, 2022
Keanu Reeves is like one of those frozen cakes. Nobody doesn't like him!