Lewis Hamilton vill semja á ný og vera áfram í „fjölskyldunni sinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2022 10:30 Lewis Hamilton vill halda áfram að keyra fyrir Mercedes. Getty/Peter J Fox Lewis Hamilton hefur átt erfitt tímabil í formúlu eitt en hann er ekkert á því að hætta og svo gott sem staðfesti nýjan samning við Mercedes liðið. Hamilton er sem stendur í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna með 198 stig eða 193 stigum færra en Max Verstappen sem er búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð. Lewis Hamilton has said he hopes to sign a new multi-year contract with Mercedes and continue racing in Formula One into his 40s | #F1. https://t.co/ObDsRxSxGN— News24 Sport (@Sport24news) October 28, 2022 Hamilton hefur ekki náð að vinna kappakstur á þessu tímabili en hann hefur komist sjö sinnum á pall þar af þegar hann varð annar í bandaríska kappakstrinum um síðustu helgi. Það bjuggust sumir við því að Hamilton annað hvort flytti sig yfir í annað lið eða myndi hætta í formúlunni eftir þetta vandræðaár en það er engin uppgjöf í kappanum. „Við munum gera nýjan samning,“ sagði hinn 37 ára gamli Lewis Hamilton við útvalda fjölmiðla eins og motorsport.com og BBC. Hann hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari þar af í fjögur ár í röð frá 2017 til 2020. Seven-time Formula One champion Lewis Hamilton said he will be negotiating a new contract with Mercedes in the near future and he plans to remain with the manufacturer that has stuck with him since his start in the sport. https://t.co/TdQD8R7Xj5— SABC News (@SABCNews) October 28, 2022 „Við munum setjast niður og ræða þetta á næstu mánuðum. Markmið mitt er að halda áfram að keyra fyrir Mercedes. Ég hef verið hjá Mercedes síðan ég var þrettán ára gamall og þetta er fjölskyldan mín,“ sagði Hamilton. Toto Wolff, yfirmaður Mercedes, hefur talað um að liðið ætli að bjóða Hamilton fimm ára samning en það er þó ekki öruggt að hann sjálfur haldi áfram. Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Hamilton er sem stendur í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna með 198 stig eða 193 stigum færra en Max Verstappen sem er búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð. Lewis Hamilton has said he hopes to sign a new multi-year contract with Mercedes and continue racing in Formula One into his 40s | #F1. https://t.co/ObDsRxSxGN— News24 Sport (@Sport24news) October 28, 2022 Hamilton hefur ekki náð að vinna kappakstur á þessu tímabili en hann hefur komist sjö sinnum á pall þar af þegar hann varð annar í bandaríska kappakstrinum um síðustu helgi. Það bjuggust sumir við því að Hamilton annað hvort flytti sig yfir í annað lið eða myndi hætta í formúlunni eftir þetta vandræðaár en það er engin uppgjöf í kappanum. „Við munum gera nýjan samning,“ sagði hinn 37 ára gamli Lewis Hamilton við útvalda fjölmiðla eins og motorsport.com og BBC. Hann hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari þar af í fjögur ár í röð frá 2017 til 2020. Seven-time Formula One champion Lewis Hamilton said he will be negotiating a new contract with Mercedes in the near future and he plans to remain with the manufacturer that has stuck with him since his start in the sport. https://t.co/TdQD8R7Xj5— SABC News (@SABCNews) October 28, 2022 „Við munum setjast niður og ræða þetta á næstu mánuðum. Markmið mitt er að halda áfram að keyra fyrir Mercedes. Ég hef verið hjá Mercedes síðan ég var þrettán ára gamall og þetta er fjölskyldan mín,“ sagði Hamilton. Toto Wolff, yfirmaður Mercedes, hefur talað um að liðið ætli að bjóða Hamilton fimm ára samning en það er þó ekki öruggt að hann sjálfur haldi áfram.
Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira