Umframeyðslan kostar Red Bull einn milljarð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2022 21:00 Christian Horner og Max Verstappen þurfa að finna leiðir til að vinna þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Mark Thompson/Getty Images Red Bull liðið í Formúlu 1 hefur verið sektað um sjö milljónir Bandaríkjadala, rétt rúman einn milljarð króna, fyrir að eyða umfram leyfilegt fjármagn á seinasta tímabili. Þá þarf liðið einnig að taka á sig niðurskurð í rannsóknum á loftmótstöðu bílsins um tíu prósent fyrir brotin. Alþjóða akstursíþróttasambandið FIA gaf það út á dögunum að Red Bull hafi eytt rúmlega 310 milljónum íslenskra króna umfram leyfilegt fjármagn tímabilið 2021 þegar Max Verstappen vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Fjárhagsrefsingin mun þó ekki hafa áhrif á leyfilegt fjármagn liðsins á næsta tímabili þegar liðið má mest eyða 135 milljónum dollara, eða rúmlega 22 og hálfum milljarði króna, heldur er refsingin einfaldlega sekt. Rannsóknarniðurskurðurinn þýðir að liðið þarf að stytta tímann sem það eyðir í vindgöngum eða öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins. BREAKING: Red Bull Racing issued with financial and sporting sanctions for breaching the 2021 budget cap pic.twitter.com/gqtGrRiWwB— Formula 1 (@F1) October 28, 2022 „Við þurfum að taka á okkur stóra refsingu. Sjö milljónir dollara er risaupphæð og það sem verra er, er tíminn sem við töpum í vingöngunum og öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins,“ sagði liðstjóri Red Bull, Christian Horner. „Þetta er stór refsing sem getur þýtt á milli 0,25 og 0,5 tapaðar sekúndur á hring. Þetta verður í gildi frá því núna og út næstu tólf mánuði og mun hafa áhrif á þróun bílsins okkar fyrir tímabilið 2023.“ Akstursíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Alþjóða akstursíþróttasambandið FIA gaf það út á dögunum að Red Bull hafi eytt rúmlega 310 milljónum íslenskra króna umfram leyfilegt fjármagn tímabilið 2021 þegar Max Verstappen vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Fjárhagsrefsingin mun þó ekki hafa áhrif á leyfilegt fjármagn liðsins á næsta tímabili þegar liðið má mest eyða 135 milljónum dollara, eða rúmlega 22 og hálfum milljarði króna, heldur er refsingin einfaldlega sekt. Rannsóknarniðurskurðurinn þýðir að liðið þarf að stytta tímann sem það eyðir í vindgöngum eða öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins. BREAKING: Red Bull Racing issued with financial and sporting sanctions for breaching the 2021 budget cap pic.twitter.com/gqtGrRiWwB— Formula 1 (@F1) October 28, 2022 „Við þurfum að taka á okkur stóra refsingu. Sjö milljónir dollara er risaupphæð og það sem verra er, er tíminn sem við töpum í vingöngunum og öðrum rannsóknum á loftmótstöðu bílsins,“ sagði liðstjóri Red Bull, Christian Horner. „Þetta er stór refsing sem getur þýtt á milli 0,25 og 0,5 tapaðar sekúndur á hring. Þetta verður í gildi frá því núna og út næstu tólf mánuði og mun hafa áhrif á þróun bílsins okkar fyrir tímabilið 2023.“
Akstursíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira