Kvartar ekki undan því að stelpurnar séu miklu fleiri í hestafræði á Hólum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2022 07:57 Guðmar Frey Magnússon, nemandi í hestafræðinni á Hólum, er frá Íbishóli í Skagafirði. Sigurjón Ólason „Já, rektorinn er bóndinn á Hólum. Hann þarf að sjá til þess að það verði borið hér á tún, að það verði heyjað og hrossin rekin í afrétt, og náð í þau og réttað, og allt þetta sem þarf að gera,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Hóla í Hjaltadal kynnumst við hestafræðideild háskólans. Við hesthúsið hittum við nemendahóp. Reiðkennararnir Klara Sveinbjörnsdóttir og Ingunn Ingólfsdóttir eru að fara í reiðtúr með fyrsta árs nema. Þar vekur það athygli okkar að við sjáum bara stelpur. Þær Klara Sveinbjörnsdóttir og Ingunn Ingólfsdóttir eru reiðkennarar á Hólum.Sigurjón Ólason „Já. Við bara köllum á íslenska og útlenda stráka að koma og vera með okkur og sækja um í skólann,“ svara þær. -Er þá reiðmennskan að verða svona uppáhald stúlkna en strákar kannski telja sig ekki þurfa að fá kennsluna, eða hvað? „Já, ég veit ekki hvort þetta eru líka inntökuskilyrðin í skólann sem eru aðeins að aftra því að strákarnir komi með,“ svarar Klara. -Þeir standast bara ekki kröfurnar? „Það er spurningin,“ svarar Ingunn. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr. Í hópnum sjáum við bara stelpur.Sigurjón Ólason Í hesthúsinu sjáum við reyndar stráka, þeirra á meðal Guðmar Frey Magnússon frá Íbishóli í Skagafirði. Við höfum orð á því við hann að okkur finnist vera miklu fleiri stelpur í hestanáminu á Hólum. „Það er bara meira fyrir okkur,“ svarar Guðmar og glottir. Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum: Hér má sjá kafla þar sem fjallað er um Hóladómkirkju og merkustu gripi hennar: Þátturinn um Hóla verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 15:55. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2 +. Næsti þáttur Um land allt fjallar um Fljótin í Skagafirði og er hann á dagskrá á mánudagskvöld klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu: Um land allt Hestar Skagafjörður Háskólar Landbúnaður Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Hóladómkirkja talin geyma eldri gripi en áður var álitið Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni. 27. október 2022 21:41 Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31 Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Hóla í Hjaltadal kynnumst við hestafræðideild háskólans. Við hesthúsið hittum við nemendahóp. Reiðkennararnir Klara Sveinbjörnsdóttir og Ingunn Ingólfsdóttir eru að fara í reiðtúr með fyrsta árs nema. Þar vekur það athygli okkar að við sjáum bara stelpur. Þær Klara Sveinbjörnsdóttir og Ingunn Ingólfsdóttir eru reiðkennarar á Hólum.Sigurjón Ólason „Já. Við bara köllum á íslenska og útlenda stráka að koma og vera með okkur og sækja um í skólann,“ svara þær. -Er þá reiðmennskan að verða svona uppáhald stúlkna en strákar kannski telja sig ekki þurfa að fá kennsluna, eða hvað? „Já, ég veit ekki hvort þetta eru líka inntökuskilyrðin í skólann sem eru aðeins að aftra því að strákarnir komi með,“ svarar Klara. -Þeir standast bara ekki kröfurnar? „Það er spurningin,“ svarar Ingunn. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr. Í hópnum sjáum við bara stelpur.Sigurjón Ólason Í hesthúsinu sjáum við reyndar stráka, þeirra á meðal Guðmar Frey Magnússon frá Íbishóli í Skagafirði. Við höfum orð á því við hann að okkur finnist vera miklu fleiri stelpur í hestanáminu á Hólum. „Það er bara meira fyrir okkur,“ svarar Guðmar og glottir. Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum: Hér má sjá kafla þar sem fjallað er um Hóladómkirkju og merkustu gripi hennar: Þátturinn um Hóla verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 15:55. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2 +. Næsti þáttur Um land allt fjallar um Fljótin í Skagafirði og er hann á dagskrá á mánudagskvöld klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu:
Um land allt Hestar Skagafjörður Háskólar Landbúnaður Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Hóladómkirkja talin geyma eldri gripi en áður var álitið Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni. 27. október 2022 21:41 Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31 Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Hóladómkirkja talin geyma eldri gripi en áður var álitið Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni. 27. október 2022 21:41
Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31
Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11