Samfylkingin skuldi þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 30. október 2022 18:07 Helga Vala segir Samfylkinguna skulda þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Stöð 2 Formaður þingflokks Samfylkingarinnar útilokar ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn á komandi árum. Gefa þurfi Sjálfstæðisflokknum frí. Samfylkingin sé hins vegar fjöldahreyfing og þetta aðeins hennar skoðun. Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans í velferðamálum harkalega á landsfundi flokksins í gær. Þar benti hún á að hátt í 50 milljarðar króna hafi árlega verið teknir út úr ríkissjóði á kostnað velferðarkerfisins með almennum skattabreytingum. Fram kom að seta Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn síðustu tíu ár hafi haft alvarlegar afleiðingar sem komi æ betur í ljós. Kristrún gaf fréttastofu Stöðvar 2 þó ekki skýr svör í gær eftir ræðuna um hvort hún væri með þessu að útiloka alfarið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Það er langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf að ræða inn í flokknum og í stjórn flokksins. En það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur fyrir í þessum efnum,“ segir Kristrún. Nánast algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins í gær þar sem nýtt fólk kom inn í stöður ritara, gjaldkera, formanns framkvæmdastjórnar, varaformanns og formanns. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður er sú eina sem er enn í forystusveit flokksins. Hún segist hafa afdráttarlausa skoðun í þessu máli. „Við skuldum þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Ég held að það væri mjög gott fyrir allt samfélagið, fyrir alla innviði okkar, fyrir kerfið okkar. Við sjáum auðvitað ástandið á innviðum landsins að sveltistefna Sjálfstæðisflokksins og fylgiflokka hans er að bitna mjög harkalega á almenningi sem að fá ekki læknistíma, ekki heilbrigðisþjónustu. Vegirnir, velferðarkerfið, menntakerfið ég meina það er alveg sama hvar við horfum á,“ segir Helga Vala. Hún segir það vera sína skoðun en hún sé ekki vera ein í Samfylkingunni, flokkurinn sé fjöldahreyfing. Helga Vala gaf kost á sér í embætti varaformanns fyrir tveimur árum á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur sitjandi formanni sem hafði betur. Hún segist ekki hafa íhugað nú að bjóða sig aftur fram. „Mér fannst bara það ekki vera „mómentið“ mér fannst tíminn svolítið vera þarna á þessum tíma og vildi bara bjóða upp á mína krafta. Ég er rosa lítil svona orðukelling, ég sækist lítið eftir embættum,“ segir Helga Vala. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans í velferðamálum harkalega á landsfundi flokksins í gær. Þar benti hún á að hátt í 50 milljarðar króna hafi árlega verið teknir út úr ríkissjóði á kostnað velferðarkerfisins með almennum skattabreytingum. Fram kom að seta Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn síðustu tíu ár hafi haft alvarlegar afleiðingar sem komi æ betur í ljós. Kristrún gaf fréttastofu Stöðvar 2 þó ekki skýr svör í gær eftir ræðuna um hvort hún væri með þessu að útiloka alfarið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Það er langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf að ræða inn í flokknum og í stjórn flokksins. En það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur fyrir í þessum efnum,“ segir Kristrún. Nánast algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins í gær þar sem nýtt fólk kom inn í stöður ritara, gjaldkera, formanns framkvæmdastjórnar, varaformanns og formanns. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður er sú eina sem er enn í forystusveit flokksins. Hún segist hafa afdráttarlausa skoðun í þessu máli. „Við skuldum þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Ég held að það væri mjög gott fyrir allt samfélagið, fyrir alla innviði okkar, fyrir kerfið okkar. Við sjáum auðvitað ástandið á innviðum landsins að sveltistefna Sjálfstæðisflokksins og fylgiflokka hans er að bitna mjög harkalega á almenningi sem að fá ekki læknistíma, ekki heilbrigðisþjónustu. Vegirnir, velferðarkerfið, menntakerfið ég meina það er alveg sama hvar við horfum á,“ segir Helga Vala. Hún segir það vera sína skoðun en hún sé ekki vera ein í Samfylkingunni, flokkurinn sé fjöldahreyfing. Helga Vala gaf kost á sér í embætti varaformanns fyrir tveimur árum á móti Heiðu Björgu Hilmisdóttur sitjandi formanni sem hafði betur. Hún segist ekki hafa íhugað nú að bjóða sig aftur fram. „Mér fannst bara það ekki vera „mómentið“ mér fannst tíminn svolítið vera þarna á þessum tíma og vildi bara bjóða upp á mína krafta. Ég er rosa lítil svona orðukelling, ég sækist lítið eftir embættum,“ segir Helga Vala.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira