Formúla 1

Ver­stappen setti met í Mexíkó

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Max Verstappen er óstöðvandi.
Max Verstappen er óstöðvandi. Clive Mason/Getty Images

Max Verstappen setti í kvöld met í Formúlu 1 þegar hann vann sinn fjórtánda sigur á tímabilinu. Aldrei hefur ökumaður unnið jafn margar keppnir á einu og sama tímabilinu.

Heimsmeistarinn Verstappen hefur verið hreint út sagt magnaður á leiktíðinni og í raun má segja að löngu sé vitað að hann muni verja titilinn. 

Hann hélt góðu gengi sínu áfram í kvöld og kom fyrstur í mark þrátt fyrir að Lewis Hamilton hafi um stund sett pressu á Hollendinginn. Þá var Sergio Pérez, samherji Verstappen hjá Red Bull, í þriðja sæti.

Verstappen er sem fyrr langefstur í keppni ökumanna en Pérez stökk upp fyrir Charles Leclerc með frammistöðu sinni í kvöld og er nú í öðru sæti. Red Bull er að sama skapi langefst í keppni framleiðanda en Ferrari kemur þar á eftir og svo Mercedes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×