Velta fyrir sér hvort Guardiola ætli að gera Arteta einn greiða í vibót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2022 17:02 Mikel Arteta og Pep Guardiola unnu lengi saman hjá Manchester City en keppa núna um enska meistaratitilinn með liðum sínum. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester City og Arsenal sátu bæði í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en Arsenal liðið endurheimti toppsætið með 5-0 sigri á Nottingham Forest í gær. Arsenal liðið hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu á þessu tímabili og hefur unnið tíu af tólf leikjum og aðeins tapað einu sinni. Fyrir vikið er liðið með tveimur stigum meira en Englandsmeistarar City. Mikel Arteta var aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City áður en hann tók við liði Arsenal. Hann þekkti liðsmenn City því mjög vel og hefur þegar fengið tvær frábærar sendingar frá City. View this post on Instagram A post shared by FootballTransfers.com (@transfer_centre) Það má segja að Guardiola hafi gert lærlingi sínum tvo greiða í sumar þegar Arsenal fékk bæði Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko. Báðir hafa bætt miklu við Arsenal liðið þótt Zinchenko sé meiddur þessa dagana. Arsenal borgaði reyndar 77 milljónir punda fyrir leikmennina en þeir hafa styrkt liðið mikið. Nú eru vangaveltur uppi um það í erlendum miðlum hvort að Guardiola gæti gert Arteta enn einn „greiðann“. Margir hafa bent á það að Arsenal liðið er allt annað lið þegar þeir eru með Thomas Partey inn á miðjunni eða þegar Partey er ekki með. Partey hefur meiðst reglulega og Arsenal þarf tilfinnanlega meiri breidd inn á miðjunni ætli liðið að ná að koma sér í gegnum þá leiki sem Thomas Partey er frá. Ilkay Gundogan, miðjumaður Manchester City, er að renna út á samning í sumar. City hefur ekki enn framlengt samning hans og Gundogan má fara að ræða við önnur félög í janúar. Það er því sérfræðingar sem hafa nefnt Gundogan sem mjög góðan kost fyrir Arsenal þótt að vitað sé líka af áhuga á honum heima í Þýskalandi. Gundogan er mjög fjölhæfur miðjumaður og getur því spilað djúpt á miðjunni en einnig getur hann leysta af menn eins og Martin Odegaard eða Emile Smith Rowe. Gundogan er reynslumikill og hefur sýnt leiðtogahæfileika sína hjá City liðinu undanfarin ár. Arsenal var kannski ekki líklegt til að keppa um titilinn við City þegar Gabriel Jesus og Zinchenko komu í sumar og því gæti meiri ógn af Arsenal mönnum minnkað líkurnar á að City leyfi Gundogan að fara þangað. Það breytir ekki því að menn þykir hann frábær kostur fyrir Arsenal liðið. Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Arsenal liðið hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu á þessu tímabili og hefur unnið tíu af tólf leikjum og aðeins tapað einu sinni. Fyrir vikið er liðið með tveimur stigum meira en Englandsmeistarar City. Mikel Arteta var aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City áður en hann tók við liði Arsenal. Hann þekkti liðsmenn City því mjög vel og hefur þegar fengið tvær frábærar sendingar frá City. View this post on Instagram A post shared by FootballTransfers.com (@transfer_centre) Það má segja að Guardiola hafi gert lærlingi sínum tvo greiða í sumar þegar Arsenal fékk bæði Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko. Báðir hafa bætt miklu við Arsenal liðið þótt Zinchenko sé meiddur þessa dagana. Arsenal borgaði reyndar 77 milljónir punda fyrir leikmennina en þeir hafa styrkt liðið mikið. Nú eru vangaveltur uppi um það í erlendum miðlum hvort að Guardiola gæti gert Arteta enn einn „greiðann“. Margir hafa bent á það að Arsenal liðið er allt annað lið þegar þeir eru með Thomas Partey inn á miðjunni eða þegar Partey er ekki með. Partey hefur meiðst reglulega og Arsenal þarf tilfinnanlega meiri breidd inn á miðjunni ætli liðið að ná að koma sér í gegnum þá leiki sem Thomas Partey er frá. Ilkay Gundogan, miðjumaður Manchester City, er að renna út á samning í sumar. City hefur ekki enn framlengt samning hans og Gundogan má fara að ræða við önnur félög í janúar. Það er því sérfræðingar sem hafa nefnt Gundogan sem mjög góðan kost fyrir Arsenal þótt að vitað sé líka af áhuga á honum heima í Þýskalandi. Gundogan er mjög fjölhæfur miðjumaður og getur því spilað djúpt á miðjunni en einnig getur hann leysta af menn eins og Martin Odegaard eða Emile Smith Rowe. Gundogan er reynslumikill og hefur sýnt leiðtogahæfileika sína hjá City liðinu undanfarin ár. Arsenal var kannski ekki líklegt til að keppa um titilinn við City þegar Gabriel Jesus og Zinchenko komu í sumar og því gæti meiri ógn af Arsenal mönnum minnkað líkurnar á að City leyfi Gundogan að fara þangað. Það breytir ekki því að menn þykir hann frábær kostur fyrir Arsenal liðið.
Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira