Vinkona Önnu Frank er látin Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2022 12:59 Hannah Pick-Goslar fluttist til Ísraels árið 1947 og starfaði sem hjúkrunarfræðingur. Anne Frank House Hin þýska Hannah Pick-Goslar, sem var ein af bestu vinkonum Önnu Frank, er látin, 93 ára að aldri. Safnið Anne Frank House í Amsterdam greinir frá andlátinu og segir að hún hafi andast um liðna helgi, „Hannah Pick-Goslar hafði mikla þyðingu fyrir Anne Frank House. Við gátum ætíð hringt í hana,“ segir í yfirlýsingu safnsins að sögn ABC News. Pick Goslar var vinkona gyðingsins og táningsstúlkunnar Anne Frank sem lést í útrýmingarbúðum nasista þegar hún var sextán ára gömul. Hún kom við sögu í bókinni Dagbók Önnu Frank, undir nafninu Hanneli. Þær Anna og Hannah kynntust þegar þær urðu nágrannar í Amsterdam eftir að fjölskyldur þeirra flúðu frá Þýskalandi til Hollands. Flúðu þau eftir að Adolf Hitler komst til valda í Þýskalandi og gyðingar sættu ofsóknum. Anne Frank House segir að Pick Goslar hafi átt ríkan þátt í að halda minningu Önnu Frank á lofti, en hún skrifaði meðal annars bók til heiðurs vinkonu sinni, Memories of Anne Frank; Reflections of a Childhood Friend. Anne Frank var og fjölskylda hennar földu sig frá nasistum í leyniherbergi í Amsterdam frá 1942 til 1944 þegar upp komst um þau. Voru þau handtekin af fulltrúum leynilögreglu nasista og flutt í útrýmingarbúðir. Í frétt ABC segir að Hannah Pick-Goslar hafi síðast séð Önnu Frank í febrúar 1945. Anne Frank og systir hennar Margot létust að öllum líkindum af völdum taugaveiki í útrýmingarbúðunum Bergen-Belsen mánuði síðar. Pick-Goslar fluttist til Ísraels árið 1947 og starfaði síðar sem hjúkrunarfræðingur. Andlát Ísrael Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Safnið Anne Frank House í Amsterdam greinir frá andlátinu og segir að hún hafi andast um liðna helgi, „Hannah Pick-Goslar hafði mikla þyðingu fyrir Anne Frank House. Við gátum ætíð hringt í hana,“ segir í yfirlýsingu safnsins að sögn ABC News. Pick Goslar var vinkona gyðingsins og táningsstúlkunnar Anne Frank sem lést í útrýmingarbúðum nasista þegar hún var sextán ára gömul. Hún kom við sögu í bókinni Dagbók Önnu Frank, undir nafninu Hanneli. Þær Anna og Hannah kynntust þegar þær urðu nágrannar í Amsterdam eftir að fjölskyldur þeirra flúðu frá Þýskalandi til Hollands. Flúðu þau eftir að Adolf Hitler komst til valda í Þýskalandi og gyðingar sættu ofsóknum. Anne Frank House segir að Pick Goslar hafi átt ríkan þátt í að halda minningu Önnu Frank á lofti, en hún skrifaði meðal annars bók til heiðurs vinkonu sinni, Memories of Anne Frank; Reflections of a Childhood Friend. Anne Frank var og fjölskylda hennar földu sig frá nasistum í leyniherbergi í Amsterdam frá 1942 til 1944 þegar upp komst um þau. Voru þau handtekin af fulltrúum leynilögreglu nasista og flutt í útrýmingarbúðir. Í frétt ABC segir að Hannah Pick-Goslar hafi síðast séð Önnu Frank í febrúar 1945. Anne Frank og systir hennar Margot létust að öllum líkindum af völdum taugaveiki í útrýmingarbúðunum Bergen-Belsen mánuði síðar. Pick-Goslar fluttist til Ísraels árið 1947 og starfaði síðar sem hjúkrunarfræðingur.
Andlát Ísrael Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira