„Lítill naglbítur á leiðinni í mars,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá parinu á Instagram.
Þau þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en þau eru betur þekkt undir listamannsnöfnunum Saga Sig og Villi naglbítur.
Parið byrjaði saman árið 2019 og eiga nú von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Vilhelm Anton tvo drengi.