Fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað rökleysa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2022 17:47 Starfsfólkið sem um ræðir vann aðeins á veitingastaðnum Flame, samkvæmt lögmanni veitingastaðanna tveggja. Myndin er úr safni. Getty Images Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn. Fjallað var ítarlega um málið á Vísi í ágúst síðastliðnum. Starfsmennirnir þrír sem um ræðir eru allir af erlendum uppruna og voru sagðir hafa fengið lágmarkslaun fyrir allt að sextán klukkustunda vinnudag. Þeir hafi jafnframt búið í íbúð í eigu vinnuveitenda. Málið var í kjölfarið tilkynnt til lögreglu, að því er Benóný Harðarson forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna í samtali við fréttastofu í águst. Þá krafði Matvís veitingastaðinn Flame um þrettán milljónir í ógreidd laun fyrir hönd starfsmannanna í september. Veitingastaðnum Flame var lokað í kjölfar umfjöllunar, hinn 19. ágúst síðastliðinn, og hefur ekki opnað aftur. Eigendur segja Matvís hafa „tekið kokkana í burtu svo eigendur staðarins gætu ekki annað gert en lokað.“ Eigandi veitingastaðanna tjáði sig einnig um málið og sagði ásakanirnar „kolvitlausar.“ Öll laun væru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningum. Hann sagði enn fremur að fyrirtækið greiddi há laun, á bilinu sjö til átta hundruð þúsund krónur á mánuði. Nú hefur borist formleg yfirlýsing frá eigendum veitingastaðanna. Í yfirlýsingunni segir að undirbúningur að stefnu á hendur Matvís sé hafinn. Almennu verklagi hafi ekki verið fylgt við meðferð máls Flame, þar sem ítrekað hafi verið farið fram í fjölmiðlum með yfirlýsingum sem, samkvæmt yfirlýsingunni, eiga ekki að hafa verið réttar. „Okkur langar að biðja fyrrum starfsfólk Flame innilegrar afsökunar á því að laun þeirra hafi ekki verið rétt reiknuð, það var ekki ætlunin. Við berum virðingu fyrir þeim og höfðum engan hug á að hlunnfara þau. Það er miður að þetta mál hafi bitnað á þeim. Starfsfólkið fékk greitt í samræmi við umsamin mánaðarlaun, hafði afnot af húnsæði, rafmagni, hita, interneti o.fl. Mánaðarlaunin voru og eru í samræmi við kjarasamning Matvís og Samtaka atvinnulífsins,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Kolrangt að starfsfólk hafi unnið sextán tíma vinnudag Fram kemur að starfsfólkið hafi aldrei unnið tíu til sextán tíma vinnudag, sex daga vikunnar, og forsvarsmenn veitingastaðanna segjast ekki átta sig á því hvers vegna Matvís hafi haldið því fram í fjölmiðlum. Hið rétta sé að starfsmenn hafi unnið á bilinu átta til níu tíma, fimm til sex daga vikunnar, með einstaka undantekningum. „Við áttum okkur ekki á því af hverju Matvís kaus að fjalla um mál okkar í fjölmiðlum strax frá því málið kom upp og nær daglega á tímabili með röngum staðhæfingum og röngum fullyrðingum og gífuryrðum. Verklag Matvís og annarra stéttafélaga er á þá leið að ef grunur vaknar um rangar launagreiðslur að þá er haft samband við vinnuveitanda og honum gefinn kostur á að koma með sín sjónarmið og eftir atvikum leiðrétta misfellur í launaútreikningum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Verklaginu hafi Matvís ekki fylgt. Ásakanirnar lagt reksturinn í rúst Forsvarsmenn veitingastaðanna segja að þeir hafi fengið vitneskju um að laun hafi misreiknast og launaútreikningur borist frá Matvís í kjölfarið. Útreikninginn töldu lögmenn Flame rangan og voru starfsmönnunum greidd laun samkvæmt útreikningi lögmanna, að því er fram kemur í yfirlýsingunni. „Alvarlegar ásakanir á hendur Flame, Bambus og eigendum staðanna á opinberum vettvangi hafa skaðað mannspor og lagt rekstur veitingastaðanna í rúst. Engar kröfur hafa verið gerðar vegna starfsfólks Bambus, einungis vegna starfsfólks Flame. Matvís skeyttu engu um afleiðingar þess að ganga fram með svo harkalegum hætti auk þess sem ekkert tilefni var til þess að gera slíkt. Þar sem eðlilegar verklagsreglur voru brotnar og farið fram opinberlega með rangar fullyrðingar þá neyðast staðirnir til að sækja tjón sitt á hendur Matvís með málsókn,“ segir í yfirlýsingunni að lokum. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsing_FlamePDF17KBSækja skjal Kjaramál Veitingastaðir Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Krefjast 13 milljóna í ógreidd laun Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður eigenda veitingastaðanna Bambus og Flame, segir rangt af forsvarsmönnum Fagfélaganna að halda því fram að starfsmenn staðanna, hvers stöðu Fagfélögin hafa til skoðunnar, hafi unnið allt að sextán tíma á dag. 2. september 2022 06:47 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Fjallað var ítarlega um málið á Vísi í ágúst síðastliðnum. Starfsmennirnir þrír sem um ræðir eru allir af erlendum uppruna og voru sagðir hafa fengið lágmarkslaun fyrir allt að sextán klukkustunda vinnudag. Þeir hafi jafnframt búið í íbúð í eigu vinnuveitenda. Málið var í kjölfarið tilkynnt til lögreglu, að því er Benóný Harðarson forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna í samtali við fréttastofu í águst. Þá krafði Matvís veitingastaðinn Flame um þrettán milljónir í ógreidd laun fyrir hönd starfsmannanna í september. Veitingastaðnum Flame var lokað í kjölfar umfjöllunar, hinn 19. ágúst síðastliðinn, og hefur ekki opnað aftur. Eigendur segja Matvís hafa „tekið kokkana í burtu svo eigendur staðarins gætu ekki annað gert en lokað.“ Eigandi veitingastaðanna tjáði sig einnig um málið og sagði ásakanirnar „kolvitlausar.“ Öll laun væru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningum. Hann sagði enn fremur að fyrirtækið greiddi há laun, á bilinu sjö til átta hundruð þúsund krónur á mánuði. Nú hefur borist formleg yfirlýsing frá eigendum veitingastaðanna. Í yfirlýsingunni segir að undirbúningur að stefnu á hendur Matvís sé hafinn. Almennu verklagi hafi ekki verið fylgt við meðferð máls Flame, þar sem ítrekað hafi verið farið fram í fjölmiðlum með yfirlýsingum sem, samkvæmt yfirlýsingunni, eiga ekki að hafa verið réttar. „Okkur langar að biðja fyrrum starfsfólk Flame innilegrar afsökunar á því að laun þeirra hafi ekki verið rétt reiknuð, það var ekki ætlunin. Við berum virðingu fyrir þeim og höfðum engan hug á að hlunnfara þau. Það er miður að þetta mál hafi bitnað á þeim. Starfsfólkið fékk greitt í samræmi við umsamin mánaðarlaun, hafði afnot af húnsæði, rafmagni, hita, interneti o.fl. Mánaðarlaunin voru og eru í samræmi við kjarasamning Matvís og Samtaka atvinnulífsins,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Kolrangt að starfsfólk hafi unnið sextán tíma vinnudag Fram kemur að starfsfólkið hafi aldrei unnið tíu til sextán tíma vinnudag, sex daga vikunnar, og forsvarsmenn veitingastaðanna segjast ekki átta sig á því hvers vegna Matvís hafi haldið því fram í fjölmiðlum. Hið rétta sé að starfsmenn hafi unnið á bilinu átta til níu tíma, fimm til sex daga vikunnar, með einstaka undantekningum. „Við áttum okkur ekki á því af hverju Matvís kaus að fjalla um mál okkar í fjölmiðlum strax frá því málið kom upp og nær daglega á tímabili með röngum staðhæfingum og röngum fullyrðingum og gífuryrðum. Verklag Matvís og annarra stéttafélaga er á þá leið að ef grunur vaknar um rangar launagreiðslur að þá er haft samband við vinnuveitanda og honum gefinn kostur á að koma með sín sjónarmið og eftir atvikum leiðrétta misfellur í launaútreikningum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Verklaginu hafi Matvís ekki fylgt. Ásakanirnar lagt reksturinn í rúst Forsvarsmenn veitingastaðanna segja að þeir hafi fengið vitneskju um að laun hafi misreiknast og launaútreikningur borist frá Matvís í kjölfarið. Útreikninginn töldu lögmenn Flame rangan og voru starfsmönnunum greidd laun samkvæmt útreikningi lögmanna, að því er fram kemur í yfirlýsingunni. „Alvarlegar ásakanir á hendur Flame, Bambus og eigendum staðanna á opinberum vettvangi hafa skaðað mannspor og lagt rekstur veitingastaðanna í rúst. Engar kröfur hafa verið gerðar vegna starfsfólks Bambus, einungis vegna starfsfólks Flame. Matvís skeyttu engu um afleiðingar þess að ganga fram með svo harkalegum hætti auk þess sem ekkert tilefni var til þess að gera slíkt. Þar sem eðlilegar verklagsreglur voru brotnar og farið fram opinberlega með rangar fullyrðingar þá neyðast staðirnir til að sækja tjón sitt á hendur Matvís með málsókn,“ segir í yfirlýsingunni að lokum. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsing_FlamePDF17KBSækja skjal
Kjaramál Veitingastaðir Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Krefjast 13 milljóna í ógreidd laun Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður eigenda veitingastaðanna Bambus og Flame, segir rangt af forsvarsmönnum Fagfélaganna að halda því fram að starfsmenn staðanna, hvers stöðu Fagfélögin hafa til skoðunnar, hafi unnið allt að sextán tíma á dag. 2. september 2022 06:47 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06
Krefjast 13 milljóna í ógreidd laun Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður eigenda veitingastaðanna Bambus og Flame, segir rangt af forsvarsmönnum Fagfélaganna að halda því fram að starfsmenn staðanna, hvers stöðu Fagfélögin hafa til skoðunnar, hafi unnið allt að sextán tíma á dag. 2. september 2022 06:47