Týnd kynslóð Sjálfstæðiskvenna undir forystu Bjarna Benediktssonar Jónína Sigurðardóttir, Elín Jónsdóttir, Berta Gunnarsdóttir, Karólína Íris Jónsdóttir og Ragnheiður Skúladóttir skrifa 2. nóvember 2022 16:31 Á komandi landsfundi gefst Sjálfstæðisfólki tækifæri til að kjósa nýjan formann flokksins. Í framboði eru tveir menn, einn sem stendur fyrir óbreyttu ástandi og annar sem stendur fyrir breytingar; að efla og breikka flokkinn. Af greinaskrifum síðustu daga mætti halda að Guðlaugur Þór sé í framboði til formanns gegn ungri konu. Raunin er þó sú að hann er í framboði gegn Bjarna Benediktssyni, sem er víst hvorugt af þessu tvennu. Bjarni nefnir það gjarnan að hafa stutt tvær ungar konur til setu á ráðherrastól, þær Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, til að sýna fram á að hann styðji við konur í flokknum. Við tökum undir að við Sjálfstæðisfólk getum verið stolt af því að eiga slíkar frambærilegar ungar konur í okkar röðum. Það var einmitt Guðlaugur Þór sem greiddi götu Áslaugar Örnu með því að stíga til hliðar er hún bauð sig fram til ritara á landsfundi árið 2016. Önnur frambærileg kona á uppleið sem má nefna í þessu samhengi er Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og fyrrum aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, sem kom með krafti inn á sviðið í síðustu þingkosningum og hefur notið mikils stuðnings, meðal annars frá Guðlaugi. Þetta og fleira hefur Guðlaugur Þór gert til að styðja við framgang ekki bara kvenna heldur ungs öflugs fólks innan flokksins. Margar öflugar konur horfið úr flokknum Það er hins vegar hæpið að Bjarni stilli sér upp sem frambjóðanda fjölbreytileikans, þrátt fyrir að hafa valið bæði karla og konur sem ráðherra, sem ætti auðvitað að teljast sjálfsagt. Enn undarlegra er að láta eins og Guðlaugur Þór standi á einhvern hátt í vegi fyrir framgangi kvenna í flokknum, líkt og einhverjir hafa ýjað að. Við þurfum að horfast í augu við það að undir stjórn Bjarna höfum við misst stóran hluta heillar kynslóðar sjálfstæðiskvenna úr flokknum. Það var einmitt í formannstíð hans, fyrir ekki svo mörgum árum, sem 11 konur af 14 sögðu sig úr stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna vegna óánægju með stöðu jafnréttismála innan flokksins. Við höfum líka misst margar öflugar konur til Viðreisnar sem og til annarra flokka. Við þurfum að fá þær til baka í flokkinn okkar, en það gerist ekki nema við tökum markviss skref til að gera hann aðgengilegan og aðlaðandi fyrir fjölbreyttan hóp með ólíkar skoðanir. Það er hins vegar ekki nóg að styðja konur, heldur þarf með markvissum hætti að efla fjölbreytileika innan flokksins á breiðum grundvelli, bæði þegar kemur að kyni og aldri, stétt og stöðu. Við þurfum að færa flokkinn af þeirri braut að tala til sífellt þrengri hóps fólks, sem hefur því miður verið þróun síðustu ára. Guðlaugur Þór er sá frambjóðandi sem hefur sýnt það að hann getur leitt áfram fjöldahreyfingu sem sameinar fjölbreytt fólk undir sjálfstæðisstefnunni. Við, sjálfstæðiskonur úr grasrót flokksins, ætlum að kjósa breytingar á sunnudaginn og styðjum Guðlaug Þór til formanns. Jónína Sigurðardóttir, ráðgjafi í málefnum heimilislausra og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-,Bústaðar-, og Fossvogshverfi Elín Jónsdóttir, lögfræðingur og formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hlíða- og holtahverfi Berta Gunnarsdóttir, lögfræðingur Karólína Íris Jónsdóttir, fasteignasali Ragnheiður Skúladóttir, viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-, Bústaðar-, og Fossvogshverfi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á komandi landsfundi gefst Sjálfstæðisfólki tækifæri til að kjósa nýjan formann flokksins. Í framboði eru tveir menn, einn sem stendur fyrir óbreyttu ástandi og annar sem stendur fyrir breytingar; að efla og breikka flokkinn. Af greinaskrifum síðustu daga mætti halda að Guðlaugur Þór sé í framboði til formanns gegn ungri konu. Raunin er þó sú að hann er í framboði gegn Bjarna Benediktssyni, sem er víst hvorugt af þessu tvennu. Bjarni nefnir það gjarnan að hafa stutt tvær ungar konur til setu á ráðherrastól, þær Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, til að sýna fram á að hann styðji við konur í flokknum. Við tökum undir að við Sjálfstæðisfólk getum verið stolt af því að eiga slíkar frambærilegar ungar konur í okkar röðum. Það var einmitt Guðlaugur Þór sem greiddi götu Áslaugar Örnu með því að stíga til hliðar er hún bauð sig fram til ritara á landsfundi árið 2016. Önnur frambærileg kona á uppleið sem má nefna í þessu samhengi er Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og fyrrum aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, sem kom með krafti inn á sviðið í síðustu þingkosningum og hefur notið mikils stuðnings, meðal annars frá Guðlaugi. Þetta og fleira hefur Guðlaugur Þór gert til að styðja við framgang ekki bara kvenna heldur ungs öflugs fólks innan flokksins. Margar öflugar konur horfið úr flokknum Það er hins vegar hæpið að Bjarni stilli sér upp sem frambjóðanda fjölbreytileikans, þrátt fyrir að hafa valið bæði karla og konur sem ráðherra, sem ætti auðvitað að teljast sjálfsagt. Enn undarlegra er að láta eins og Guðlaugur Þór standi á einhvern hátt í vegi fyrir framgangi kvenna í flokknum, líkt og einhverjir hafa ýjað að. Við þurfum að horfast í augu við það að undir stjórn Bjarna höfum við misst stóran hluta heillar kynslóðar sjálfstæðiskvenna úr flokknum. Það var einmitt í formannstíð hans, fyrir ekki svo mörgum árum, sem 11 konur af 14 sögðu sig úr stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna vegna óánægju með stöðu jafnréttismála innan flokksins. Við höfum líka misst margar öflugar konur til Viðreisnar sem og til annarra flokka. Við þurfum að fá þær til baka í flokkinn okkar, en það gerist ekki nema við tökum markviss skref til að gera hann aðgengilegan og aðlaðandi fyrir fjölbreyttan hóp með ólíkar skoðanir. Það er hins vegar ekki nóg að styðja konur, heldur þarf með markvissum hætti að efla fjölbreytileika innan flokksins á breiðum grundvelli, bæði þegar kemur að kyni og aldri, stétt og stöðu. Við þurfum að færa flokkinn af þeirri braut að tala til sífellt þrengri hóps fólks, sem hefur því miður verið þróun síðustu ára. Guðlaugur Þór er sá frambjóðandi sem hefur sýnt það að hann getur leitt áfram fjöldahreyfingu sem sameinar fjölbreytt fólk undir sjálfstæðisstefnunni. Við, sjálfstæðiskonur úr grasrót flokksins, ætlum að kjósa breytingar á sunnudaginn og styðjum Guðlaug Þór til formanns. Jónína Sigurðardóttir, ráðgjafi í málefnum heimilislausra og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-,Bústaðar-, og Fossvogshverfi Elín Jónsdóttir, lögfræðingur og formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hlíða- og holtahverfi Berta Gunnarsdóttir, lögfræðingur Karólína Íris Jónsdóttir, fasteignasali Ragnheiður Skúladóttir, viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-, Bústaðar-, og Fossvogshverfi
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun