Býst við öðru gosi áður en langt um líður Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. nóvember 2022 18:05 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir staðsetningu síðustu tveggja gosa einstaklega heppilega. Vísir/Vilhelm Eldfjallafræðingur býst við nýju gosi í Fagradalsfjalli áður en langt um líður. Staðsetning síðustu tveggja eldgosa hafi verið mikil heppni en slíkt verði ekki næst þar sem búið er að fylla alla dali. Hraunið mun þá flæða beint af fjallinu. Fjöldi ferðamanna leggur leið sína á hverjum degi að Fagradalsfjalli til að skoða gíga og hraun sem mynduðust í eldgosunum tveimur þar. Fátt bendir til þess að þar gjósi alveg á næstunni en Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er þó á því að gjósa muni þar á ný. „Miðað við það sem við vitum um eldvirkni á Reykjanesskaga þá er þetta það sem við köllum eldar. Þannig við erum með tímabil, tíu, tuttugu, þrjátíu ár þar sem það eru tíð gos og í eldum þá gýs sama kerfið nokkrum sinnum,“ segir Þorvaldur sem býst við gosi áður en langt um líður. „Við getum heldur ekki útilokað að Reykjanesið sjálft fari af stað. Þá erum við að tala um svæðið við Reykjanesvitann og þar í kring. Krýsuvíkin gæti farið líka af stað og Brennisteinsfjöllin gætu líka farið af stað.“ Hann segir staðsetningu síðustu tveggja gosa því hafa verið einstaklega heppilega. „Við hefðum ekki getað verið heppnari með staðsetningu vegna þess að gosið kemur upp inni í þessum fjallaklasa sem við köllum Fagradalsfjall og hraunið rennur niður í lokaða dali og fyllir þessa dali og ef það kemur aftur gos í Fagradalsfjalli þá verðum við ekki svona heppin því það er búið að fylla eiginlega allt geymslurýmið þarna. Þannig að næsta gos þá er alveg næsta ljóst að hraunið flæðir bara af fjallinu og svo bara spurning hvort það fer til suðurs í átt að Suðurstrandavegi eða í einhverja aðra átt,“ segir Þorvaldur að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fjöldi ferðamanna leggur leið sína á hverjum degi að Fagradalsfjalli til að skoða gíga og hraun sem mynduðust í eldgosunum tveimur þar. Fátt bendir til þess að þar gjósi alveg á næstunni en Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er þó á því að gjósa muni þar á ný. „Miðað við það sem við vitum um eldvirkni á Reykjanesskaga þá er þetta það sem við köllum eldar. Þannig við erum með tímabil, tíu, tuttugu, þrjátíu ár þar sem það eru tíð gos og í eldum þá gýs sama kerfið nokkrum sinnum,“ segir Þorvaldur sem býst við gosi áður en langt um líður. „Við getum heldur ekki útilokað að Reykjanesið sjálft fari af stað. Þá erum við að tala um svæðið við Reykjanesvitann og þar í kring. Krýsuvíkin gæti farið líka af stað og Brennisteinsfjöllin gætu líka farið af stað.“ Hann segir staðsetningu síðustu tveggja gosa því hafa verið einstaklega heppilega. „Við hefðum ekki getað verið heppnari með staðsetningu vegna þess að gosið kemur upp inni í þessum fjallaklasa sem við köllum Fagradalsfjall og hraunið rennur niður í lokaða dali og fyllir þessa dali og ef það kemur aftur gos í Fagradalsfjalli þá verðum við ekki svona heppin því það er búið að fylla eiginlega allt geymslurýmið þarna. Þannig að næsta gos þá er alveg næsta ljóst að hraunið flæðir bara af fjallinu og svo bara spurning hvort það fer til suðurs í átt að Suðurstrandavegi eða í einhverja aðra átt,“ segir Þorvaldur að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira