Býst við öðru gosi áður en langt um líður Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. nóvember 2022 18:05 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir staðsetningu síðustu tveggja gosa einstaklega heppilega. Vísir/Vilhelm Eldfjallafræðingur býst við nýju gosi í Fagradalsfjalli áður en langt um líður. Staðsetning síðustu tveggja eldgosa hafi verið mikil heppni en slíkt verði ekki næst þar sem búið er að fylla alla dali. Hraunið mun þá flæða beint af fjallinu. Fjöldi ferðamanna leggur leið sína á hverjum degi að Fagradalsfjalli til að skoða gíga og hraun sem mynduðust í eldgosunum tveimur þar. Fátt bendir til þess að þar gjósi alveg á næstunni en Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er þó á því að gjósa muni þar á ný. „Miðað við það sem við vitum um eldvirkni á Reykjanesskaga þá er þetta það sem við köllum eldar. Þannig við erum með tímabil, tíu, tuttugu, þrjátíu ár þar sem það eru tíð gos og í eldum þá gýs sama kerfið nokkrum sinnum,“ segir Þorvaldur sem býst við gosi áður en langt um líður. „Við getum heldur ekki útilokað að Reykjanesið sjálft fari af stað. Þá erum við að tala um svæðið við Reykjanesvitann og þar í kring. Krýsuvíkin gæti farið líka af stað og Brennisteinsfjöllin gætu líka farið af stað.“ Hann segir staðsetningu síðustu tveggja gosa því hafa verið einstaklega heppilega. „Við hefðum ekki getað verið heppnari með staðsetningu vegna þess að gosið kemur upp inni í þessum fjallaklasa sem við köllum Fagradalsfjall og hraunið rennur niður í lokaða dali og fyllir þessa dali og ef það kemur aftur gos í Fagradalsfjalli þá verðum við ekki svona heppin því það er búið að fylla eiginlega allt geymslurýmið þarna. Þannig að næsta gos þá er alveg næsta ljóst að hraunið flæðir bara af fjallinu og svo bara spurning hvort það fer til suðurs í átt að Suðurstrandavegi eða í einhverja aðra átt,“ segir Þorvaldur að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fjöldi ferðamanna leggur leið sína á hverjum degi að Fagradalsfjalli til að skoða gíga og hraun sem mynduðust í eldgosunum tveimur þar. Fátt bendir til þess að þar gjósi alveg á næstunni en Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er þó á því að gjósa muni þar á ný. „Miðað við það sem við vitum um eldvirkni á Reykjanesskaga þá er þetta það sem við köllum eldar. Þannig við erum með tímabil, tíu, tuttugu, þrjátíu ár þar sem það eru tíð gos og í eldum þá gýs sama kerfið nokkrum sinnum,“ segir Þorvaldur sem býst við gosi áður en langt um líður. „Við getum heldur ekki útilokað að Reykjanesið sjálft fari af stað. Þá erum við að tala um svæðið við Reykjanesvitann og þar í kring. Krýsuvíkin gæti farið líka af stað og Brennisteinsfjöllin gætu líka farið af stað.“ Hann segir staðsetningu síðustu tveggja gosa því hafa verið einstaklega heppilega. „Við hefðum ekki getað verið heppnari með staðsetningu vegna þess að gosið kemur upp inni í þessum fjallaklasa sem við köllum Fagradalsfjall og hraunið rennur niður í lokaða dali og fyllir þessa dali og ef það kemur aftur gos í Fagradalsfjalli þá verðum við ekki svona heppin því það er búið að fylla eiginlega allt geymslurýmið þarna. Þannig að næsta gos þá er alveg næsta ljóst að hraunið flæðir bara af fjallinu og svo bara spurning hvort það fer til suðurs í átt að Suðurstrandavegi eða í einhverja aðra átt,“ segir Þorvaldur að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira