Óskar Hrafn ekkert svakalega ánægður með Ísak: Ef ég vil það þá segi ég það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 13:00 Ísak Snær Þorvaldsson fagnar einu mark sinna í sumar með félögum sínum í Breiðabliki. Dagur Dan Þórhallsson hoppar upp á hann en Gísli Eyjólfsson og Kristinn Steindórsson koma aðvífandi. Vísir/Vilhelm Ísak Snær Þorvaldsson átti magnað fyrsta tímabil með Breiðabliki og var kjörinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar af Stúkunni. Ísak Snær var með fjórtán mörk í Bestu deildinni en lagði auk þess upp þrettán önnur mörk með því að gefa stoðsendingu (9), fiska víti sem gefur mark (3) eða frákasti af skoti sínu (1). Ísak Snær mætti í viðtal við Gunnlaug Jónsson í lokaþætti Stúkunnar og fór þar yfir ýmis mál eins og félagsskipti sín yfir í Breiðablik. Gunnlaugur forvitnaðist fyrst um síðasta vetur þegar Ísak var hjá skoska félaginu Livingston. „Það var planið að halda sér úti en síðan á endanum fannst mér best koma hingað heim í Blikana. Þeir voru með stórt markmið og gott lið þannig að ég ákvað að koma hingað,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson en komu mörg önnur lið til greina? „Það var einhver áhugi í Noregi og svo æfði ég náttúrulega með Livingston og svo var það Bristol Rovers með Joey Barton því ég þekkti hann. Til þess að taka næsta skref áfram þá fannst mér ég þurfa að taka skrefið aftur á bak líka og koma hingað heim. Mér fannst Blikar vera rétta liðið,“ sagði Ísak Snær. Klippa: Stúkan: Viðtal við Ísak Snæ Gunnlaugur spilaði brot úr viðtali fótbolta.net við Ísak sem var tekið í byrjun janúar. Ísak segir þar að Blikar hafi spilað skemmtilegasta fótboltann og hafi átt að taka titilinn sumarið 2021 frekar en Víkingar. „Þú segir þarna að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] sé að tönglast á því að við ætlum að vera tvöfaldir meistarar. Var hann sáttur við þetta að þú skyldir koma út með þetta strax,“ spurði Gunnlaugur Jónsson. „Hann var ekkert eitthvað svakalega ánægður með það og vildi halda því niðri. Ef ég vil eitthvað þá segi ég það, sama hvort það sé í sjónvarpinu eða í samtali við fólk út í bæ. Okkur langaði að verða tvöfaldir meistarar, vinna bikarinn og deildina en því miður tókst bara að vinna deildina. Vonandi taka þeir þetta tvöfalt á næsta ári,“ sagði Ísak Snær. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Ísak Snær var með fjórtán mörk í Bestu deildinni en lagði auk þess upp þrettán önnur mörk með því að gefa stoðsendingu (9), fiska víti sem gefur mark (3) eða frákasti af skoti sínu (1). Ísak Snær mætti í viðtal við Gunnlaug Jónsson í lokaþætti Stúkunnar og fór þar yfir ýmis mál eins og félagsskipti sín yfir í Breiðablik. Gunnlaugur forvitnaðist fyrst um síðasta vetur þegar Ísak var hjá skoska félaginu Livingston. „Það var planið að halda sér úti en síðan á endanum fannst mér best koma hingað heim í Blikana. Þeir voru með stórt markmið og gott lið þannig að ég ákvað að koma hingað,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson en komu mörg önnur lið til greina? „Það var einhver áhugi í Noregi og svo æfði ég náttúrulega með Livingston og svo var það Bristol Rovers með Joey Barton því ég þekkti hann. Til þess að taka næsta skref áfram þá fannst mér ég þurfa að taka skrefið aftur á bak líka og koma hingað heim. Mér fannst Blikar vera rétta liðið,“ sagði Ísak Snær. Klippa: Stúkan: Viðtal við Ísak Snæ Gunnlaugur spilaði brot úr viðtali fótbolta.net við Ísak sem var tekið í byrjun janúar. Ísak segir þar að Blikar hafi spilað skemmtilegasta fótboltann og hafi átt að taka titilinn sumarið 2021 frekar en Víkingar. „Þú segir þarna að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] sé að tönglast á því að við ætlum að vera tvöfaldir meistarar. Var hann sáttur við þetta að þú skyldir koma út með þetta strax,“ spurði Gunnlaugur Jónsson. „Hann var ekkert eitthvað svakalega ánægður með það og vildi halda því niðri. Ef ég vil eitthvað þá segi ég það, sama hvort það sé í sjónvarpinu eða í samtali við fólk út í bæ. Okkur langaði að verða tvöfaldir meistarar, vinna bikarinn og deildina en því miður tókst bara að vinna deildina. Vonandi taka þeir þetta tvöfalt á næsta ári,“ sagði Ísak Snær. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira