Mætt aftur fílefld eftir „skrautleg þrjú ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 13:17 Ísleifur Þórhallsson hátíðarstjóri Iceland airwaves setur hátíðina á Grund í morgun. Vísir/Vilhelm Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett við hátíðlega athöfn á hjúkrunarheimilinu Grund í morgun, í fyrsta sinn síðan 2019. Hátíðarstjóri er fullur tilhlökkunar fyrir helginni en uppselt er á hátíðina, sem hefur ekki gerst í áratug. Hljómsveitin Sycamore Tree og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant fluttu ljúfa tóna fyrir fullum sal heimilismanna Grundar í Vesturbænnum í morgun. Yngsta kynslóðin lét sig heldur ekki vanta, í fremstu röð sátu leikskólabörn sem hlýddu átekta á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands þegar hann setti hátíðina. Opnunarathöfnina má horfa á í heild hér. Morguninn markar ákveðin tímamót en Iceland Airwaves, ein rótgrónasta tónlistarhátíð landsins, hefur ekki verið haldin síðan 2019 sökum kórónuveirufaraldursins. Og tónlistarunnendur eru greinilega spenntir - í morgun var tilkynnt að uppselt væri á hátíðina. Ísleifur Þórhallsson er hátíðarstjóri. „Það er alveg ótrúlega mikið fagnaðarefni. Þetta eru náttúrulega búin að vera skrautleg þrjú ár eins og allir vita en við héldum velli og erum með frábæra hátíð. Við vissum svosem ekkert hvað væri að fara að gerast því ástandið á þessum tónleikamarkaði er skrýtið og miðasala er mjög ófyrirsjáanleg og undarleg. Þannig að þetta eru ótrúlegar gleðifréttir að það sé uppselt á Iceland airwaves í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Ég held það séu tíu ár síðan það hefur gerst,“ segir Ísleifur. Alls er reiknað með um átta þúsund gestum á hátíðina um helgina en hún klárast á sunnudag. Um helmingur gesta er erlendis frá, að sögn Ísleifs. „Sumir vilja sjá útlendinga, sumir Íslendinga, sumir stóru böndin og sumir litlu böndin. En þarna er Arlo Parks, Metronomy, DJ-sett frá Röyksopp, Laufey er í Fríkirkjunni. Þannig að þetta er endalaus listi. Fólk þarf að kíkja á dagskrána og búa til sína eigin dagskrá, og örugglega flestir búnir að gera það,“ segir Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves. Airwaves Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36 Bein útsending: Opnunarhátíð Iceland Airwaves á Grund Iceland Airwaves fer formlega af stað í dag, þó að Önnu Jónu son hafi verið með opnunartónleika í gær. Formlegur opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar er í uppáhaldi hjá mörgum. 3. nóvember 2022 09:01 Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Hljómsveitin Sycamore Tree og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant fluttu ljúfa tóna fyrir fullum sal heimilismanna Grundar í Vesturbænnum í morgun. Yngsta kynslóðin lét sig heldur ekki vanta, í fremstu röð sátu leikskólabörn sem hlýddu átekta á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands þegar hann setti hátíðina. Opnunarathöfnina má horfa á í heild hér. Morguninn markar ákveðin tímamót en Iceland Airwaves, ein rótgrónasta tónlistarhátíð landsins, hefur ekki verið haldin síðan 2019 sökum kórónuveirufaraldursins. Og tónlistarunnendur eru greinilega spenntir - í morgun var tilkynnt að uppselt væri á hátíðina. Ísleifur Þórhallsson er hátíðarstjóri. „Það er alveg ótrúlega mikið fagnaðarefni. Þetta eru náttúrulega búin að vera skrautleg þrjú ár eins og allir vita en við héldum velli og erum með frábæra hátíð. Við vissum svosem ekkert hvað væri að fara að gerast því ástandið á þessum tónleikamarkaði er skrýtið og miðasala er mjög ófyrirsjáanleg og undarleg. Þannig að þetta eru ótrúlegar gleðifréttir að það sé uppselt á Iceland airwaves í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Ég held það séu tíu ár síðan það hefur gerst,“ segir Ísleifur. Alls er reiknað með um átta þúsund gestum á hátíðina um helgina en hún klárast á sunnudag. Um helmingur gesta er erlendis frá, að sögn Ísleifs. „Sumir vilja sjá útlendinga, sumir Íslendinga, sumir stóru böndin og sumir litlu böndin. En þarna er Arlo Parks, Metronomy, DJ-sett frá Röyksopp, Laufey er í Fríkirkjunni. Þannig að þetta er endalaus listi. Fólk þarf að kíkja á dagskrána og búa til sína eigin dagskrá, og örugglega flestir búnir að gera það,“ segir Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves.
Airwaves Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36 Bein útsending: Opnunarhátíð Iceland Airwaves á Grund Iceland Airwaves fer formlega af stað í dag, þó að Önnu Jónu son hafi verið með opnunartónleika í gær. Formlegur opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar er í uppáhaldi hjá mörgum. 3. nóvember 2022 09:01 Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36
Bein útsending: Opnunarhátíð Iceland Airwaves á Grund Iceland Airwaves fer formlega af stað í dag, þó að Önnu Jónu son hafi verið með opnunartónleika í gær. Formlegur opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar er í uppáhaldi hjá mörgum. 3. nóvember 2022 09:01
Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31