Zlatan skammar Mbappé: „Ert ekki stærri en PSG“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2022 15:30 Zlatan Ibrahimovic gefur framkomu og hegðun Kylians Mbappé ekki „like“. getty/Piero Cruciatti Einhver myndi segja að það kæmi kannski úr hörðustu átt að Zlatan Ibrahimovic gagnrýndi fótboltamann fyrir að vera með of stórt egó. En Svíinn setti það ekki fyrir sig þegar hann skammaði Kylian Mbappé fyrir hrokafulla hegðun. Mbappé skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Paris Saint-Germain í maí. Talið er samningurinn sé 540 milljóna punda virði. Auk þess á Mbappé að geta haft áhrif á ákvarðanir sem PSG tekur, til dæmis varðandi leikmannakaup. Þrátt fyrir þetta ku Mbappé ekki vera sáttur hjá PSG og vill yfirgefa félagið. Zlatan skilur ekki hvað franska landsliðsmanninum gengur til. „Mbappé er kominn í stöðu þar sem hann er mikilvægari en félagið. En þú ættir aldrei að gera stærri en félag því þú ert það ekki,“ sagði Zlatan við Canal+ í Frakklandi. Zlatan fór mikinn í viðtalinu og sagði ekkert varið í frönsku úrvalsdeildina síðan hann yfirgaf landið 2016, ekki einu sinni þótt Mbappé, Neymar og Lionel Messi leiki allir með PSG. „Síðan ég fór frá Frakklandi hefur allt hrunið. Það er ekkert til að tala um lengur,“ sagði Zlatan. „Frakkland þarfnast mín. Ég þarf Frakkland ekki. Það hjálpar ekki að hafa Mbappé, Neymar og Messi.“ Þótt það gusti um Mbappé utan vallar stendur hann sig inni á vellinum og hefur skorað átján mörk í átján leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Eitt þeirra kom í 1-2 sigri PSG á Juventus í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. PSG á eftir að leika tvo leiki áður en deildir heimsins fara í frí vegna HM í Katar. PSG mætir Lorient á útivelli á sunnudaginn og tekur svo á móti Auxerre um þarnæstu helgi. Franski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira
Mbappé skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Paris Saint-Germain í maí. Talið er samningurinn sé 540 milljóna punda virði. Auk þess á Mbappé að geta haft áhrif á ákvarðanir sem PSG tekur, til dæmis varðandi leikmannakaup. Þrátt fyrir þetta ku Mbappé ekki vera sáttur hjá PSG og vill yfirgefa félagið. Zlatan skilur ekki hvað franska landsliðsmanninum gengur til. „Mbappé er kominn í stöðu þar sem hann er mikilvægari en félagið. En þú ættir aldrei að gera stærri en félag því þú ert það ekki,“ sagði Zlatan við Canal+ í Frakklandi. Zlatan fór mikinn í viðtalinu og sagði ekkert varið í frönsku úrvalsdeildina síðan hann yfirgaf landið 2016, ekki einu sinni þótt Mbappé, Neymar og Lionel Messi leiki allir með PSG. „Síðan ég fór frá Frakklandi hefur allt hrunið. Það er ekkert til að tala um lengur,“ sagði Zlatan. „Frakkland þarfnast mín. Ég þarf Frakkland ekki. Það hjálpar ekki að hafa Mbappé, Neymar og Messi.“ Þótt það gusti um Mbappé utan vallar stendur hann sig inni á vellinum og hefur skorað átján mörk í átján leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Eitt þeirra kom í 1-2 sigri PSG á Juventus í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. PSG á eftir að leika tvo leiki áður en deildir heimsins fara í frí vegna HM í Katar. PSG mætir Lorient á útivelli á sunnudaginn og tekur svo á móti Auxerre um þarnæstu helgi.
Franski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira