Zlatan skammar Mbappé: „Ert ekki stærri en PSG“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2022 15:30 Zlatan Ibrahimovic gefur framkomu og hegðun Kylians Mbappé ekki „like“. getty/Piero Cruciatti Einhver myndi segja að það kæmi kannski úr hörðustu átt að Zlatan Ibrahimovic gagnrýndi fótboltamann fyrir að vera með of stórt egó. En Svíinn setti það ekki fyrir sig þegar hann skammaði Kylian Mbappé fyrir hrokafulla hegðun. Mbappé skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Paris Saint-Germain í maí. Talið er samningurinn sé 540 milljóna punda virði. Auk þess á Mbappé að geta haft áhrif á ákvarðanir sem PSG tekur, til dæmis varðandi leikmannakaup. Þrátt fyrir þetta ku Mbappé ekki vera sáttur hjá PSG og vill yfirgefa félagið. Zlatan skilur ekki hvað franska landsliðsmanninum gengur til. „Mbappé er kominn í stöðu þar sem hann er mikilvægari en félagið. En þú ættir aldrei að gera stærri en félag því þú ert það ekki,“ sagði Zlatan við Canal+ í Frakklandi. Zlatan fór mikinn í viðtalinu og sagði ekkert varið í frönsku úrvalsdeildina síðan hann yfirgaf landið 2016, ekki einu sinni þótt Mbappé, Neymar og Lionel Messi leiki allir með PSG. „Síðan ég fór frá Frakklandi hefur allt hrunið. Það er ekkert til að tala um lengur,“ sagði Zlatan. „Frakkland þarfnast mín. Ég þarf Frakkland ekki. Það hjálpar ekki að hafa Mbappé, Neymar og Messi.“ Þótt það gusti um Mbappé utan vallar stendur hann sig inni á vellinum og hefur skorað átján mörk í átján leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Eitt þeirra kom í 1-2 sigri PSG á Juventus í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. PSG á eftir að leika tvo leiki áður en deildir heimsins fara í frí vegna HM í Katar. PSG mætir Lorient á útivelli á sunnudaginn og tekur svo á móti Auxerre um þarnæstu helgi. Franski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Mbappé skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Paris Saint-Germain í maí. Talið er samningurinn sé 540 milljóna punda virði. Auk þess á Mbappé að geta haft áhrif á ákvarðanir sem PSG tekur, til dæmis varðandi leikmannakaup. Þrátt fyrir þetta ku Mbappé ekki vera sáttur hjá PSG og vill yfirgefa félagið. Zlatan skilur ekki hvað franska landsliðsmanninum gengur til. „Mbappé er kominn í stöðu þar sem hann er mikilvægari en félagið. En þú ættir aldrei að gera stærri en félag því þú ert það ekki,“ sagði Zlatan við Canal+ í Frakklandi. Zlatan fór mikinn í viðtalinu og sagði ekkert varið í frönsku úrvalsdeildina síðan hann yfirgaf landið 2016, ekki einu sinni þótt Mbappé, Neymar og Lionel Messi leiki allir með PSG. „Síðan ég fór frá Frakklandi hefur allt hrunið. Það er ekkert til að tala um lengur,“ sagði Zlatan. „Frakkland þarfnast mín. Ég þarf Frakkland ekki. Það hjálpar ekki að hafa Mbappé, Neymar og Messi.“ Þótt það gusti um Mbappé utan vallar stendur hann sig inni á vellinum og hefur skorað átján mörk í átján leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Eitt þeirra kom í 1-2 sigri PSG á Juventus í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. PSG á eftir að leika tvo leiki áður en deildir heimsins fara í frí vegna HM í Katar. PSG mætir Lorient á útivelli á sunnudaginn og tekur svo á móti Auxerre um þarnæstu helgi.
Franski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira