Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2022 13:17 Lögfræðingarnir þrír, Brynjar, Arnar Þór og Davíð, sem skipa sérlega kjörbréfanefnd telja illa að sér vegið þegar því er haldið fram að þeir, sem stuðningsmenn Bjarna, misnoti aðstöðu sína til að þjarma að stuðningsfólki Guðlaugs Þórs. vísir/vilhelm Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. Vísir greindi frá því fyrir hádegi að Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, telur stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. Hún lýsir í því samhengi nokkru sem hún upplifði sem einskonar þriðju gráðu yfirheyrslu kjörbréfanefndar þar sem látið var að liggja að eitthvað væri gruggugt við það hverjir komi á Landsfund Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Vert að athuga með landsfundafulltrúa úr Kópavoginum Mjög er tekið að hitna í kolum vegna formannskjörs en þar takast á þeir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Unnur Berglind telur fyrirliggjandi að nefndarmenn séu einarðir stuðningsmenn Bjarna og að þeir hafi misnotað aðstöðu sína með því að þjarma að sér: „Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt.“ Þeir sem eiga sæti í kjörbréfanefndinni, Brynjar Níelsson formaður, Davíð Þorláksson og Arnar Þór Stefánsson, hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir árétta að nefndin starfi í umboði miðstjórnar flokksins. Hún hafi það hlutverk að fara yfir kjörbréf þeirra fulltrúa sem félög og fulltrúaráð á vegum flokksins hafa kjörið til setu á fundinum. „Nefndin hefur verið að störfum síðan á mánudag. Henni hafa borist ýmsar ábendingar sem leyst hefur verið úr. Meðal annars bárust ábendingar varðandi kjör fulltrúa í Kópavogi sem vert væri að athuga. Af því tilefni boðaði nefndin m.a. formann Sjálfstæðisfélags Kópavogs til fundar til að skýra nokkur atriði varðandi framkvæmd fulltrúakjörs,“ segir í yfirlýsingunni. Vegið að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins Þá beina þeir spjótum að orðum Unnar Berglindar og vilja meina að þar sé vegið ómaklega að að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins og látið í veðri vaka að það vinni fyrir einn frambjóðanda umfram annan: „Kjörbréfanefnd vísar þessum fullyrðingum formannsins á bug. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins vinnur með þau gögn sem stjórnir sjálfstæðisfélaga og fulltrúaráða senda til skrifstofu flokksins. Starfsfólk er ekki úrskurðaraðili í álitamálum og ber ekki ábyrgð á fulltrúakjöri á landsfund. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins ber enga ábyrgð á því að nefndin hafi talið þörf á að kalla formann Sjálfstæðisfélags í Kópavogs til fundar. Ekkert hefur komið fram við yfirferð kjörbréfanefndar á kjörbréfum sem bendir til annars en að starfsfólk Sjálfstæðisflokksins hafi unnið sín verk af ábyrgð og einurð við undirbúning fundarins.“ Þá segir að kjörbréfanefnd beri fulla ábyrgð á sinni vinnu og niðurstöðum. Og að hún harmi „að formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs hafi séð tilefni til að vega að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins.“ Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrir hádegi að Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, telur stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. Hún lýsir í því samhengi nokkru sem hún upplifði sem einskonar þriðju gráðu yfirheyrslu kjörbréfanefndar þar sem látið var að liggja að eitthvað væri gruggugt við það hverjir komi á Landsfund Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Vert að athuga með landsfundafulltrúa úr Kópavoginum Mjög er tekið að hitna í kolum vegna formannskjörs en þar takast á þeir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Unnur Berglind telur fyrirliggjandi að nefndarmenn séu einarðir stuðningsmenn Bjarna og að þeir hafi misnotað aðstöðu sína með því að þjarma að sér: „Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt.“ Þeir sem eiga sæti í kjörbréfanefndinni, Brynjar Níelsson formaður, Davíð Þorláksson og Arnar Þór Stefánsson, hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir árétta að nefndin starfi í umboði miðstjórnar flokksins. Hún hafi það hlutverk að fara yfir kjörbréf þeirra fulltrúa sem félög og fulltrúaráð á vegum flokksins hafa kjörið til setu á fundinum. „Nefndin hefur verið að störfum síðan á mánudag. Henni hafa borist ýmsar ábendingar sem leyst hefur verið úr. Meðal annars bárust ábendingar varðandi kjör fulltrúa í Kópavogi sem vert væri að athuga. Af því tilefni boðaði nefndin m.a. formann Sjálfstæðisfélags Kópavogs til fundar til að skýra nokkur atriði varðandi framkvæmd fulltrúakjörs,“ segir í yfirlýsingunni. Vegið að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins Þá beina þeir spjótum að orðum Unnar Berglindar og vilja meina að þar sé vegið ómaklega að að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins og látið í veðri vaka að það vinni fyrir einn frambjóðanda umfram annan: „Kjörbréfanefnd vísar þessum fullyrðingum formannsins á bug. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins vinnur með þau gögn sem stjórnir sjálfstæðisfélaga og fulltrúaráða senda til skrifstofu flokksins. Starfsfólk er ekki úrskurðaraðili í álitamálum og ber ekki ábyrgð á fulltrúakjöri á landsfund. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins ber enga ábyrgð á því að nefndin hafi talið þörf á að kalla formann Sjálfstæðisfélags í Kópavogs til fundar. Ekkert hefur komið fram við yfirferð kjörbréfanefndar á kjörbréfum sem bendir til annars en að starfsfólk Sjálfstæðisflokksins hafi unnið sín verk af ábyrgð og einurð við undirbúning fundarins.“ Þá segir að kjörbréfanefnd beri fulla ábyrgð á sinni vinnu og niðurstöðum. Og að hún harmi „að formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs hafi séð tilefni til að vega að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins.“
Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira