Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Snorri Másson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 3. nóvember 2022 20:50 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi norrænu forsætisráðherranna. Norden.org Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. „En það sem ég tel að þurfi að skoða sérstaklega í þessu máli, og ég held að ég tali nú fyrir munn allra, er að ég tel að það þurfi að fara yfir málefni fatlaðs manns, sem var einn af þessum einstaklingum. Það skiptir gríðarlegu máli að við vöndum okkur þegar um viðkvæma hópa er að ræða og að það verði farið yfir það hvort réttindi hans hafi verið virt að öllu leyti eins og á auðvitað að vera,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hlusta má á viðtalið við Katrínu þegar 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: Skilurðu þessa reiði almennt í þessu máli? „Já, þessi mál eru auðvitað flókin. Þessi brottvísun byggir á löggjöfinni frá 2016 sem ríkti pólitísk samstaða um. En það er eðlilegt hins vegar að fólk reiðist þegar það sér einhvers konar valdbeitingu í svona málum.“ Nú gerist þetta á þinni vakt, ertu sátt við það? Katrín Jakobsdóttir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.stöð 2 „Þarna er byggt á löggjöf sem var samþykkt 2016 sem er nú raunar fyrir mína vakt en allir flokkar studdu á sínum tíma og flest telja að hafi elst vel. En það liggur auðvitað fyrir að þegar við erum með reglur þá óska margir eftir því að koma og fá að vera en það fá ekki allir jákvætt svar og það er bara flókið,“ segir Katrín. Ný könnun um stuðning við frumvarp Jóns Gunnarssonar Umræðan um þessa brottvísun blandast umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra útlendingalaga. Í könnun sem Maskína lagði fyrir er niðurstaðan sú í fyrsta lagi að 62% Íslendinga hafa raunar fremur lítið eða mjög lítið sem ekki neitt kynnt sér efni frumvarpsins og aðeins 11% hafa kynnt sér það að ráði. 31,5% fólks er þá andvígt eða mjög andvígt frumvarpinu, 45 prósent eru hlutlaus og 22,8% eru hlynnt því. Mestur er stuðningurinn innan Miðflokks og Sjálfstæðisflokks. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. 3. nóvember 2022 16:03 Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. 3. nóvember 2022 14:56 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„En það sem ég tel að þurfi að skoða sérstaklega í þessu máli, og ég held að ég tali nú fyrir munn allra, er að ég tel að það þurfi að fara yfir málefni fatlaðs manns, sem var einn af þessum einstaklingum. Það skiptir gríðarlegu máli að við vöndum okkur þegar um viðkvæma hópa er að ræða og að það verði farið yfir það hvort réttindi hans hafi verið virt að öllu leyti eins og á auðvitað að vera,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hlusta má á viðtalið við Katrínu þegar 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: Skilurðu þessa reiði almennt í þessu máli? „Já, þessi mál eru auðvitað flókin. Þessi brottvísun byggir á löggjöfinni frá 2016 sem ríkti pólitísk samstaða um. En það er eðlilegt hins vegar að fólk reiðist þegar það sér einhvers konar valdbeitingu í svona málum.“ Nú gerist þetta á þinni vakt, ertu sátt við það? Katrín Jakobsdóttir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.stöð 2 „Þarna er byggt á löggjöf sem var samþykkt 2016 sem er nú raunar fyrir mína vakt en allir flokkar studdu á sínum tíma og flest telja að hafi elst vel. En það liggur auðvitað fyrir að þegar við erum með reglur þá óska margir eftir því að koma og fá að vera en það fá ekki allir jákvætt svar og það er bara flókið,“ segir Katrín. Ný könnun um stuðning við frumvarp Jóns Gunnarssonar Umræðan um þessa brottvísun blandast umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra útlendingalaga. Í könnun sem Maskína lagði fyrir er niðurstaðan sú í fyrsta lagi að 62% Íslendinga hafa raunar fremur lítið eða mjög lítið sem ekki neitt kynnt sér efni frumvarpsins og aðeins 11% hafa kynnt sér það að ráði. 31,5% fólks er þá andvígt eða mjög andvígt frumvarpinu, 45 prósent eru hlutlaus og 22,8% eru hlynnt því. Mestur er stuðningurinn innan Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. 3. nóvember 2022 16:03 Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. 3. nóvember 2022 14:56 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. 3. nóvember 2022 16:03
Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. 3. nóvember 2022 14:56