Fjölskylda Kristins ætlar að kæra ákvörðun lögreglu að fella niður rannsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 11:40 Hér má sjá mynd af Kristni á Mallorca eftir vertíðarlok 1973. Í septembermánuði lést Kristinn í slysinu, þá nítján ára gamall. Aðsend/Þórólfur Hilbert Fjölskylda Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í bílslysi í Óshlíð árið 1973, hefur ákveðið að kæra niðurstöðu lögreglunnar á Vestfjörðum um að hætta rannsókn. Þetta staðfestir Þórólfur Hilbert Jóhannesson, bróðir Kristins, í samtali við fréttastofu. Lögreglan tilkynnti um miðjan október að niðurstaða rannsóknar réttarlæknis væri að ekkert benti til annars en að Kristinn hafi látist í slysi. Líkamsleifar Kristins voru grafnar upp í maí og rannsakaðar af réttarlækni að beiðni lögreglu. Ættingjar Kristins telja rannsókn lögreglu á sínum tíma hafa verið ábótavant og fóru fram á að hún yrði tekin upp á ný. Vísir greindi frá því 31. maí síðastliðinn að skýrslur hafi ekki verið teknar af ökumanni og farþega í bílnum fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Fram kemur í lögregluskýrslum um málið, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Kristinn hafi farið á dansleik í Hnífsdal kvöldið áður og síðan í einkasamkvæmi á Ísafirði með þremur stúlkum. Upp úr klukkan fjögur um morguninn hafi þau farið úr samkvæminu, ásamt fjórðu stúlkunni, hitt fyrir leigubílstjóra, sem keyrði þau um Ísafjörð. Tvær stúlknanna hafi farið úr bílnum áður en haldið var til Bolungarvíkur þar sem ein stúlknanna bjó. Þegar hún hafi verið komin heim til sín hafi leigubílstjórinn haldið, með Kristinn og fjórðu stúlkuna, aftur til Ísafjarðar. Stúlkan sat í framsætinu en Kristinn Haukur lá í aftursætinu. Rykkur hafi komið á bílinn Höskuldur Guðmundsson, leigubílstjórinn fyrrverandi, sagði í samtali við fréttastofu 31. maí síðastliðinn að stúlkan hafi verið vinkona hans og hann hafi verið hættur að aka gegn gjaldi þetta kvöld þegar hann tók hópinn upp í bíl. Hann hafi aðeins ekið til Bolungarvíkur þar sem stúlkan sem þangað hafi þurft að komast hafi verið í vandræðum með að finna far. Kristinn Haukur hafi verið mjög drukkinn og fljótlega dáið áfengisdauða í aftursætinu. Kristinn Haukur með vini.Aðsend/Þórólfur Hilbert Fram kemur í lögregluskýrslum að við blindbeygju á Óshlíðarvegi hafi komið rykkur á bílinn og Höskuldur misst stjórn á honum áður en bíllinn valt þrjátíu metra niður í flæðarmálið. Bílstjórinn sagði í skýrslutöku hjá lögreglu 23. nóvember 1973 að áður en bíllinn fór út af veginum hafi vinstra afturhjólið „neglt sig fast í bremsu“ og við það hafi hann misst stjórn á bílnum. Við rannsókn málsins var bifreiðaeftirlitsmaður fenginn til að skoða bílinn og sagði hann að stýrisliður hafi verið rofinn. Hann hafi ekkert fundið að hemlum bifreiðarinnar. Líkið farið að stirðna þegar lögregla kom á slysstað Höskuldur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekið hægt um Óshlíðarveginn því aðstæður hafi ekki, eins og alltaf í Óshlíð, verið góðar. Þegar hann hafi ýtt lauslega á bremsuna hafi annað hjólið á bílnum læst sig og bíllinn farið út af. Hann segir það oft hafa gerst í amerískum bílum, en bíllinn var úr verksmiðju Ford 1967. Ljósmynd af bílnum í fjörunni undir Óshlíðarvegi.Haukur Sig./Ljósmyndasafnið Ísafirði Bíllinn valt niður í flæðarmálið en lenti á hjólunum og komust bæði ökumaðurinn og stúlkan, sem hvorugt var í bílbelti, út úr bílnum af sjálfsdáðum. Þau sögðust í skýrslutöku hjá lögreglu hafa fundið vasaljós í bílnum og leitað Kristins stutlega án árangurs. Þau hafi síðan gengið inn í Hnífsdal, um klukkustundar leið, þar sem þau gátu gert lögreglu viðvart. Einn lögreglumaður var sendur á slysstað þar sem hann fann Kristin látinn í hlíðinni miðri, um fimmtán metra fyrir ofan staðinn þar sem bíllinn hafði stöðvast. Lögreglumaðurinn segir í skýrslu að ljóst hafi verið að Kristinn væri látinn, en storknað blóð hafi verið í munni hans og hann hafi haft mikið sár á höfði. Líkaminn hafi þar að auki verið farinn að stirðna. Læknanemi, sem hafði verið kallaður til, úrskurðaði Kristinn látinn á staðnum. Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Lögreglumál Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Þetta staðfestir Þórólfur Hilbert Jóhannesson, bróðir Kristins, í samtali við fréttastofu. Lögreglan tilkynnti um miðjan október að niðurstaða rannsóknar réttarlæknis væri að ekkert benti til annars en að Kristinn hafi látist í slysi. Líkamsleifar Kristins voru grafnar upp í maí og rannsakaðar af réttarlækni að beiðni lögreglu. Ættingjar Kristins telja rannsókn lögreglu á sínum tíma hafa verið ábótavant og fóru fram á að hún yrði tekin upp á ný. Vísir greindi frá því 31. maí síðastliðinn að skýrslur hafi ekki verið teknar af ökumanni og farþega í bílnum fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Fram kemur í lögregluskýrslum um málið, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Kristinn hafi farið á dansleik í Hnífsdal kvöldið áður og síðan í einkasamkvæmi á Ísafirði með þremur stúlkum. Upp úr klukkan fjögur um morguninn hafi þau farið úr samkvæminu, ásamt fjórðu stúlkunni, hitt fyrir leigubílstjóra, sem keyrði þau um Ísafjörð. Tvær stúlknanna hafi farið úr bílnum áður en haldið var til Bolungarvíkur þar sem ein stúlknanna bjó. Þegar hún hafi verið komin heim til sín hafi leigubílstjórinn haldið, með Kristinn og fjórðu stúlkuna, aftur til Ísafjarðar. Stúlkan sat í framsætinu en Kristinn Haukur lá í aftursætinu. Rykkur hafi komið á bílinn Höskuldur Guðmundsson, leigubílstjórinn fyrrverandi, sagði í samtali við fréttastofu 31. maí síðastliðinn að stúlkan hafi verið vinkona hans og hann hafi verið hættur að aka gegn gjaldi þetta kvöld þegar hann tók hópinn upp í bíl. Hann hafi aðeins ekið til Bolungarvíkur þar sem stúlkan sem þangað hafi þurft að komast hafi verið í vandræðum með að finna far. Kristinn Haukur hafi verið mjög drukkinn og fljótlega dáið áfengisdauða í aftursætinu. Kristinn Haukur með vini.Aðsend/Þórólfur Hilbert Fram kemur í lögregluskýrslum að við blindbeygju á Óshlíðarvegi hafi komið rykkur á bílinn og Höskuldur misst stjórn á honum áður en bíllinn valt þrjátíu metra niður í flæðarmálið. Bílstjórinn sagði í skýrslutöku hjá lögreglu 23. nóvember 1973 að áður en bíllinn fór út af veginum hafi vinstra afturhjólið „neglt sig fast í bremsu“ og við það hafi hann misst stjórn á bílnum. Við rannsókn málsins var bifreiðaeftirlitsmaður fenginn til að skoða bílinn og sagði hann að stýrisliður hafi verið rofinn. Hann hafi ekkert fundið að hemlum bifreiðarinnar. Líkið farið að stirðna þegar lögregla kom á slysstað Höskuldur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekið hægt um Óshlíðarveginn því aðstæður hafi ekki, eins og alltaf í Óshlíð, verið góðar. Þegar hann hafi ýtt lauslega á bremsuna hafi annað hjólið á bílnum læst sig og bíllinn farið út af. Hann segir það oft hafa gerst í amerískum bílum, en bíllinn var úr verksmiðju Ford 1967. Ljósmynd af bílnum í fjörunni undir Óshlíðarvegi.Haukur Sig./Ljósmyndasafnið Ísafirði Bíllinn valt niður í flæðarmálið en lenti á hjólunum og komust bæði ökumaðurinn og stúlkan, sem hvorugt var í bílbelti, út úr bílnum af sjálfsdáðum. Þau sögðust í skýrslutöku hjá lögreglu hafa fundið vasaljós í bílnum og leitað Kristins stutlega án árangurs. Þau hafi síðan gengið inn í Hnífsdal, um klukkustundar leið, þar sem þau gátu gert lögreglu viðvart. Einn lögreglumaður var sendur á slysstað þar sem hann fann Kristin látinn í hlíðinni miðri, um fimmtán metra fyrir ofan staðinn þar sem bíllinn hafði stöðvast. Lögreglumaðurinn segir í skýrslu að ljóst hafi verið að Kristinn væri látinn, en storknað blóð hafi verið í munni hans og hann hafi haft mikið sár á höfði. Líkaminn hafi þar að auki verið farinn að stirðna. Læknanemi, sem hafði verið kallaður til, úrskurðaði Kristinn látinn á staðnum.
Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Lögreglumál Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira