Fjölbreytt verkefni hlutu Menntaverðlaunin í ár Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 4. nóvember 2022 12:27 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ásamt handhöfum Menntaverðlaunanna. Forseti.is/Birgir Ísleifur Gunnarsson. Íslensku menntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Fjórar menntastofnanir og einn kennari hlutu verðlaun. Markmið verðlaunanna er að beina kastljósinu að metnaðarfullu skólastarfi sem unnið er með börnum og ungmennum. Upphaf verðlaunanna má rekja til forsetatíðar Ólafs Ragnars Grímssonar. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2005 en afhendingu þeirra var hætt í kjölfar efnahagshrunsins og þau svo endurvakin árið 2020. Að baki verðlaununum standa hinir ýmsu hagsmunaaðilar íslenska menntageirans auk forsetaembættisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum auk hvatningarverðlauna. Leikskólinn Rauðhóll hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs og menntaumbóta fyrir fagmennsku og gæði í leikskólastarfi og öflugt þróunarstarf. Verkefni innan Grunnskóla Snæfellsbæjar kallað Átthagafræði hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Tækniskólinn hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi iðn- eða verkmenntunar fyrir átaksverkefnið #kvennastarf, samstarfsverkefni skólans og annarra iðn- og verkmenntaskóla. Verkefnið gengur út á að benda á þann kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum og vekja athygli á störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum. Elísabet Ragnarsdóttir, leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Heiðarborg í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi kennara fyrir einstaka fagmennsku við leikskólakennslu. Hvatningarverðlaunin hlaut Menntaskóli Borgarfjarðar fyrir framsækna endurskoðun á námskrá með það að leiðarljósi að undirbúa nemendur sem best fyrir áskoranir í lífi og starfi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Gerður Kristný, rithöfundur og skáld og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins afhentu verðlaunin ásamt forseta. Nánari upplýsingar um verðlaunin má sjá hér eða á forseti.is. Skóla - og menntamál Forseti Íslands Snæfellsbær Grunnskólar Framhaldsskólar Borgarbyggð Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Hanna Rún og og Aðalþing hlutu Íslensku menntaverðlaunin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. 10. nóvember 2021 21:17 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
Markmið verðlaunanna er að beina kastljósinu að metnaðarfullu skólastarfi sem unnið er með börnum og ungmennum. Upphaf verðlaunanna má rekja til forsetatíðar Ólafs Ragnars Grímssonar. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2005 en afhendingu þeirra var hætt í kjölfar efnahagshrunsins og þau svo endurvakin árið 2020. Að baki verðlaununum standa hinir ýmsu hagsmunaaðilar íslenska menntageirans auk forsetaembættisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum auk hvatningarverðlauna. Leikskólinn Rauðhóll hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs og menntaumbóta fyrir fagmennsku og gæði í leikskólastarfi og öflugt þróunarstarf. Verkefni innan Grunnskóla Snæfellsbæjar kallað Átthagafræði hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Tækniskólinn hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi iðn- eða verkmenntunar fyrir átaksverkefnið #kvennastarf, samstarfsverkefni skólans og annarra iðn- og verkmenntaskóla. Verkefnið gengur út á að benda á þann kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum og vekja athygli á störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum. Elísabet Ragnarsdóttir, leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Heiðarborg í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi kennara fyrir einstaka fagmennsku við leikskólakennslu. Hvatningarverðlaunin hlaut Menntaskóli Borgarfjarðar fyrir framsækna endurskoðun á námskrá með það að leiðarljósi að undirbúa nemendur sem best fyrir áskoranir í lífi og starfi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Gerður Kristný, rithöfundur og skáld og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins afhentu verðlaunin ásamt forseta. Nánari upplýsingar um verðlaunin má sjá hér eða á forseti.is.
Skóla - og menntamál Forseti Íslands Snæfellsbær Grunnskólar Framhaldsskólar Borgarbyggð Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Hanna Rún og og Aðalþing hlutu Íslensku menntaverðlaunin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. 10. nóvember 2021 21:17 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
Hanna Rún og og Aðalþing hlutu Íslensku menntaverðlaunin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. 10. nóvember 2021 21:17
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent