Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2022 19:21 Mikil þétting byggðar hefur átt sér stað á undanförnum árum í Reykjavík. Í vesturbænum er fjöldi íbúða að rísa þessa dagana. Reykjavíkurborg Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. Í árlegri kynningu Reykjavíkurborgar á stöðu húsnæðisuppbyggingar og hvað væri framundan sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri borgarstjóri síðustu fimm ár hafa verið metár en næstu tíu ár yrðu enn þá stærri. Gríðarleg uppbygging væri framunan um alla borg, bæði á þéttingarreitum og nýjum byggingarsvæðum. Langtímameðaltalsfjöldi nýrra íbúða hafi verið 600 íbúðir á ári en á næstu fimm árum gæti meðaltalið orðið allt að þrjú þúsund. Það stæði því ekki á borginni við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Dagur B. Eggertsson segir fjármálastofnanir ráða miklu um hraðan á íbúðaruppbyggingunni.Vísir/Vilhelm „Það sem að mun ráða hraðanum er ekki Reykjavík. Það mun ekki standa á okkur heldur framkvæmdafjármögnun frá lánastofnunum. Þar höfum við ákveðnar áhyggjur af því að það sé verið að framkalla mikla kulnun á þessum uppbyggingarmarkaði sem við höfum öll þörf fyrir að sé í góðu jafnvægi,“ segir Dagur. Það hafi síðast gerst árið 2019 þegar allir bankarnir hafi dregið úr lánum til nýrra verkefna. „Það framkallaði síðan smá dýfu í framboðinu þótt það hafi síðan náðst aftur upp. Við köllum í raun eftir umræðu um það hvernig við getum tryggt betra jafnvægi í framkvæmdafjármögnun, betra jafnvægi í uppbyggingarfjármögnun. Þannig að íbúðauppbyggingin haldist í hendur við þá miklu fjölgun íbúa sem við sjáum í Reykjavík og annars staðar,“ segir borgarstjóri. Uppbygging íbúða víða í borginni taka mið af væntanlegri borgarlínu.Reykjavíkurborg Undanfarin misseri hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað vexti til að vinna gegn verðbólgu. Dagur segir að vaxtalækkunin árin þar á undan hafi nánast framkallað verðbólgu að sumu leyti. Gangi áætlanir hins vegar eftir muni stór hluti nýrra íbúða verða á félagslegum forsendum. „Það eru hin stóru tíðindin. Við erum að tryggja að á hverjum einasta uppbyggingarreit, með samningum við uppbyggingaraðila, að hluti íbúðanna sé félagslegur og þeirra sem minna hafa á milli handanna. Þannig að við fáum félagslega blöndun um alla borg,“ segir Dagur. Þá tekur uppbyggingin víða mið af væntanlegri borgarlínu. Fyrsti áfangi hennar verður bygging Fossvogsbrúar sem framkvæmdir hefjist vonandi við á næsta ári. Það líða nokkur ár þangað til borgarlínuvagnarnir fara að keyra. Íbúðir sem byrjað er að byggja í dag munu heldur ekki rísa fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Þannig að við viljum að þetta haldist í hendur. Þannig að 2026, 2027 verði þetta komið á fullt. Bæði borgarlínan og íbúðir í nágrenni hennar,“ segir Dagur B. Eggertsson. Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19 Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Í árlegri kynningu Reykjavíkurborgar á stöðu húsnæðisuppbyggingar og hvað væri framundan sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri borgarstjóri síðustu fimm ár hafa verið metár en næstu tíu ár yrðu enn þá stærri. Gríðarleg uppbygging væri framunan um alla borg, bæði á þéttingarreitum og nýjum byggingarsvæðum. Langtímameðaltalsfjöldi nýrra íbúða hafi verið 600 íbúðir á ári en á næstu fimm árum gæti meðaltalið orðið allt að þrjú þúsund. Það stæði því ekki á borginni við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Dagur B. Eggertsson segir fjármálastofnanir ráða miklu um hraðan á íbúðaruppbyggingunni.Vísir/Vilhelm „Það sem að mun ráða hraðanum er ekki Reykjavík. Það mun ekki standa á okkur heldur framkvæmdafjármögnun frá lánastofnunum. Þar höfum við ákveðnar áhyggjur af því að það sé verið að framkalla mikla kulnun á þessum uppbyggingarmarkaði sem við höfum öll þörf fyrir að sé í góðu jafnvægi,“ segir Dagur. Það hafi síðast gerst árið 2019 þegar allir bankarnir hafi dregið úr lánum til nýrra verkefna. „Það framkallaði síðan smá dýfu í framboðinu þótt það hafi síðan náðst aftur upp. Við köllum í raun eftir umræðu um það hvernig við getum tryggt betra jafnvægi í framkvæmdafjármögnun, betra jafnvægi í uppbyggingarfjármögnun. Þannig að íbúðauppbyggingin haldist í hendur við þá miklu fjölgun íbúa sem við sjáum í Reykjavík og annars staðar,“ segir borgarstjóri. Uppbygging íbúða víða í borginni taka mið af væntanlegri borgarlínu.Reykjavíkurborg Undanfarin misseri hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað vexti til að vinna gegn verðbólgu. Dagur segir að vaxtalækkunin árin þar á undan hafi nánast framkallað verðbólgu að sumu leyti. Gangi áætlanir hins vegar eftir muni stór hluti nýrra íbúða verða á félagslegum forsendum. „Það eru hin stóru tíðindin. Við erum að tryggja að á hverjum einasta uppbyggingarreit, með samningum við uppbyggingaraðila, að hluti íbúðanna sé félagslegur og þeirra sem minna hafa á milli handanna. Þannig að við fáum félagslega blöndun um alla borg,“ segir Dagur. Þá tekur uppbyggingin víða mið af væntanlegri borgarlínu. Fyrsti áfangi hennar verður bygging Fossvogsbrúar sem framkvæmdir hefjist vonandi við á næsta ári. Það líða nokkur ár þangað til borgarlínuvagnarnir fara að keyra. Íbúðir sem byrjað er að byggja í dag munu heldur ekki rísa fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Þannig að við viljum að þetta haldist í hendur. Þannig að 2026, 2027 verði þetta komið á fullt. Bæði borgarlínan og íbúðir í nágrenni hennar,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19 Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19
Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30