Guðlaugur Þór tók mér opnum örmum Eiður Welding skrifar 5. nóvember 2022 09:00 Ég byrjaði ungur í flokknum, reyndar mjög ungur, í aðdraganda Alþingiskosninga árið 2017. Eins og gefur að skilja var þá mikið um að vera eins og oft er í kringum kosningar. Þegar ég gekk inn í Valhöll tók Guðlaugur Þór alveg sérstaklega vel á móti mér, með opnum örmum, og gaf sér tíma til að sýna mér hvernig starfið virkar. Skömmu eftir þessar kosningar, bauð Guðlaugur mér, ásamt fleirum, í Utanríkisráðuneytið og þar sá ég hversu mikið hann brann fyrir sínu starfi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund núna um helgina og þá kjósum við okkur formann. Ég styð Guðlaug Þór til formennsku og ástæðan er einföld. Guðlaugur Þór hefur allan sinn stjórnmálaferil lagt ríka áherslu á að vera í sambandi við og virkja breiðan hóp fólks innan flokksins. Hann býður fólk velkomið og gefur sér tíma til að tala við alla, hverjir sem þeir eru og hvaðan sem þeir koma. Guðlaugur Þór veit að Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert án grasrótarinnar, fólksins í flokknum, sem leggur kapp sitt við að veita forystu flokksins málefnalegt aðhald og stuðning. Hann leitast við að eiga í virku samtali við fólkið í flokknum og fá frá því hugmyndir sem verða að lausnum við málefnum líðandi stundar. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður flokksins í 13 ár. Hann hefur staðið sig ágætlega sem fjármálaráðherra og ríkisfjármálin hafa verið í góðu standi undir hans stjórn. Við í Sjálfstæðisflokknum erum hins vegar ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra, við erum að kjósa okkur formann! Því miður hefur Bjarni gleymt grasrótinni okkar, fólkinu í flokknum. Guðlaugur Þór er að mínu mati einn af okkar flottustu stjórnmálamönnum. Hann hefur verið mér mikil fyrirmynd allar götur síðan ég hitti hann fyrst og kennt mér svo ótrúlega margt. Guðlaugur býr yfir öllum þeim mannkostum sem við viljum sjá í stjórnmálamanni. Hann er heiðarlegur, lausnamiðaður og réttsýnn maður sem er ávallt tilbúinn að hlusta á gagnrýni sem og góðar hugmyndir með opnum hug. Þannig eiga stjórnmálamenn að vera. Þannig einstakling vil ég sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og áhugamaður um farsæla framtíð Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Ég byrjaði ungur í flokknum, reyndar mjög ungur, í aðdraganda Alþingiskosninga árið 2017. Eins og gefur að skilja var þá mikið um að vera eins og oft er í kringum kosningar. Þegar ég gekk inn í Valhöll tók Guðlaugur Þór alveg sérstaklega vel á móti mér, með opnum örmum, og gaf sér tíma til að sýna mér hvernig starfið virkar. Skömmu eftir þessar kosningar, bauð Guðlaugur mér, ásamt fleirum, í Utanríkisráðuneytið og þar sá ég hversu mikið hann brann fyrir sínu starfi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund núna um helgina og þá kjósum við okkur formann. Ég styð Guðlaug Þór til formennsku og ástæðan er einföld. Guðlaugur Þór hefur allan sinn stjórnmálaferil lagt ríka áherslu á að vera í sambandi við og virkja breiðan hóp fólks innan flokksins. Hann býður fólk velkomið og gefur sér tíma til að tala við alla, hverjir sem þeir eru og hvaðan sem þeir koma. Guðlaugur Þór veit að Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert án grasrótarinnar, fólksins í flokknum, sem leggur kapp sitt við að veita forystu flokksins málefnalegt aðhald og stuðning. Hann leitast við að eiga í virku samtali við fólkið í flokknum og fá frá því hugmyndir sem verða að lausnum við málefnum líðandi stundar. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður flokksins í 13 ár. Hann hefur staðið sig ágætlega sem fjármálaráðherra og ríkisfjármálin hafa verið í góðu standi undir hans stjórn. Við í Sjálfstæðisflokknum erum hins vegar ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra, við erum að kjósa okkur formann! Því miður hefur Bjarni gleymt grasrótinni okkar, fólkinu í flokknum. Guðlaugur Þór er að mínu mati einn af okkar flottustu stjórnmálamönnum. Hann hefur verið mér mikil fyrirmynd allar götur síðan ég hitti hann fyrst og kennt mér svo ótrúlega margt. Guðlaugur býr yfir öllum þeim mannkostum sem við viljum sjá í stjórnmálamanni. Hann er heiðarlegur, lausnamiðaður og réttsýnn maður sem er ávallt tilbúinn að hlusta á gagnrýni sem og góðar hugmyndir með opnum hug. Þannig eiga stjórnmálamenn að vera. Þannig einstakling vil ég sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og áhugamaður um farsæla framtíð Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar