Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 10:53 Finnur Ricart Andrason er ungmennafulltrúi Íslands á ráðstefnunni. Aðsend Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 30 þúsund eru saman komin í Egyptalandi á loftslagsráðstefnunni Cop27. Ráðstefnan fer fram árlega en að sögn egypskra stjórnvalda skiptir ráðstefna þessa árs höfuðmáli. Nú sé að duga, og grípa til einhverra almennilegra aðgerða, eða drepast. Miklar náttúruhamfarir hafa riðið yfir á árinu. Sumarið var eitthvað það heitasta á síðari tímum, árfarvegir þornuðu upp og gróðureldar kviknuðu. Leiðtogar ríkja taka þátt í ráðstefnunni fram á þriðjudag. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sækir ráðherrafundi ráðstefnunnar fyrir Íslands hönd í næstu viku. „Fundurinn í ár snýst fyrst og fremst um að útfæra þær ákvarðanir sem hafa þegar verið teknar. Það verða ekki endilega stórar ákvarðanir teknar um ný markmið eða slíkt,“ segir Finnur Ricart Andrason, ungmennafulltrúi Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála. „Frekar snýst þetta um útfærslu á þeim markmiðum sem hafa þegar verið sett og að auka metnað í þeim aðgerðum sem þegar liggja fyrir. Svo er fjármagn eitt stærsta málið á dagskránni, það þarf að auka fjármagn til muna til að ná þeim markmiðum sem hafa verið sett. Svo er aðlögun stórt mál á dagskránni og svo er nýtt mál á dagskránni sem kallast Tap og tjón.“ Ísland uppfærði ekki markmið sín Eitt af meginviðfangsefnum fundarins sé að ræða þær afleiðingar loftslagsvárinnar sem ekki er hægt að aðlagast. „Ef við ímyndum okkur til dæmis hækkun sjávarborðs, þá eru einhverjar eyjur í Kyrrahafi sem munu sökkva. Þetta er dæmi um afleiðingu loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þá er fólkið búið að tapa því landi sem það býr á. Það er verið að ræða hvernig er hægt að fá fjármagn til að vega upp á móti þessu tapi og tjóni,“ segir Finnur. Fá lönd hafi uppfært markmið sín frá því í fyrra, þar á meðal Ísland, en ríki voru hvött til að auka við framlag sitt fyrir þennan fund. „Þetta ákall náði ekki mörgum löndum til að uppfæra markmið sín. Ég held að 25 lönd hafi komið með ný markmið af 194. Þannig að það komu einhver ný markmið en það var ekki mikill metnaður í þessum markmiðum,“ segir Finnur. Ekki nóg að mæta á ráðstefnur En hvað þarf Ísland að gera annað en að sækja ráðstefnur sem þessar til að bregðast við loftslagsvánni? „Það er eitt að komast að samkomulagi um hvernig eigi að gera hlutina og annað að gera hlutina í alvörunni. Þessir fundir eru gríðarlega mikilvægir til að ná samstillingu milli ríkja og til þess að það séu sameiginlegur þrýstingur og metnaður á heimsvísu en svo þarf vinnan við það að takast á við loftslagsbreytingar að eiga sér stað þegar heim er komið í hverju landi fyrir sig,“ segir Finnur. „Ísland þarf að taka Parísarsáttmálamarkmiðið um að halda hlýnun innan við 1,5°C aftur heim og útfæra sin markmið og sínar aðgerðir í takt við það. Það er eitthvað sem stjórnvöld hafa ekki gert nógu vel á Íslandi. Við erum langt frá því að ná eigin markmiðum.“ Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
30 þúsund eru saman komin í Egyptalandi á loftslagsráðstefnunni Cop27. Ráðstefnan fer fram árlega en að sögn egypskra stjórnvalda skiptir ráðstefna þessa árs höfuðmáli. Nú sé að duga, og grípa til einhverra almennilegra aðgerða, eða drepast. Miklar náttúruhamfarir hafa riðið yfir á árinu. Sumarið var eitthvað það heitasta á síðari tímum, árfarvegir þornuðu upp og gróðureldar kviknuðu. Leiðtogar ríkja taka þátt í ráðstefnunni fram á þriðjudag. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sækir ráðherrafundi ráðstefnunnar fyrir Íslands hönd í næstu viku. „Fundurinn í ár snýst fyrst og fremst um að útfæra þær ákvarðanir sem hafa þegar verið teknar. Það verða ekki endilega stórar ákvarðanir teknar um ný markmið eða slíkt,“ segir Finnur Ricart Andrason, ungmennafulltrúi Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála. „Frekar snýst þetta um útfærslu á þeim markmiðum sem hafa þegar verið sett og að auka metnað í þeim aðgerðum sem þegar liggja fyrir. Svo er fjármagn eitt stærsta málið á dagskránni, það þarf að auka fjármagn til muna til að ná þeim markmiðum sem hafa verið sett. Svo er aðlögun stórt mál á dagskránni og svo er nýtt mál á dagskránni sem kallast Tap og tjón.“ Ísland uppfærði ekki markmið sín Eitt af meginviðfangsefnum fundarins sé að ræða þær afleiðingar loftslagsvárinnar sem ekki er hægt að aðlagast. „Ef við ímyndum okkur til dæmis hækkun sjávarborðs, þá eru einhverjar eyjur í Kyrrahafi sem munu sökkva. Þetta er dæmi um afleiðingu loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þá er fólkið búið að tapa því landi sem það býr á. Það er verið að ræða hvernig er hægt að fá fjármagn til að vega upp á móti þessu tapi og tjóni,“ segir Finnur. Fá lönd hafi uppfært markmið sín frá því í fyrra, þar á meðal Ísland, en ríki voru hvött til að auka við framlag sitt fyrir þennan fund. „Þetta ákall náði ekki mörgum löndum til að uppfæra markmið sín. Ég held að 25 lönd hafi komið með ný markmið af 194. Þannig að það komu einhver ný markmið en það var ekki mikill metnaður í þessum markmiðum,“ segir Finnur. Ekki nóg að mæta á ráðstefnur En hvað þarf Ísland að gera annað en að sækja ráðstefnur sem þessar til að bregðast við loftslagsvánni? „Það er eitt að komast að samkomulagi um hvernig eigi að gera hlutina og annað að gera hlutina í alvörunni. Þessir fundir eru gríðarlega mikilvægir til að ná samstillingu milli ríkja og til þess að það séu sameiginlegur þrýstingur og metnaður á heimsvísu en svo þarf vinnan við það að takast á við loftslagsbreytingar að eiga sér stað þegar heim er komið í hverju landi fyrir sig,“ segir Finnur. „Ísland þarf að taka Parísarsáttmálamarkmiðið um að halda hlýnun innan við 1,5°C aftur heim og útfæra sin markmið og sínar aðgerðir í takt við það. Það er eitthvað sem stjórnvöld hafa ekki gert nógu vel á Íslandi. Við erum langt frá því að ná eigin markmiðum.“
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira