Neville segir að Alexander-Arnold eigi ekki að fara á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2022 07:31 Álitsgjafar á Englandi virðast geta rætt klukkutímunum saman um Trent Alexander-Arnold og stöðu hans í enska landsliðinu. getty/Catherine Ivill Gary Neville segir að slakur varnarleikur Trents Alexander-Arnold gæti kostað hann sæti í HM-hópi Englands. Á fimmtudaginn tilkynnir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hvaða 26 leikmenn fara til Katar þar sem HM fer fram að þessu sinni. Southgate hefur úr mörgum góðum kostum að velja í stöðu hægri bakvarðar, þar á meðal Alexander-Arnold. Hann hefur þó notað Liverpool-manninn sparlega og Neville skilur af hverju. Hann segir að mistök Alexander-Arnolds gætu reynst dýr fyrir enska landsliðið í útsláttarkeppninni á HM. „Snilldin sem hann sýnir í sókninni er ekki þessa heims en við erum að tala um útsláttarkeppni og þar gæti þetta ráðist á einu augnabliki. Ég sé ekki hvernig Gareth Southgate getur farið inn í leik í útsláttarkeppni með Trent,“ sagði Neville eftir 1-2 sigur Liverpool á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Ég vil að hann verði besti hægri bakvörður allra tíma, því hann býr yfir þannig hæfileikum, en eins og sást í dag gætu mistök hans reynst Liverpool dýrkeypt. Hann er of bráður og ég sé hann fá á sig vítaspyrnu á HM. Ég held að Southgate muni ekki treysta honum í útsláttarleik og hann er þegar með fjóra frábæra hægri bakverði.“ Alexander-Arnold tefldi á tæpasta vað í fyrri hálfleiknum gegn Tottenham í gær þegar hann stjakaði við Ryan Sessegnon inni í vítateig en ekkert var dæmt. Mohamed Salah skoraði bæði mörk Liverpool í leiknum á Tottenham leikvanginum í gær. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með nítján stig eftir þrettán leiki. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Á fimmtudaginn tilkynnir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hvaða 26 leikmenn fara til Katar þar sem HM fer fram að þessu sinni. Southgate hefur úr mörgum góðum kostum að velja í stöðu hægri bakvarðar, þar á meðal Alexander-Arnold. Hann hefur þó notað Liverpool-manninn sparlega og Neville skilur af hverju. Hann segir að mistök Alexander-Arnolds gætu reynst dýr fyrir enska landsliðið í útsláttarkeppninni á HM. „Snilldin sem hann sýnir í sókninni er ekki þessa heims en við erum að tala um útsláttarkeppni og þar gæti þetta ráðist á einu augnabliki. Ég sé ekki hvernig Gareth Southgate getur farið inn í leik í útsláttarkeppni með Trent,“ sagði Neville eftir 1-2 sigur Liverpool á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Ég vil að hann verði besti hægri bakvörður allra tíma, því hann býr yfir þannig hæfileikum, en eins og sást í dag gætu mistök hans reynst Liverpool dýrkeypt. Hann er of bráður og ég sé hann fá á sig vítaspyrnu á HM. Ég held að Southgate muni ekki treysta honum í útsláttarleik og hann er þegar með fjóra frábæra hægri bakverði.“ Alexander-Arnold tefldi á tæpasta vað í fyrri hálfleiknum gegn Tottenham í gær þegar hann stjakaði við Ryan Sessegnon inni í vítateig en ekkert var dæmt. Mohamed Salah skoraði bæði mörk Liverpool í leiknum á Tottenham leikvanginum í gær. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með nítján stig eftir þrettán leiki.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira