Alveg jafn sátt með appelsínuöndina sex árum síðar Bjarki Sigurðsson skrifar 7. nóvember 2022 15:39 Appelsínuöndin er alltaf jafn góð að mati Ellenar. Ellen Guðmundsdóttir sló óvart í gegn hér á landi fyrir sex árum síðan þegar eiginmaður hennar birti mynd af henni á Facebook. Þá misskildi vinur hans færsluna og hélt hann væri að kalla eiginkonu sína appelsínuönd. Árið 2016 voru hjónin Ellen Guðmundsdóttir og Jónas Bjarnason stödd á eyjunni Tenerife á veitingastaðnum Hong Kong Food City. Þar fæst besta appelsínuönd heims að mati Ellenar. Hún var mjög ánægð með öndina sem hún fékk og skrifaði Jónas við myndina: „Sátt með appelsínuöndina“. Tryggvi, vinur Jónasar, misskildi færsluna og hélt að Jónas væri að líkja Ellen við appelsínuönd þar sem hún var orðin ansi sólbrún eftir dvölina á eyjunni. „Að þú skulir tala svona um konuna þína“ skrifaði Tryggvi. Jónas var fljótur að leiðrétta hann en úr urðu ein frægustu Facebook-samskipti Íslandssögunnar. Nú sex árum síðar ákvað dóttir þeirra Ellenar og Jónasar, Indíra, að endurgera myndina frægu. Hún hafði aldrei fengið að fara með móður sinni að smakka öndina frægu en það breyttist í gær. „Ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016,“ skrifaði Indíra við myndina sem hún birti í gærkvöldi. Auðvitað fengu fyrri samskipti Jónasar og Tryggva að fljóta með. Löngu hætt á twitter en fannst þessi merkisdagur eiga heima hér, ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016 pic.twitter.com/dvwnL0fJBE— Indira jonasd (@indirajonasd) November 6, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ellen að hún hafi mjög gaman af þessu gríni. Hún geti í rauninni ekki gert annað en að hlæja með. Þegar fólk leitar að appelsínuönd á Google kemur myndin af Ellen upp. „Ég var hérna í fyrra og þá var ein sem hringdi heim og talaði við systur sína. Sagðist vera að fara að fá sér appelsínuönd. Systirin sagðist hafa verið að lesa ótrúlega fyndin brandara um appelsínuönd og hún svaraði að hún væri með appelsínuöndinni sjálfri hérna úti,“ segir Ellen og hlær. Þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á flugvellinum á Tenerife að bíða eftir því að fljúga heim. Hún fer til eyjunnar að jafnaði tvisvar til þrisvar á ári og fær sér alltaf appelsínuöndina. Ertu alltaf jafn sátt með appelsínuöndina? „Algjörlega. Þetta er besta appelsínuönd sem ég fæ,“ segir Ellen. Grín og gaman Samfélagsmiðlar Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Einu sinni var... Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Sjá meira
Árið 2016 voru hjónin Ellen Guðmundsdóttir og Jónas Bjarnason stödd á eyjunni Tenerife á veitingastaðnum Hong Kong Food City. Þar fæst besta appelsínuönd heims að mati Ellenar. Hún var mjög ánægð með öndina sem hún fékk og skrifaði Jónas við myndina: „Sátt með appelsínuöndina“. Tryggvi, vinur Jónasar, misskildi færsluna og hélt að Jónas væri að líkja Ellen við appelsínuönd þar sem hún var orðin ansi sólbrún eftir dvölina á eyjunni. „Að þú skulir tala svona um konuna þína“ skrifaði Tryggvi. Jónas var fljótur að leiðrétta hann en úr urðu ein frægustu Facebook-samskipti Íslandssögunnar. Nú sex árum síðar ákvað dóttir þeirra Ellenar og Jónasar, Indíra, að endurgera myndina frægu. Hún hafði aldrei fengið að fara með móður sinni að smakka öndina frægu en það breyttist í gær. „Ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016,“ skrifaði Indíra við myndina sem hún birti í gærkvöldi. Auðvitað fengu fyrri samskipti Jónasar og Tryggva að fljóta með. Löngu hætt á twitter en fannst þessi merkisdagur eiga heima hér, ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016 pic.twitter.com/dvwnL0fJBE— Indira jonasd (@indirajonasd) November 6, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ellen að hún hafi mjög gaman af þessu gríni. Hún geti í rauninni ekki gert annað en að hlæja með. Þegar fólk leitar að appelsínuönd á Google kemur myndin af Ellen upp. „Ég var hérna í fyrra og þá var ein sem hringdi heim og talaði við systur sína. Sagðist vera að fara að fá sér appelsínuönd. Systirin sagðist hafa verið að lesa ótrúlega fyndin brandara um appelsínuönd og hún svaraði að hún væri með appelsínuöndinni sjálfri hérna úti,“ segir Ellen og hlær. Þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á flugvellinum á Tenerife að bíða eftir því að fljúga heim. Hún fer til eyjunnar að jafnaði tvisvar til þrisvar á ári og fær sér alltaf appelsínuöndina. Ertu alltaf jafn sátt með appelsínuöndina? „Algjörlega. Þetta er besta appelsínuönd sem ég fæ,“ segir Ellen.
Grín og gaman Samfélagsmiðlar Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Einu sinni var... Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Sjá meira