Ekkert plan og reksturinn ósjálfbær Sindri Kristjánsson skrifar 9. nóvember 2022 13:31 Meirihlutinn á Akureyri kynnti svo vægt sé til orða tekið óábyrga fjárhagsáætlun á opnum fundi í gær. Samkvæmt framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista munu skuldir sveitarfélagsins aukast, hallarekstur verður viðvarandi og á sama tíma er ekki að sjá að ráðast eigi í brýn úrræði fyrir barnafjölskyldur í bænum. Í fjárhagsáætluninni er þess getið að taka eigi ný lán fyrir um 10.5 milljarða króna á kjörtímabilinu og greiða upp lán fyrir um 7.2 milljarða. Þrátt fyrir þessa hreinu lántöku upp á 3.3 milljarða króna er bæjarsjóður rekinn með 1.2 milljarða tapi á tímabilinu. Þetta eitt og sér hlýtur að vekja fólk til umhugsunar hvort hér sé á ferðinni sú ábyrga og trausta fjármálastjórn sem m.a. Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig ávallt af og lofað var fyrir kosningar. Tökum dæmi. Í stað þess að sníða fjárhagsáætlun bæjarins að aðstæðum barnafjölskyldna, sem standa margar hverjar frammi fyrir síhækkandi útgjöldum um þessar mundir er byrðunum velt yfir á alla bæjarbúa, óháð stöðu og fjárhag, með hækkandi fasteignamati og þar með stórhækkunar fasteignagjalda á næsta ári auk hækkunar á öllum helstu gjaldskrám bæjarins. Tökum annað dæmi. Í þeirri áætlun sem kynnt var fyrir bæjarbúum í gær er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að ráðast eigi í byggingu nýs leikskóla á kjörtímabilinu. Samt sem áður er öllum ljóst að fljótt og örugglega stefnir í frekari skort á leikskólaplássi á Akureyri ef ekki verið haldið áfram að byggja upp innviði bæjarins í þágu fjölskyldufólks. Þrátt fyrir óljós fyrirheit sem fram hafa komið af hálfu fulltrúa meirihlutans um tilfærslur á fjármagni milli umræðna sjá allir sem vilja að bygging nýs leikskóla mun aldrei kosta minna en einn milljarð. Meirihlutinn á Akureyri ákveður einfaldlega að skila auðu í þessa mikilvæga málefni. Framtíðarsýnin á þessu sviði er engin. Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista ber vott um metnaðarleysi fyrir þeim aðkallandi verkefnum sem bíða á kjörtímabilinu. Þrátt fyrir aukna lántöku ætlar meirihlutinn að reka bæjarsjóð með tapi. Þess konar fjármálaloftfimleikar virka ekki í heimilisbókhaldi, virka ekki í rekstri fyrirtækja og sannarlega virka ekki í rekstri sameiginlegra sjóða bæjarbúa. Höfundur er varabæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Meirihlutinn á Akureyri kynnti svo vægt sé til orða tekið óábyrga fjárhagsáætlun á opnum fundi í gær. Samkvæmt framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista munu skuldir sveitarfélagsins aukast, hallarekstur verður viðvarandi og á sama tíma er ekki að sjá að ráðast eigi í brýn úrræði fyrir barnafjölskyldur í bænum. Í fjárhagsáætluninni er þess getið að taka eigi ný lán fyrir um 10.5 milljarða króna á kjörtímabilinu og greiða upp lán fyrir um 7.2 milljarða. Þrátt fyrir þessa hreinu lántöku upp á 3.3 milljarða króna er bæjarsjóður rekinn með 1.2 milljarða tapi á tímabilinu. Þetta eitt og sér hlýtur að vekja fólk til umhugsunar hvort hér sé á ferðinni sú ábyrga og trausta fjármálastjórn sem m.a. Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig ávallt af og lofað var fyrir kosningar. Tökum dæmi. Í stað þess að sníða fjárhagsáætlun bæjarins að aðstæðum barnafjölskyldna, sem standa margar hverjar frammi fyrir síhækkandi útgjöldum um þessar mundir er byrðunum velt yfir á alla bæjarbúa, óháð stöðu og fjárhag, með hækkandi fasteignamati og þar með stórhækkunar fasteignagjalda á næsta ári auk hækkunar á öllum helstu gjaldskrám bæjarins. Tökum annað dæmi. Í þeirri áætlun sem kynnt var fyrir bæjarbúum í gær er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að ráðast eigi í byggingu nýs leikskóla á kjörtímabilinu. Samt sem áður er öllum ljóst að fljótt og örugglega stefnir í frekari skort á leikskólaplássi á Akureyri ef ekki verið haldið áfram að byggja upp innviði bæjarins í þágu fjölskyldufólks. Þrátt fyrir óljós fyrirheit sem fram hafa komið af hálfu fulltrúa meirihlutans um tilfærslur á fjármagni milli umræðna sjá allir sem vilja að bygging nýs leikskóla mun aldrei kosta minna en einn milljarð. Meirihlutinn á Akureyri ákveður einfaldlega að skila auðu í þessa mikilvæga málefni. Framtíðarsýnin á þessu sviði er engin. Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista ber vott um metnaðarleysi fyrir þeim aðkallandi verkefnum sem bíða á kjörtímabilinu. Þrátt fyrir aukna lántöku ætlar meirihlutinn að reka bæjarsjóð með tapi. Þess konar fjármálaloftfimleikar virka ekki í heimilisbókhaldi, virka ekki í rekstri fyrirtækja og sannarlega virka ekki í rekstri sameiginlegra sjóða bæjarbúa. Höfundur er varabæjarfulltrúi.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun