Stálu frægum uppvakningagervifæti af Gunnjóni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2022 16:45 Gunnjón segir fótinn hafa tilfinningalegt gildi fyrir sér. Uppvakningagervifæti var stolið úr draugahúsi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á mánudaginn. Eigandi fótarins saknar hans mjög enda er hann hluti af kvikmyndasögunni. Gunnjón Gestsson leitar nú að gervifæti sínum sem notaður var í draugahús Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Honum var stolið á mánudaginn en hann er sérsmíðaður. Um er að ræða mikið tilfinningalegt tjón fyrir Gunnjón en fóturinn er í raun og veru verðlaus fyrir alla nema hann. Búið er að leita um allt í kringum garðinn en hvergi finnst fóturinn. Gunnjón er meira að segja búinn að kíkja ofan í allar ruslatunnur í kílómetraradíus. „Eftir að það var búið að ganga frá öllu hefur einhver laumað sér þarna inn og tekið einhverja hluti. Aðallega bara einhverja leikmuni af handahófi. Plastbein, málning, farðar og fleira. Borvél og önnur raunveruleg verðmæti voru eftir,“ segir Gunnjón í samtali við fréttastofu. Hann grunar að mögulega hafi krakkar verið þarna á ferð. Fóturinn á sér langa sögu og hefur meðal annars birst á hvíta tjaldinu. Gunnjón notaðist við hann þegar hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead árið 2014. Myndin var tekin upp hér á Íslandi og fjallar um nasistauppvakninga en Gunnjón fór með hlutverk eins þeirra. Hér má sjá fótinn í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead. Uppvakningurinn sem Gunnjón lék hafði misst fótinn en hann er sjálfur einfættur. Hann fæddist með taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1. „Eitt bein var smá skakkt við fæðingu og brotnaði þegar ég var sex mánaða. Svo var ég í stanslausum aðgerðum fram til átta ára aldurs. Þá var ákveðið að taka hann af því það var ekki hægt að gera varanlega við þetta,“ segir Gunnjón. Innbyggðar túbur Það var mikið ferli að smíða fótinn og ýmsar tilraunir gerðar til að taka mót af stúf Gunnjóns og útbúa hinar og þessar útfærslur. Engin þeirra reyndist henta í hlutverkið þar sem hulsan þurfti að vera nægilega harðgerð til að hægt væri að stinga drullusokki í sárið. „Lagði ég þá til við norska brelluteymið að nota bara gamlan gervifót. Ég ætti helling af þeim, hafandi verið einfættur frá átta ára aldri, sem væru flestir ef ekki allir sérstaklega hannaðir til að það væri hægt að ganga á þeim. Ég skaffaði nýlegan fót og þeir sörguðu smá neðan af honum og klæddu hann með mjög sannfærandi rotnandi holdi með innbyggðum túbum sem hægt er að dæla blóði í gegnum,“ segir Gunnjón. Notast mikið við hann Eftir tökur myndarinnar fékk Gunnjón fótinn til baka og hefur hann nýtt sér hann ítrekað síðan þá, meðal annars við gerð stuttmynda og í draugahúsum. Gunnjón óskar eftir því að þeir sem vita hvar fóturinn er niðurkominn hafi samband við sig. „Ég er í símaskránni það er ekki flókið. Einnig er hægt að senda tölvupóst til mín á gunnjon@gunnjon.com,“ segir Gunnjón. Bíó og sjónvarp Reykjavík Hrekkjavaka Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11 Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00 Fullt á forsýningu Dead Snow Sjáðu myndirnar. 20. mars 2014 17:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Gunnjón Gestsson leitar nú að gervifæti sínum sem notaður var í draugahús Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Honum var stolið á mánudaginn en hann er sérsmíðaður. Um er að ræða mikið tilfinningalegt tjón fyrir Gunnjón en fóturinn er í raun og veru verðlaus fyrir alla nema hann. Búið er að leita um allt í kringum garðinn en hvergi finnst fóturinn. Gunnjón er meira að segja búinn að kíkja ofan í allar ruslatunnur í kílómetraradíus. „Eftir að það var búið að ganga frá öllu hefur einhver laumað sér þarna inn og tekið einhverja hluti. Aðallega bara einhverja leikmuni af handahófi. Plastbein, málning, farðar og fleira. Borvél og önnur raunveruleg verðmæti voru eftir,“ segir Gunnjón í samtali við fréttastofu. Hann grunar að mögulega hafi krakkar verið þarna á ferð. Fóturinn á sér langa sögu og hefur meðal annars birst á hvíta tjaldinu. Gunnjón notaðist við hann þegar hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead árið 2014. Myndin var tekin upp hér á Íslandi og fjallar um nasistauppvakninga en Gunnjón fór með hlutverk eins þeirra. Hér má sjá fótinn í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead. Uppvakningurinn sem Gunnjón lék hafði misst fótinn en hann er sjálfur einfættur. Hann fæddist með taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1. „Eitt bein var smá skakkt við fæðingu og brotnaði þegar ég var sex mánaða. Svo var ég í stanslausum aðgerðum fram til átta ára aldurs. Þá var ákveðið að taka hann af því það var ekki hægt að gera varanlega við þetta,“ segir Gunnjón. Innbyggðar túbur Það var mikið ferli að smíða fótinn og ýmsar tilraunir gerðar til að taka mót af stúf Gunnjóns og útbúa hinar og þessar útfærslur. Engin þeirra reyndist henta í hlutverkið þar sem hulsan þurfti að vera nægilega harðgerð til að hægt væri að stinga drullusokki í sárið. „Lagði ég þá til við norska brelluteymið að nota bara gamlan gervifót. Ég ætti helling af þeim, hafandi verið einfættur frá átta ára aldri, sem væru flestir ef ekki allir sérstaklega hannaðir til að það væri hægt að ganga á þeim. Ég skaffaði nýlegan fót og þeir sörguðu smá neðan af honum og klæddu hann með mjög sannfærandi rotnandi holdi með innbyggðum túbum sem hægt er að dæla blóði í gegnum,“ segir Gunnjón. Notast mikið við hann Eftir tökur myndarinnar fékk Gunnjón fótinn til baka og hefur hann nýtt sér hann ítrekað síðan þá, meðal annars við gerð stuttmynda og í draugahúsum. Gunnjón óskar eftir því að þeir sem vita hvar fóturinn er niðurkominn hafi samband við sig. „Ég er í símaskránni það er ekki flókið. Einnig er hægt að senda tölvupóst til mín á gunnjon@gunnjon.com,“ segir Gunnjón.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Hrekkjavaka Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11 Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00 Fullt á forsýningu Dead Snow Sjáðu myndirnar. 20. mars 2014 17:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11
Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00