FTX fer fram á endurskipulagningu og forstjórinn víkur Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 14:43 Sam Bankman-Fried hætti sem forstjóri FTX í dag. Hann viðurkenndi í gær að hann hefði klúðrað sínum málum. FTX var metið á tugi milljarða dollara fyrir örskömmu síðan en er nú á barmi gjaldþrots. Vísir/Getty Rafmyntarfyrirtækið FTX óskaði eftir því að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli laga um gjaldþrot í Bandaríkjunum í dag. Þá var greint frá því að forstjórinn Sam Bankman-Fried hefði sagt af sér. FTX er ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims. Fyrirtækið hefur átt undir högg að sækja frá því að Bankman-Fried skar önnur rafmyntarfyrirtæki í kröggum úr snörunni fyrr á þessu ári. Órói vegna stöðu félagsins leiddi til áhlaups þar sem viðskiptavinir leystu út milljarða dollara. Stjórnendur hafa í örvæntingu reynt að afla fjár til þess að standa undir úttektunum. Í tilkynningu sem FTX sendi frá sér í dag kom fram að félagið hefði farið fram á að vera tekið til fjárhagslegrar endurskipulagningar á grundvelli bandarískra gjaldþrotalaga svo hægt sé að hefja sölu á eignum til að hægt sé að greiða upp í kröfur viðskiptavina. Um 130 tengd félög eru hluti af gjaldþrotaumsókninni. Bankaman-Fried, sem skaut upp á stjörnuhimininn sem einhvers konar rafmyntargúrúi, stígur einnig til hliðar sem forstjóri. Hann er sagður verða félaginu innan handar til þess að tryggja að forstjóraskipti gangi snurðulaust fyrir sig. Greint hefur verið frá því að yfirvöld í Bandaríkjunum og Bahama rannsaki hvort FTX hafi brotið lög um verðbréf með viðskiptaháttum sínum. Keppinauturinn Binance hætti við að kaupa félagið í vikunni og vísaði til þess að bókhald þess væri einhvers konar svarthol. Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. 11. nóvember 2022 08:54 Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
FTX er ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims. Fyrirtækið hefur átt undir högg að sækja frá því að Bankman-Fried skar önnur rafmyntarfyrirtæki í kröggum úr snörunni fyrr á þessu ári. Órói vegna stöðu félagsins leiddi til áhlaups þar sem viðskiptavinir leystu út milljarða dollara. Stjórnendur hafa í örvæntingu reynt að afla fjár til þess að standa undir úttektunum. Í tilkynningu sem FTX sendi frá sér í dag kom fram að félagið hefði farið fram á að vera tekið til fjárhagslegrar endurskipulagningar á grundvelli bandarískra gjaldþrotalaga svo hægt sé að hefja sölu á eignum til að hægt sé að greiða upp í kröfur viðskiptavina. Um 130 tengd félög eru hluti af gjaldþrotaumsókninni. Bankaman-Fried, sem skaut upp á stjörnuhimininn sem einhvers konar rafmyntargúrúi, stígur einnig til hliðar sem forstjóri. Hann er sagður verða félaginu innan handar til þess að tryggja að forstjóraskipti gangi snurðulaust fyrir sig. Greint hefur verið frá því að yfirvöld í Bandaríkjunum og Bahama rannsaki hvort FTX hafi brotið lög um verðbréf með viðskiptaháttum sínum. Keppinauturinn Binance hætti við að kaupa félagið í vikunni og vísaði til þess að bókhald þess væri einhvers konar svarthol.
Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. 11. nóvember 2022 08:54 Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. 11. nóvember 2022 08:54
Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00