Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2022 15:25 Gunnlaugur segir réttlætinu fullnægt. Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019. Það ár var honum sagt upp. Hann vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Uppsögnin þótti afar harkaleg en DV greindi frá því að honum hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá þurfti hann samdægurs að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Einnig gerði Gunnlaugur athugasemd við að honum var ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu. Í dómi héraðsdóm sagði að uppsagnarákvæði hafi verið í gildi í ráðningarsamningnum. Þá hafi uppsögnin verið samþykkt á næsta sveitarstjórnarfundi eftir uppsögnina. Ósammála héraðsdómi Landsréttur var ekki sammála niðurstöðu héraðsdóms að fullu og féllst á að dæma Borgarbyggð til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir. Þá þarf sveitarfélagið að greiða þrjár milljónir í málskostnað lögmanns Gunnlaugs. Í samtali við fréttastofu segir Gunnlaugur að réttlætinu hafi verið fullnægt í Landsrétti. „Þetta er ekki spurning um sigur heldur hver hefur rétt fyrir sér. Í mínum huga var þetta aldrei spurning. Mér finnst niðurstaðan skipta mestu máli. Að gjörningurinn var ólögmætur. Peningamálin voru ekki aðalatriðið heldur að fá niðurstöðu í lagalegu hliðina. Þetta hefur mikið fordæmisgildi. Þarna er tekin ákvörðun um fjárhagslega skuldbindandi aðgerð fyrir hönd sveitarfélagsins utan formlegs fundar,“ segir Gunnlaugur. Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019. Það ár var honum sagt upp. Hann vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Uppsögnin þótti afar harkaleg en DV greindi frá því að honum hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá þurfti hann samdægurs að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Einnig gerði Gunnlaugur athugasemd við að honum var ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu. Í dómi héraðsdóm sagði að uppsagnarákvæði hafi verið í gildi í ráðningarsamningnum. Þá hafi uppsögnin verið samþykkt á næsta sveitarstjórnarfundi eftir uppsögnina. Ósammála héraðsdómi Landsréttur var ekki sammála niðurstöðu héraðsdóms að fullu og féllst á að dæma Borgarbyggð til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir. Þá þarf sveitarfélagið að greiða þrjár milljónir í málskostnað lögmanns Gunnlaugs. Í samtali við fréttastofu segir Gunnlaugur að réttlætinu hafi verið fullnægt í Landsrétti. „Þetta er ekki spurning um sigur heldur hver hefur rétt fyrir sér. Í mínum huga var þetta aldrei spurning. Mér finnst niðurstaðan skipta mestu máli. Að gjörningurinn var ólögmætur. Peningamálin voru ekki aðalatriðið heldur að fá niðurstöðu í lagalegu hliðina. Þetta hefur mikið fordæmisgildi. Þarna er tekin ákvörðun um fjárhagslega skuldbindandi aðgerð fyrir hönd sveitarfélagsins utan formlegs fundar,“ segir Gunnlaugur.
Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira