Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2022 15:25 Gunnlaugur segir réttlætinu fullnægt. Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019. Það ár var honum sagt upp. Hann vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Uppsögnin þótti afar harkaleg en DV greindi frá því að honum hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá þurfti hann samdægurs að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Einnig gerði Gunnlaugur athugasemd við að honum var ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu. Í dómi héraðsdóm sagði að uppsagnarákvæði hafi verið í gildi í ráðningarsamningnum. Þá hafi uppsögnin verið samþykkt á næsta sveitarstjórnarfundi eftir uppsögnina. Ósammála héraðsdómi Landsréttur var ekki sammála niðurstöðu héraðsdóms að fullu og féllst á að dæma Borgarbyggð til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir. Þá þarf sveitarfélagið að greiða þrjár milljónir í málskostnað lögmanns Gunnlaugs. Í samtali við fréttastofu segir Gunnlaugur að réttlætinu hafi verið fullnægt í Landsrétti. „Þetta er ekki spurning um sigur heldur hver hefur rétt fyrir sér. Í mínum huga var þetta aldrei spurning. Mér finnst niðurstaðan skipta mestu máli. Að gjörningurinn var ólögmætur. Peningamálin voru ekki aðalatriðið heldur að fá niðurstöðu í lagalegu hliðina. Þetta hefur mikið fordæmisgildi. Þarna er tekin ákvörðun um fjárhagslega skuldbindandi aðgerð fyrir hönd sveitarfélagsins utan formlegs fundar,“ segir Gunnlaugur. Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira
Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019. Það ár var honum sagt upp. Hann vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Uppsögnin þótti afar harkaleg en DV greindi frá því að honum hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá þurfti hann samdægurs að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Einnig gerði Gunnlaugur athugasemd við að honum var ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu. Í dómi héraðsdóm sagði að uppsagnarákvæði hafi verið í gildi í ráðningarsamningnum. Þá hafi uppsögnin verið samþykkt á næsta sveitarstjórnarfundi eftir uppsögnina. Ósammála héraðsdómi Landsréttur var ekki sammála niðurstöðu héraðsdóms að fullu og féllst á að dæma Borgarbyggð til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir. Þá þarf sveitarfélagið að greiða þrjár milljónir í málskostnað lögmanns Gunnlaugs. Í samtali við fréttastofu segir Gunnlaugur að réttlætinu hafi verið fullnægt í Landsrétti. „Þetta er ekki spurning um sigur heldur hver hefur rétt fyrir sér. Í mínum huga var þetta aldrei spurning. Mér finnst niðurstaðan skipta mestu máli. Að gjörningurinn var ólögmætur. Peningamálin voru ekki aðalatriðið heldur að fá niðurstöðu í lagalegu hliðina. Þetta hefur mikið fordæmisgildi. Þarna er tekin ákvörðun um fjárhagslega skuldbindandi aðgerð fyrir hönd sveitarfélagsins utan formlegs fundar,“ segir Gunnlaugur.
Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira