Aðstæður fjölskyldunnar tímabundið þolanlegar vegna aðstoðar Íslendinga Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. nóvember 2022 00:00 Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur og ræddi í kvöldfréttum við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann um mál Hussein fjölskyldunnar. Sröð 2 Lögfræðingur sem þekkir vel til máls hins írakska Hussein Hussein og fjölskyldu hans segist ekki hafa fundið staðfestingar á staðhæfingum dómsmálaráðherra. Hann sé vongóður um að fjölskyldan geti snúið aftur til Íslands. Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur ræddi í kvöldfréttum við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann um mál Hussein fjölskyldunnar. Þá sérstaklega stöðu þeirra í Grikklandi, möguleika á að snúa aftur til Íslands og umræðuna sem skapast hefur í kringum málið. Hann segir umræðu síðustu daga ekki vera til framdráttar. „Mér finnst umræðan ekki til framdráttar þegar alþingismenn eða jafnvel ráðherra dómsmála koma fram með staðhæfingar sem ég hef hið minnsta ekki fundið staðfestingu fyrir í almennum heimildum, eða jafnvel í niðurstöðum Útlendingastofnunar og kærunefndar.“ Albert segir stofnanir sem hafi rannsakað aðbúnað flóttafólks í Grikklandi hafa komist að því að það hafi ekki aðgang að húsnæði, eigi erfitt með að fá vinnu og lifi á jaðri samfélagsins. „Hins vegar er það bara mat þessara stofnanna að það sé í lagi að senda fólk í þær aðstæður,“ segir Albert. Búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi Aðspurður hver staða fjölskyldunnar séu, hvar þau séu og hvernig þau hafi það segir Albert aðstæðurnar þolanlegar vegna hjálpar fólks frá Íslandi. „Aðstæðurnar eru svona þolanlegar eins og stendur vegna þess að þau hafa fengið aðstoð frá fólki á Íslandi til þess að framfleyta sér og vera í skjóli. Þegar þau komu til Grikklands þá fengu þau aðeins staðfestingu á því að dvalarleyfi þeirra væru útrunnin, þau fengu enga aðra aðstoð. Þau hafa reynt að leita sér læknisaðstoðar, sérstaklega fyrir Hussein Hussein sem er fatlaður, en verið vísað frá spítölum einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki þau skilríki og þau gögn til þess að fá þá þjónustu,“ segir Albert. Þegar hann er spurður hvort þær aðstæður lagist svarar hann því neitandi. Flestir sem fái alþjóðlega vernd í Grikklandi hrökklist fljótt þaðan. „Einfaldlega vegna þess að þeir búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi“ Hann segir þau sem sjái um mál fjölskyldunnar leyfa sér að vera vongóð varðandi það hvort þau geti komið aftur til Íslands. „Það eru það margir annmarkar sem eru á niðurstöðum og rökstuðningi bæði Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Annmarkar sem meðal annars réttindagæslumaður fatlaðra hefur bent á og Þroskahjálp þannig að við leyfum okkur það að vera bara mjög vongóð um það að þau fái aftur að koma til Íslands.“ Þegar því er velt upp hvort kennarar við Fjölbrautaskóla Ármúla gætu fengið ósk sína uppfyllta og fengið systurnar tvær aftur í skólann á vorönn segir Albert hana geta ræst. „Ef allt gengur hratt og vel fyrir sig.“ Horfa má á viðtalið við Albert í spilaranum hér að ofan. Það hefst á 01:57. Írak Grikkland Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur ræddi í kvöldfréttum við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann um mál Hussein fjölskyldunnar. Þá sérstaklega stöðu þeirra í Grikklandi, möguleika á að snúa aftur til Íslands og umræðuna sem skapast hefur í kringum málið. Hann segir umræðu síðustu daga ekki vera til framdráttar. „Mér finnst umræðan ekki til framdráttar þegar alþingismenn eða jafnvel ráðherra dómsmála koma fram með staðhæfingar sem ég hef hið minnsta ekki fundið staðfestingu fyrir í almennum heimildum, eða jafnvel í niðurstöðum Útlendingastofnunar og kærunefndar.“ Albert segir stofnanir sem hafi rannsakað aðbúnað flóttafólks í Grikklandi hafa komist að því að það hafi ekki aðgang að húsnæði, eigi erfitt með að fá vinnu og lifi á jaðri samfélagsins. „Hins vegar er það bara mat þessara stofnanna að það sé í lagi að senda fólk í þær aðstæður,“ segir Albert. Búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi Aðspurður hver staða fjölskyldunnar séu, hvar þau séu og hvernig þau hafi það segir Albert aðstæðurnar þolanlegar vegna hjálpar fólks frá Íslandi. „Aðstæðurnar eru svona þolanlegar eins og stendur vegna þess að þau hafa fengið aðstoð frá fólki á Íslandi til þess að framfleyta sér og vera í skjóli. Þegar þau komu til Grikklands þá fengu þau aðeins staðfestingu á því að dvalarleyfi þeirra væru útrunnin, þau fengu enga aðra aðstoð. Þau hafa reynt að leita sér læknisaðstoðar, sérstaklega fyrir Hussein Hussein sem er fatlaður, en verið vísað frá spítölum einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki þau skilríki og þau gögn til þess að fá þá þjónustu,“ segir Albert. Þegar hann er spurður hvort þær aðstæður lagist svarar hann því neitandi. Flestir sem fái alþjóðlega vernd í Grikklandi hrökklist fljótt þaðan. „Einfaldlega vegna þess að þeir búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi“ Hann segir þau sem sjái um mál fjölskyldunnar leyfa sér að vera vongóð varðandi það hvort þau geti komið aftur til Íslands. „Það eru það margir annmarkar sem eru á niðurstöðum og rökstuðningi bæði Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Annmarkar sem meðal annars réttindagæslumaður fatlaðra hefur bent á og Þroskahjálp þannig að við leyfum okkur það að vera bara mjög vongóð um það að þau fái aftur að koma til Íslands.“ Þegar því er velt upp hvort kennarar við Fjölbrautaskóla Ármúla gætu fengið ósk sína uppfyllta og fengið systurnar tvær aftur í skólann á vorönn segir Albert hana geta ræst. „Ef allt gengur hratt og vel fyrir sig.“ Horfa má á viðtalið við Albert í spilaranum hér að ofan. Það hefst á 01:57.
Írak Grikkland Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira