Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað. Vísir

Í hádegisfréttum verður fjallað um lögregluaðgerð sem fram fór á Keflavíkurflugvelli í gær þegar tuttugu og tveimur meðlimum vélhjóla- og glæpasamtakanna Hells Angels var vísað frá landi. Lögregla hefur nú til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi og eru taldir tengjast samtökunum.

Þá fjöllum við um stöðuna í Úkraínu en Rússar hafa lýst yfir nýrri svokallaðri „bráðabirgðahöfuðborg“ í Kherson-héraði eftir að þeir hörfuðu frá Kherson-borg í gær.

Ekkert símasamband var á Skagaströnd í þrjá klukkutíma í byrjun mánaðar. Íbúar á svæðinu hefðu ekki geta haft samband við Neyðarlínuna á meðan. Við ræðum við þingmann Vinstri Grænna sem segir að tryggja þurfi tvítengingu fjarskipta svo slíkt atvik komi ekki aftur fyrir.

Enn er allt á floti í Síldarminjasafninu á Siglufirði þar sem lak inn mikill vatnsflaumur í rigningarveðri í fyrrinótt. Við sláum á þráðinn norður þar sem unnið er hörðum höndum að því að dæla út vatni.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×