Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2022 18:45 Landsréttur þyngdi refsingu mannsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í gær dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar fyrir gróft ofbeldi gagnvart fjórum dætrum sínum og fyrrverandi eiginkonu. Þá var eiginkonan dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir ofbeldi gagnvart þremur dætranna. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var fyrir utan þyngingu refsingar mannsins um sex mánuði, er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Maðurinn var sakfelldur fyrir brotin, sem hann framdi árunum 2018 til 2020. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist. Reyndu að fá dóminn ómerktan Foreldrarnir kröfðust þess fyrir Landsrétti að dómur Héraðsdóms Reykjaness yrði ómerktur vegna þess að héraðsdómur var ekki fjölskipaður þegar málið var á borði hans. Kröfu sína um ómerkingu héraðsdóms byggðu foreldrarnir á því að full ástæða hafi verið til þess að héraðsdómur yrði fjölskipaður og þá eftir atvikum þremur héraðsdómurum eða tveimur héraðsdómurum með einum sérfróðum meðdómsmann Í greinargerð móðurinnar til Landsréttar er um þessa kröfu meðal annars vísað til þess að málið sé umfangsmikið með tilliti til gagna, meint brot séu ekki skýrt tímasett og engin læknisfræðileg samtímagögn um áverka eða vanlíðan brotaþola liggi fyrir. Þá hafi verið nauðsynlegt að kalla til sérfróðan meðdómsmann til að leggja mat á vitnisburð dætra þeirra, en hann hafi tekið breytingum undir rekstri málsins, foreldrunum í óhag. Landsréttur leit svo á að lagaákvæði sem kveða á um fjölskipun héraðsdóm veiti heimild til en ekki skyldu að hafa héraðsdóm fjölskipaðan. Því var ekki talin ástæða til að ómerkja dóminn. Rúmlega ellefu milljóna króna miskabætur Sem áður segir var maðurinn dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar en hann var einnig dæmdur til að greiða þremur dætra sinna 2,5 milljónir króna í miskbætur hverri og yngstu dótturinni 1,5 milljón króna. Konan var dæmd til að greiða þremur eldri dætrunum átta hundruð þúsund krónur hverri. Kröfu yngstu dótturinnar á hendur móðurinn var vísað frá dómi. Dóm Landsréttar má lesa hér. Rétt er að vara við ítarlegum lýsingum á grófu ofbeldi í dóminum. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var fyrir utan þyngingu refsingar mannsins um sex mánuði, er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Maðurinn var sakfelldur fyrir brotin, sem hann framdi árunum 2018 til 2020. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist. Reyndu að fá dóminn ómerktan Foreldrarnir kröfðust þess fyrir Landsrétti að dómur Héraðsdóms Reykjaness yrði ómerktur vegna þess að héraðsdómur var ekki fjölskipaður þegar málið var á borði hans. Kröfu sína um ómerkingu héraðsdóms byggðu foreldrarnir á því að full ástæða hafi verið til þess að héraðsdómur yrði fjölskipaður og þá eftir atvikum þremur héraðsdómurum eða tveimur héraðsdómurum með einum sérfróðum meðdómsmann Í greinargerð móðurinnar til Landsréttar er um þessa kröfu meðal annars vísað til þess að málið sé umfangsmikið með tilliti til gagna, meint brot séu ekki skýrt tímasett og engin læknisfræðileg samtímagögn um áverka eða vanlíðan brotaþola liggi fyrir. Þá hafi verið nauðsynlegt að kalla til sérfróðan meðdómsmann til að leggja mat á vitnisburð dætra þeirra, en hann hafi tekið breytingum undir rekstri málsins, foreldrunum í óhag. Landsréttur leit svo á að lagaákvæði sem kveða á um fjölskipun héraðsdóm veiti heimild til en ekki skyldu að hafa héraðsdóm fjölskipaðan. Því var ekki talin ástæða til að ómerkja dóminn. Rúmlega ellefu milljóna króna miskabætur Sem áður segir var maðurinn dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar en hann var einnig dæmdur til að greiða þremur dætra sinna 2,5 milljónir króna í miskbætur hverri og yngstu dótturinni 1,5 milljón króna. Konan var dæmd til að greiða þremur eldri dætrunum átta hundruð þúsund krónur hverri. Kröfu yngstu dótturinnar á hendur móðurinn var vísað frá dómi. Dóm Landsréttar má lesa hér. Rétt er að vara við ítarlegum lýsingum á grófu ofbeldi í dóminum.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent