Russell tryggði sér sinn fyrsta sigur á ferlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. nóvember 2022 23:01 George Russell tryggði sér sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 í kvöld. Peter J Fox/Getty Images Breski ökuþórinn George Russell vann í kvöld sinn fyrsta Formúlu 1 kappakstur á ferlinum er hann kom fyrstur í mark í Brasilíu. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, kom annar í mark. Var þetta fyrsti sigur Mercedes-liðsins á tímabilinu. Russell hóf keppnina á ráspól, en mikil læti voru í upphafi kappakstursins. Tveir bílar þurftu að hætta keppni á fyrsta hring og Hamilton og heimsmeistarinn Max Verstappen rákust saman. Hamilton náði þó að vinna sig aftur upp listann og kom að lokum annar í mark, á eftir liðsfélaga sínum sem fagnaði sigri. GEORGE RUSSELL IS A GRAND PRIX WINNER!He masterfully takes his maiden win, and @MercedesAMGF1's first of 2022!#BrazilGP #F1 @GeorgeRussell63 pic.twitter.com/TkY17hWQAY— Formula 1 (@F1) November 13, 2022 Nýkrýndi heimsmeistarinn Verstappen kom hins vegar sjötti í mark, á eftir Mercedes-mönnunum, Carlos Sainz og Charles Leclerc á Ferrari og Fernando Alonso á Alpine. Þá vakti einnig athygli að Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen kom sjöundi í mark, á eftir Verstappen þrátt fyrir það að liðið hafi beðið Verstappen um að hleypa Perez fram úr sér. Verstappen ákvað hins vegar að hunsa þær skipanir og hélt sínu striki til loka. Perez over the team radio after Verstappen didn't let him past 😳 pic.twitter.com/piL9ZI54HJ— ESPN F1 (@ESPNF1) November 13, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Russell hóf keppnina á ráspól, en mikil læti voru í upphafi kappakstursins. Tveir bílar þurftu að hætta keppni á fyrsta hring og Hamilton og heimsmeistarinn Max Verstappen rákust saman. Hamilton náði þó að vinna sig aftur upp listann og kom að lokum annar í mark, á eftir liðsfélaga sínum sem fagnaði sigri. GEORGE RUSSELL IS A GRAND PRIX WINNER!He masterfully takes his maiden win, and @MercedesAMGF1's first of 2022!#BrazilGP #F1 @GeorgeRussell63 pic.twitter.com/TkY17hWQAY— Formula 1 (@F1) November 13, 2022 Nýkrýndi heimsmeistarinn Verstappen kom hins vegar sjötti í mark, á eftir Mercedes-mönnunum, Carlos Sainz og Charles Leclerc á Ferrari og Fernando Alonso á Alpine. Þá vakti einnig athygli að Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen kom sjöundi í mark, á eftir Verstappen þrátt fyrir það að liðið hafi beðið Verstappen um að hleypa Perez fram úr sér. Verstappen ákvað hins vegar að hunsa þær skipanir og hélt sínu striki til loka. Perez over the team radio after Verstappen didn't let him past 😳 pic.twitter.com/piL9ZI54HJ— ESPN F1 (@ESPNF1) November 13, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira