„Markmiðið er að þjálfa landsliðið mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2022 09:01 Samira Suleman nýtur sín í botn í þjálfun. vísir/arnar Samira Suleman, leikmaður ÍA, varð fyrsta konan frá Gana til að útskrifast með UEFA B þjálfarapróf. Hún er búin að festa rætur á Íslandi en draumurinn er að þjálfa landslið heimalandsins. Samira kom fyrst hingað til lands 2015 þegar hún gekk í raðir Víkings Ólafsvíkur. Hún hefur einnig spilað með Aftureldingu/Fram, Sindra og ÍA. Meðfram því hefur starfað við þjálfun og menntað sig á því sviði. Og hún er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi. Samira Suliman er fyrsta konan frá Gana til þess að hljóta UEFA B þjálfararéttindi Samira er leikmaður ÍA í meistaraflokki og starfandi yngri flokka þjálfari. Hún er vinsæll og góður þjálfari sem er mikil og góð fyrirmynd fyrir iðkendur #kfía #fótbolti #samirasuleman pic.twitter.com/3rhcqJIURK— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) November 9, 2022 „Ég fékk réttindin fyrr á þessu ári. Hingað til hefur þetta verið gott fyrir mig. Ég lagði mikla vinnu á mig en ég náði prófinu,“ sagði Samira í samtali við Vísi á dögunum. Hún kveðst stolt af því að vera fyrsta ganverska konan til að útskrifast með UEFA B þjálfaragráðuna. „Heima fyrir eru ekki margar konur í þjálfun og það er mjög gott fyrir mig að komast á þetta stig,“ sagði Samira. Hún segist hafa byrjað að þjálfa fljótlega eftir að hún kom til Íslands fyrir sjö árum. „Eins og venjulega með erlenda leikmenn var það í samningnum mínum að ég myndi hjálpa við þjálfun barna. Ég fékk mikinn áhuga á þessu þegar ég hjálpaði krökkunum. Svo ákvað ég að ná mér í réttindi til að geta orðið frábær þjálfari í framtíðinni,“ sagði Samira. Hún stefnir hátt í þjálfun. „Markmiðið er að þjálfa landsliðið mitt,“ sagði Samira. Klippa: Viðtal við Samiru Suleman Alla virka daga er hún inni í Akraneshöllinni að þjálfa framtíðar leikmenn ÍA og nýtur þess í botn. „Eins og þú sérð eru krakkar út um allt hérna. Það er frábært að vera í kringum börn. Aðalástæðan fyrir því að ég fór út í þjálfun var til endurgreiða fótboltanum því hann hefur gefið mér mikið. Fótbolti er allt fyrir mér þannig ég ákvað að fara að þjálfa til að geta gefið til baka til þess sem hefur gefið mér allt í lífinu,“ sagði Samira. Um klukkan 14:00 á hverjum virkum degi hrúgast krakkar inn í Akraneshöllina þar sem Samira og fleiri taka á móti þeim.vísir/arnar Hún gæti ekki verið ánægðari með að þjálfa í höfuðstað fótboltans á Íslandi, Akranesi. „Það er stórkostlegt. Allir hérna elska fótbolta og svo þetta er frábært, svo gott. Þú færð að hitta og læra af stórum þjálfurum. Aðstæður hérna eru góðar og allt er til fyrirmyndar,“ sagði Samira. Íslenski boltinn ÍA Akranes Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Samira kom fyrst hingað til lands 2015 þegar hún gekk í raðir Víkings Ólafsvíkur. Hún hefur einnig spilað með Aftureldingu/Fram, Sindra og ÍA. Meðfram því hefur starfað við þjálfun og menntað sig á því sviði. Og hún er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi. Samira Suliman er fyrsta konan frá Gana til þess að hljóta UEFA B þjálfararéttindi Samira er leikmaður ÍA í meistaraflokki og starfandi yngri flokka þjálfari. Hún er vinsæll og góður þjálfari sem er mikil og góð fyrirmynd fyrir iðkendur #kfía #fótbolti #samirasuleman pic.twitter.com/3rhcqJIURK— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) November 9, 2022 „Ég fékk réttindin fyrr á þessu ári. Hingað til hefur þetta verið gott fyrir mig. Ég lagði mikla vinnu á mig en ég náði prófinu,“ sagði Samira í samtali við Vísi á dögunum. Hún kveðst stolt af því að vera fyrsta ganverska konan til að útskrifast með UEFA B þjálfaragráðuna. „Heima fyrir eru ekki margar konur í þjálfun og það er mjög gott fyrir mig að komast á þetta stig,“ sagði Samira. Hún segist hafa byrjað að þjálfa fljótlega eftir að hún kom til Íslands fyrir sjö árum. „Eins og venjulega með erlenda leikmenn var það í samningnum mínum að ég myndi hjálpa við þjálfun barna. Ég fékk mikinn áhuga á þessu þegar ég hjálpaði krökkunum. Svo ákvað ég að ná mér í réttindi til að geta orðið frábær þjálfari í framtíðinni,“ sagði Samira. Hún stefnir hátt í þjálfun. „Markmiðið er að þjálfa landsliðið mitt,“ sagði Samira. Klippa: Viðtal við Samiru Suleman Alla virka daga er hún inni í Akraneshöllinni að þjálfa framtíðar leikmenn ÍA og nýtur þess í botn. „Eins og þú sérð eru krakkar út um allt hérna. Það er frábært að vera í kringum börn. Aðalástæðan fyrir því að ég fór út í þjálfun var til endurgreiða fótboltanum því hann hefur gefið mér mikið. Fótbolti er allt fyrir mér þannig ég ákvað að fara að þjálfa til að geta gefið til baka til þess sem hefur gefið mér allt í lífinu,“ sagði Samira. Um klukkan 14:00 á hverjum virkum degi hrúgast krakkar inn í Akraneshöllina þar sem Samira og fleiri taka á móti þeim.vísir/arnar Hún gæti ekki verið ánægðari með að þjálfa í höfuðstað fótboltans á Íslandi, Akranesi. „Það er stórkostlegt. Allir hérna elska fótbolta og svo þetta er frábært, svo gott. Þú færð að hitta og læra af stórum þjálfurum. Aðstæður hérna eru góðar og allt er til fyrirmyndar,“ sagði Samira.
Íslenski boltinn ÍA Akranes Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira